Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Svo er hægt að taka á móti útlendingum.
5.5.2008 | 21:50
Það verður nú að segjast eins og er, að ekki er það nú sérlega gæfulegt ástandið sem er að verða hér á Skaganum í atvinnumálum, það sem mér finnst svo alveg stórfurðulegt er að hingað kemur kannski hópur flóttamanna á næstunni. Fólki er sagt upp störfum hér í stórum stíl, samt telja menn sig í stakk búna til að taka á móti hópi útlendinga. Það er nú ekki eins og hér sé eitthvað lítið af útlendingum fyrir, Pólverjar í öðru hvoru húsi. Ég hef persónulega ekkert á mót flóttafólki, var svona meira að spá í við hvað þetta fólk á að vinna ef það kemur, dóttir mín þarf að sækja vinnu með skóla og sumarvinnu til Reykjavíkur af þeirri einföldu ástæðu að hér er enga vinnu að fá.
![]() |
Sakar HB Granda um fantaskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er allt dýrt.
5.5.2008 | 21:22
Jamm nú er um að gera að finna upp á
góðum sparnaðarráðum, ég kann því miður
ekki mörg, öll verðum að borða, það er nokkuð
ljóst, þá er það kannski bara spurning
um hvað á að borða, kjöt er dýrt, grænmeti er dýrt,
fiskur er dýr, og hvað er þá eftir?
Grasið út í garði, best að senda liðið á beit eins og hverjar aðrar sauðkindur. Mér dettur barasta ekkert annað í hug, ég gleymdi
mjólkurvörunum en þær eru nottla líka rándýrar
![]() |
Vöruverð í lágvöruverslunum hækkar um 5-7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ömmustrákur
5.5.2008 | 21:14
Ein mynd af sætasta ömmustrák sem sögur fara af.
Litli snúllinn kemur í pössun eftir örfáa daga,
á meðan foreldrarnir skreppa til London.
Bara gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrikalegt.
5.5.2008 | 21:05
Hrikalegt hvað umferðaslys taka mörg ung mannslíf, hræðilegra en ég get komið orðum að, hins vegar sé ég ekki alveg fyrir mér hvernig myndi ganga að banna ungmennum að rúnta á nóttunni, ég tel vænlegra að leita annarra leiða til að stemma stigu við þessari ógn, mér dettur samt ekkert í hug í augnablikinu, stelpan mín er einmitt að læra á bíl og ég ó may God! Ég á pottþétt margar andvökunætur fyrir höndum.
![]() |
Íhuga að banna ungmennum að aka á nóttunni og um helgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er málið?
5.5.2008 | 20:21
Hvað er málið? Ef hann er hrifin af klæðskiptingum þá hlýtur það að vera ókey, maðurinn á rétt á einkalífi skyldi maður ætla, kannski langaði honum bara aðeins að smakka á kynbræðrum sínum, varla eins og það sé einhver nýlunda nú á tímum, hvers konar eiginlega meinbægni er þetta eiginlega? Aldrei friður til eins né neins, segist svo skammast sín alveg hroðalega....Bara til að friða aðdáendur sína, og jú einhverja fleiri líka svo sem..
![]() |
Ronaldo: Skammast mín hroðalega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég elska þennan.
5.5.2008 | 20:12
tröllin beinlínis lifna við á síðum
bókanna, mig hlakkar geggjað
til að lesa þessar fyrir litla
ömmusnúðinn minn,
vonandi verður hann jafn
mikill bókarormur og pabbi sinn.
Ég efast reyndar ekkert um það.

![]() |
Gaman að teikna tröll" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tignarfólk?
5.5.2008 | 17:15
Tignarfólk hvað? Jú ókey þau eru alveg hrikalega eðalborin, eða þannig sko. Annars finnst mér þau bara ósköp alþýðleg og vinaleg þessi hágöfugu hjón. Eða segir mann ekki yðar hágöfgi, eða yðar háæruverðuga..blablablagubbb
Mér finnst þetta eitthvað svo þreytt og slepjulegt, get bara ekki að því gert, hvað ætli þetta lið sé merkilegra en bara þú og ég? Alls ekki neitt sko skal ég segja ykkur, ég get ekki ýmindað mér að líf þeirra sé mjög skemmtilegt, þau eiga mína samúð, það getur ekki verið gaman fyrir þau að þurfa að bugta sig og beygja í sífellu, kannski allan liðlangan daginn...
Mikið svakalega er ég nú lukkuleg með að vera ekki eðalborin..
![]() |
Tignargestir á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meiri kjánarnir.
5.5.2008 | 17:04
Ætli þeim hafi ekki dottið í hug að á Íslandi væri nóga vinnu að hafa fyrir útlendinga.
![]() |
Gæsluvarðhald yfir stöðumælaþjófum staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kjánalegt.
4.5.2008 | 21:32

ég á cavalier hund og hann er svo heppin
að eiga mig fyrir mömmu þannig að hann
hefur blessunarlega sloppið við að
spranga um í kjánalegum hundafötum

![]() |
Mondex til í allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvíbent skilaboð.
4.5.2008 | 21:26
Einfaldast væri fyrir alla að það væri ekki leyfilegt að aka bíl eftir áfengisdrykkju, hvorki hófdrykkju né óhófsdrykkju.
Fólk bara vissi að ef það ætlaði sér að smakka vín, gæti það ekki ekið bifreið púntur.
![]() |
Lögreglumynd af Lohan notuð í auglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)