Þvílík firra.

Þvílík firra! Að takmarka ferðafrelsi kvenna út af því að stjórnvöld ráða ekki við einhverjar glæpaklíkur. Ekkert lítið langsótt eða hvað? Af hverju ekki að takmarka ferðafrelsi karlanna? Það er með ólíkindum hvað þessir karlpungar eru stjórnsamir og yfirgengilega frekir, að konur þurfi að fá skriflegt leyfi hjá eiginmönnum sínum eða pöbbum til að ferðast milli landa segir manni bara hvað þessir kallar eru andlega steingeldir og skíthræddir um eigið ágæti. Að sjálfsögðu óttast þeir að konurnar uppgötvi hvað þeir eru móðursjúkir og hrút andskoti leiðinlegir ef þær fá tækifæri á að kynnast einhverju betra.
 

mbl.is Konum í Malasíu verði meinað að fara einar til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið er að fjöldi kvenna frá SA Asíu er boðin vinna í Evrópu en þegar þær koma þangað þá er þeim sagt að einhver í fjölskylduni verði drepin ef þær selja sig ekki eða smygladópi. það verður að gera eitthvað í þessu en það má finna betri leið til að vernda konur, já venda konur ekki loka þær inni. Èg bý í Malasíu og það hverfa margar konur á ári. Èg held að ykkur liði betur líka ef þið vissuð hvar dætur ykkar væru. . Annars eru konur frjálsar hérna, klíkurnar eru í Evrópu ekki hérna í Malasíu. þið grípið þessa frétt á lofti og gjammið án þess að hafa skoðað málið.

Gunni (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband