Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Ég stend með kennurum
7.5.2008 | 07:50
Þetta kemur örugglega verst niður á 10. bekkingum sem þurfa að taka samræmd próf, og eru náttla á leið í framhaldsskóla.
Annars stend ég með kennurum, það á að borga þeim mannsæmandi laun annað er óásættanlegt, þetta er einmitt fólkið sem sér um að mennta börnin okkar, við værum nú illa stödd ef engir væru kennararnir, en þetta er sama sagan og með heilbrigðisstéttirnar sem að mínu mati ættu að fá miklu hærri laun, þetta er sagan endalausa, stjórnvöld reyna allt til að halda þessum stéttum á allt of lágum launum. Enda er þeim fyrirmunað að forgangsraða á sanngjarnan og eðlilegan máta.
![]() |
Kennarar á Akranesi enn í yfirvinnubanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einn varð 150 ára.
7.5.2008 | 07:35
Er það ekki bara hið besta mál?
Það hefði ég nú haldið.

![]() |
Tvær íslenskar konur fagna aldarafmæli í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óhugnanleg refsing.
6.5.2008 | 21:37
Alltaf finnst mér jafn óhugnanlegt þegar svona refsingum er beitt,
mín persónulega skoðun er sú að ekki eigi að launa ofbeldi með ofbeldi.
Mér finnst einhvervegin að með því að drepa manninn jafnvel þó hann sé dæmdur morðingi sé nákvæmlega sami glæpurinn og hann var dæmdur fyrir.
![]() |
Fyrsta aftakan í sjö mánuði í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Göt út um allt
6.5.2008 | 21:19
Mikið lifandis skelfing er ég lukkuleg með að börnin mín eru ekkert í svona götunardæmi. Sjálf hef ég fengið heiftarlegar sýkingar í eyrnagötin, fyrst gerðum við vinkonurnar göt í hvor aðra með saumnál fyrir ansi hreint mörgum árum, þá gróf svo skuggalega í öllu saman að eyrun á mér löfðu niður á axlir, þannig að ég lét bara gróa fyrir götin í það skiptið. En þar sem ég var náttla þræll tískunnar linnti ég ekki látum fyrr en ég var búin að grafa upp einhverja norn sem tók að sér að gata eyru saklausra unglingsstúlkna, og ó may God! Hún vísaði mér inn á baðherbergi heimilisins og skipaði mér að setjast á klósettið, ég þorði ekki annað en að hlýða norninni en spurði samt hvort vinkona mín "sem kom með til að fá göt í sín eyru" mætti ekki vera hjá mér á meðan, en nei hún hélt nú ekki, hún varð að gjöra svo vel að bíða frammi á stigagangi þar til að henni kæmi.
Ekki entust nornargötin mikið lengur en hin, það kom bullandi sýking í draslið aftur. Svo lét ég einhvertíma gera göt í þriðja sinn og þau eru enn á sínum stað, man ekkert hver gerði þau.
![]() |
Húðgötun veldur áhyggjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímabært rannsóknarverkefni.
6.5.2008 | 14:31
Hvað ætli valdi þessu óeðli? Og ætli ofbeldishneigð manna sem misnota börn sé mikið frábrugðin ofbeldishneigð manna sem nauðga fullorðnum konum?
Ég tel að það sé löngu orðið tímabært að rannsaka þessa ónáttúru.
Það væri nær að setja peninga í þá rannsóknarvinnu heldur en til dæmis það sem fer í að grafa upp mörg hundruð ára gömul bein og annað frá fyrri öldum sem þjónar litlum tilgangi, nema þá þeim að skaffa fornleifafræðingum vinnu, þeir gætu þá gert eitthvað gagnlegra en að húka hálfir ofan í jörðinni með teskeiðar að vopni.
Ef farið yrði af fullum krafti í að rannsaka hvað veldur þessu ómannlega eðli, sem því miður virðist hrjá allt of marga, væri jafnvel hægt að fækka þeim, þetta er svo hrikalega mikið óeðli og eyðileggur líf svo margra að það hlýtur að vera rannsóknarvert, það hlýtur líka að vera réttlætanlegt að moka beinlínis peningum í svona rannsóknir, það finnst mér alla vega.
![]() |
Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dapurlegt.
6.5.2008 | 12:38
Dapurlegt er hvað almenningur er orðin freðin gagnvart ofbeldi,
mér finnst þetta samt alveg ótrúlega svæsið,
ég meina það er verið að nauðga konunni í viðurvist fjölda manns.
Hvað ætli sé langt í að svona lagað verði látið afskiptalaust
á Íslandi?
Kannski ekkert mjög langt, því miður.
![]() |
Nauðgað á götu í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sjarmatröll
6.5.2008 | 08:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo krúttleg.
6.5.2008 | 08:02
hún er líka svo ógislega skemmtileg
bæði í þáttunum og í alvörunni,
eða það held ég alla vega,
maður gerir sér svona hugmyndir
um persónur í uppáhalds þáttunum
sínum, og þær haldast þar til
annað kemur í ljós,
og ef mann heyrir eitthvað
neikvætt um þær, eins og til dæmis
að þær séu að drepast úr stjörnustælum
eða eitthvað þá náttla hrapa þær
hratt niður af stallinum.

![]() |
Allt í lagi að bíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo erum við að kvarta.
6.5.2008 | 07:50
Svo fá þær litla sem enga skólagöngu.
Þetta eru svo sannarlega hrikalega sorglegar og daprar fréttir, og svo ósangjarnt eitthvað. Það versta er að ekkert bendir til að ástandið sé eitthvað að fara að lagast.
![]() |
Ísland niður um eitt sæti á lista yfir stöðu mæðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta verður óhugnanlegra með degi hverjum.
6.5.2008 | 07:34
Hann hefur tæplega eitthvað út að gera,
hann er kannski hræddur við að ráðist verði
á sig, svona kúgarar eru oft á tíðum
skíthræddir við aðra en þá sem þeir
geta kúgað, vilja jafnvel sem minnst
samskipti hafa við fólk sem þeir
geta ekki haft undir.
Þetta verður sífellt óhugnanlegra
mál allt saman og svo ótrúlegt
í alla staði, manni verður ósjálfrátt
hugsað til þess hvort einhversstaðar
í heiminum sé fólk í sporum
fórnalamba þessa brjálæðings.
![]() |
Fritzl vill ekki fara úr fangaklefanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)