Hallæris málstaður.

Mín vegna má maðurinn svelta sig fyrir málstaðinn, ég hef aldrei skilið til hvers fólk er að refsa sjálfum sér til að ná einhverju fram, eins og konan sem var nær dauða en lífi eftir margra vikna svelt "að eigin sögn" í fyrra eða hittifyrra, man ekki hvað hún heitir, en hún var að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja, hún hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði eins og náttla allir vissu, nema hún sjálf. Það er tæplega hægt að hugsa sér hallærislegri málstað en þann sem frakkinn er að berjast fyrir, það er í það minnsta mín skoðun.
mbl.is Í hungurverkfall vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda sérðu ekki heildarmyndina...

Þetta snýst ekki bara um hentisemina að reykja hvar sem er. Þetta snýst um eignarrétt fólks sem á víst að vera varinn með stjórnarskrá í flestum vestrænum löndum.

Þegar þú átt stað þá er sjálfsagt að þú sem eigandi ráðir hvort fólk megi reykja þar eða ekki, sama hvort við erum að tala um íbúð eða einkarekið fyrirtæki. Þeim sem mislíkar reglurnar er frjálst að fara annað eða opna eigin stað. Möguleikarnir eru endalausir þegar frelsi er virt í samfélaginu.

Geiri (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:09

2 identicon

Hvað með að vernda starfsólkið, Geiri? Á kannski að afnema allar vinnuverndarreglugerðir út af rétti atvinnurekenda til að haga sínum málum eins og þeim sýnist?

Andrés (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:09

3 identicon

Það er eðlilegt að starfsmenn og stéttarfélög þrýsti á fyrirtæki en að mínu mati er alveg hægt að beita slíku tóli hóflega án þess að ríkið stýri því með landslögum. Já við eigum ekki að láta fyrirtæki vaða yfir okkur en við eigum ekki heldur að vaða yfir fyrirtæki. Flest fyrirtæki vilja gera vel og hafa sem flesta ánægða, þau eru ekki öll vond og spillt þrátt fyrir að það sé vinsælt viðhorf í dag. Ekki hefur þú áhyggjur af því að það verði engir reyklausir vinnustaðir án þess að þvinga það með lögum? Ekki vorkenni ég þeim sem hafa menntað sig til þess að vinna í þessu umhverfi til framtíðar, enda vissu þeir af reykingaumhverfinu þegar námið hófst. Þeir sem vinna tímabundið starf sem þarf enga sérstaka menntun fyrir fá heldur ekki vorkunn enda ekkert atvinnuleysi og ætti ekki að vera vandamál að segja upp starfinu og finna annað sambærilegt starf á reyklausum stað (t.d. afgreiðsla í matvöruverslun).

Að fá að vinna á ákveðnum stað er ekki mannréttindi heldur samningur sem viðkomandi gerir við eiganda staðsins. Það er nóg af fólki sem getur hugsað sér að vinna í umhverfi þar sem reykt er og ekkert af því ef eigandi fyrirtækis vill eingöngu ráða slíkt fólk, ekkert að því heldur ef fyrirtækið hinum meginn við götuna hefur eingöngu reyklaust starfsfólk og umhverfi. Það er nóg af reykingarfólki ísem hefur áhuga á veitingar-, kaffi- og djammgeiranum og miðað við núverandi atvinnuástand þá er ekkert sem neyðir reyklausa manneskju til þess að vinna við slík.

Mín vegna má setja það í reglugerð að atvinnulausir missi ekki bætur þó þeir hafni starfi í reykingaumhverfi. Sanngjarna og hóflegra skref heldur en að skerða eignarrétt fólks. 

Geiri (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:51

4 identicon

Jam. jam, þú segir nokkuð, persónulega er mér slétt sama hvort reykingar eru leifðar á börum og kaffihúsum, enda engin að neyða mig til að sækja slíka staði, það er bara mitt val, ég hef heldur ekkert verið að amast við fólki sem reykir, var sjálf reykingamanneskja þar til fyrir tveimur árum, það sem ég var að hneykslast á var að maðurinn væri í hungurverkfalli, ég get ekki ýmindað mér hverju hann býst við að ná fram með að neita sér um að borða, og það að stofna lífi sínu í hættu af því að það er búið að banna honum að leifa fólki að reykja á barnum hans, finnst mér vægast sagt hallærislegt, varla er hann svo vitlaus að hann haldi að þetta brambolt hans hafi einhver áhrif á yfirvaldið, það eina sem hann hefur upp úr krafsinu er að hann verður slappur og orkulaus, ekki getur hann lifað á sígarettunni einni saman, þó góð sé.

hofy (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband