Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hefndarþorsti?

það hefur ekki hvarflað að mér í sekúndubrot að þessi maður sé heill á geði, hann er augljóslega snargeðbilaður, og honum á auðvitað að refsa í samræmi við það. Ég skil ekki þennan rosalega hefndarþorsta sem grípur fólk hér í bloggheimum þegar svona viðbjóðsleg mál koma upp, hvaða gagn ætti að vera að því að pynta hann, loka hann inn í dýflissu eða drepa hann hægt og rólega, myndi almenningi þá líða eitthvað betur í sálinni?

Ég get ekki séð að það sé einhver lausn fólgin í því að fara niður á sama plan og þetta fársjúka og ógeðslega skrímsli.
Manninn á að vista á réttargeðdeild eins og aðra geðsjúka afbrotamenn, ég tek hiklaust undir að þetta viðundur er skrímsli í mannsmynd, ómannlegur og gjörsamlega á skjön við allt sem heilbrigt getur talist, hann er verulega fatlaður á geði, það getur hver sem er séð.

Ekki fær dóttir hans bót sinna meina við þó karlinn verði pyntaður og ekki fá börnin heldur bernskuna til baka, það sem skiptir höfuðmáli er að maðurinn verði tekinn úr umferð og fái aldrei tækifæri á að meiða nokkra manneskju framar.


mbl.is Segir Fritzl ósakhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík firra.

Þvílík firra! Að takmarka ferðafrelsi kvenna út af því að stjórnvöld ráða ekki við einhverjar glæpaklíkur. Ekkert lítið langsótt eða hvað? Af hverju ekki að takmarka ferðafrelsi karlanna? Það er með ólíkindum hvað þessir karlpungar eru stjórnsamir og yfirgengilega frekir, að konur þurfi að fá skriflegt leyfi hjá eiginmönnum sínum eða pöbbum til að ferðast milli landa segir manni bara hvað þessir kallar eru andlega steingeldir og skíthræddir um eigið ágæti. Að sjálfsögðu óttast þeir að konurnar uppgötvi hvað þeir eru móðursjúkir og hrút andskoti leiðinlegir ef þær fá tækifæri á að kynnast einhverju betra.
 

mbl.is Konum í Malasíu verði meinað að fara einar til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekur eða saklaus?

Ekki ætla ég að dæma þennan mann,
ég veit ekki hvort hann er sekur eða saklaus,
fyrir mér eru prestar ekkert heilagri en aðrir.
Hins vegar er ég komin með svo mikið ógeð
á barnaníðingum að ég fæ alltaf viðbjóðslega
tilfinningu þegar ég les um svona lagað,
það er oftar en ekki einhver fótur fyrir
svona kvörtunum.
Mér dettur ekki í hug að prestar séu í
nánara sambandi við Guð en bara ég sjálf,
og persónulega finnst mér prestastéttin ofmetin
á öllum sviðum.

Guð hjálpar okkur þegar þörf er
alveg óháð því hvort við mætum í
kirkju til að hlusta á predikanir
mis gáfaðra manna.

Ég er svo lánsöm að eiga æðri máttarvöld sem ég get talað við í dag.
Ég get verið viss um að það verður annast um mig.


mbl.is Umkvörtun vegna sóknarprests barst kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá þeim

Mér líst vel á að bílstjórarnir taki nokkra góða labbitúra, mér finnst þeir svo þykkir eitthvað, þeim veitir ekkert af að hrista soldið upp í kílóunum, kannski nokkur fjúki af í leiðinni LoL
mbl.is Íhuga að fara „gangandi í bæinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur.

Ég er hreint ekki hissa á að Palli sæti hafi fengið öll verðlaunin,
ég sá reyndar ekki þáttinn en veit að Palli er Bestur.
Hann er so klikkað flottur og verður bara flottari með aldrinum.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjánakall brjálaðra bavíana

Bjánakall, það er einmitt eitthvað sollis sem ég er að útfæra þessa dagana og nú er nafnið komið, mig vantaði nebbla nafn á verkið, ég held að bjánakall henti barasta geggjað vel. En þannig er mál með vexti að ég uppgötvaði skyndilega mína brjálæðislegu listrænu hæfileika, þeir eru aðallega mest á öllum sviðum, það er nebbilega allt list sem ég ákveð með sjálfri mér að sé list, skiptir ekki nokkru máli hvað það er.

Okey! Best að fara að laga sér einn kaffi latte og vesenast eitthvað í gjörningnum mínum.W00t


mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ojoj!

Ojoj! Ég get alveg trúað þessu, eins gott samt að
við sjáum ekki bannsett kvikindin, þá myndi mann
alla vega ekki blogga mikið Whistling
Best að reyna að pússa þetta eitthvað
það er bara ekki svo auðvelt án þess að skemma það,
sem minnir mig á þegar ég þvoði pípu eiginmannsins
sælla minninga, ég fékk ekki prik fyrir þaðGetLost

mbl.is Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldur er afstæður.

Aldur er afstæður, í raun skiptir hann ekki nokkru máli,
það eina sem þarf er ásetningur, svo náttla spurning
um sjálfbjargarviðleitni, kallanginn fær frítt fæði og
Húsnæði það sem hann á eftir ólifað, og þá er
tilganginum líka náð.W00t


mbl.is Morðingi á tíræðisaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarn

Afmælisbarn dagsins.
Til hamingju elsku Svandís mín.
Já já, litla stelpan mín orðin 17 ára.


Kannski var hann blóðlítill.

Ætli maðurinn hafi ekki bara verið sonna blóðlítill nú eða þá með tóman maga? LoL 
Já það er erfitt að gera sumum til hæfis, ef hann hefði ekki orðið fullur þá hefði hann örugglega kvartað yfir því að bjórinn hefði verið útþynntur, annars er ég nokkuð viss um að hann hafi verið búin að dýfa tánni aðeins í bleyti, og auðvitað var hann búinn að steingleyma því, ekki svo sem við öðru að búast, enda manngarmurinn skruggufullur. Sideways

mbl.is Kvartað yfir áfengisáhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband