Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Almáttugur!

Almáttugur! Ótrúlegt hvað hægt er að
seilast langt í að afsaka gerðir sínar.
Hann virðist ekki alveg vera á því að
láta í minni pokann þessi kall,
það virðist ekki hvarfla að honum
í eitt augnablik að hann framdi
einn óhugnanlegasta glæp sögunnar,
maðurinn er ekkert smá steiktur í
sínum forljóta haus.
Honum virðist fyrirmunað að koma
auga á eitthvað glæpsamlegt við sína hegðun.
Svei mér þá! Hvað á eiginlega að gera við svona einstaklinga?

mbl.is Fritzl varpar sök á nasistana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi sleppa þeir honum aldrei.

Frábært að búið sé að góma þennan níðing og vonandi sleppa þeir honum aldrei aftur út í samfélagið.
Að mér setur alltaf ólýsanlegan hroll þegar ég sé myndir af mönnum sem níðast á börnum. Það er varla að maður opni dagblað án þess að lesa um menn af þessu tagi, menn sem eru haldnir þessari viðurstiggilegu ónáttúru. Persónulega finnst mér að myndbirtingar eigi fullan rétt á sér, það er að segja eftir að búið er að dæma í málunum.

mbl.is Meintur barnaníðingur handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuss og svei.

Þurfum við eitthvað að vera að hampa tengslum okkar við Dani? Voru þau svona merkileg?
Mér finnst alltaf þegar ég les um það tímabil í sögunni að þeir hafi kúgað okkur og litið niður okkur molbúana, kannski er það bara ég.
Svo skil ég ekki þetta kónga snobb, mér finnst það löngu úrelt fyrirbæri, að hugsa sér að eitthvað lið sem telur sig yfir aðra hafið skuli þiggja glás af peningum frá löndum sínum til þess að geta lifað í vellystingum, bruðlað á alla kanta og þurfa aldrei að stinga sínum eðalbornu höndum í kalt vatn.

mbl.is „Friðrik og Mary skemmtileg og frjálsleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt mál.

Ég verð nú að segja að mér finnst þetta afskaplega sorglegt mál í alla staði, ef að ferðaþreytu og hitabreytingum er um að kenna hefði það þá ekki komið fram í blóðprufunni? Það er að segja ef þau voru ekki búin að vera að drekka mikið magn af áfengi þá sæist það náttla í blóðinu. Nú ef einhver hefði laumað ólyfjan í glös fólksins þá sæist það líka í blóðinu, líka soldið langsótt, hver hefði svo sem átt að hagnast eitthvað á því?
Líklegast er blessað fólkið í afneitun á eigin vanda, og þau eru svo sannarlega ekki ein um það, það er einmitt svo sorglegt þegar fólk er í svona mikilli afneitun vegna þess að þá er ógerningur að hjálpa þeim, ég er ekki að fullyrða eitt né neitt, þetta er bara það sem mér finnst líklegasta orsökin fyrir óförum þessarar fjölskyldu. Svo eru það alltaf blessuð börnin sem verða verst úti í svona málum, það er alveg á kristal tæru.

mbl.is Hegðun breskra ferðamanna gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna!

Ja hérna hér! Gæti ég öskrað? Já það gæti ég svo sannarlega, það er með ólíkindum hvað hægt er að níðast endalaust á minnihlutahópum í þessu landi. Hvernig er hægt að kaupa eitthvað annað en brýnustu nauðsynjar fyrir hundrað og tuttugu þúsund krónur á mánuði?
Það dugar ekki einu sinni fyrir grunnþörfum, hvað þá einhverju öðru, þessir plebbar sem setja þessar kröfur á fatlaða einstaklinga ættu að prufa sjálfir að komast af með þá upphæð sem þeir af rausnarskap sínum skammta öðrum. Mér finnst þetta kerfi okkar orðið svo dauðrotið og ómanneskjulegt í alla staði, markmiðið virðist vera að breikka bilið sem allra mest á milli fátækra of forríkra.


mbl.is Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara leggja bílunum.

Jæja er ekki bara komið gott, það finnst mér,
svo frá og með þessari stundu mun ég
leggja mínum eðalvagni snyrtilega í innkeyrsluna
og ekki hreyfa hann framar, aldrei, aldrei, aldrei.
Ég verð bara að fá mér eitthvað annað farartæki
til að koma mér á milli staða.
Ég á náttla hjól, en það er bilað af því að ég
kem því ekki í bílinn minn, þannig að ég kemst ekki með það í viðgerð,
ekki nenni ég að labba með það.
Ætli ég verði þá ekki að hætta við að leggja
bílnum í bili, bensínið er svona eins og sígaretturnar,
en þegar að ég reykti átti ég alltaf fyrir sígó,
það sama má segja um bensínið, þó mann sé blankur á maður einhvernvegin alltaf fyrir rándýru bensíni.

mbl.is Bensínið hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grimmd.

Hvernig og í ósköpunum getur þessum harðstjórum verið stætt á því að neita deyjandi fólkinu um hjálp?
Mér finnst algjörlega óskiljanlegt að ekki
sé hægt að leggja pólitíkina á hilluna og bjarga 
þeim sem enn er hægt að bjarga.
Mannskepnan er svo sannarlega grimmasta og
því miður klókasta skepna jarðarinnar. 


mbl.is Matvælasendingar hindraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott framtak.

Rosalega líst mér vel á þetta, frábært fyrir fangana að geta stundað AA fundi og verið í prógrami, svona á einfaldlega að gera hlutina, hjálpa föngunum að öðlast heilbrigt líf sem gerir þá að betri mönnum.
Það er ekki spurning að meðferð á rétt á sér innan veggja fangelsanna, allt sem þarf er vilji. Framfarir eru fólgnar í jákvæðum málamiðlunum, og þetta finnst mér vera mjög svo jákvætt bæði hjá stjórnendum og þeim föngum sem vilja þiggja þessa aðstoð.

Ég er sannfærð um að ekki er til betra meðal en sporin tólf fyrir fanga,
þeim er nauðsynlegt að læra af mistökum sínum "eins og öllum öðrum" og að sýna auðmýkt, jafnvel þó það geti reynst sársaukafullt.
Það er ekki til nein allsherjarlausn við fíknisjúkdómum, en hluti af lausninni er samt sem áður fólgin í stöðugri viðleitni við að iðka öll 12 reynslusporin.

Allir sem hafa kynnst alkahólisma og hvers kyns fíknisjúkdómum vita að enginn ánetjaður fíkill eða alkahólisti getur hætt að drekka eða nota til frambúðar nema að gagngerð breyting verði á persónuleika hans.


mbl.is Fangar snúa við blaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ooooo!

Oooo! Ég sem er búin að týna ÖLLUM demantahnullungunum sem hinir og þessir dúddar hafa gaukað að mér í gegnum tíðina.
Ég held svei mér þá að vitleysisgangi mannfólksins séu engin takmörk sett, hver vill eiginlega eiga einhvern skartgrip sem hefur valdið einhverri bláókunnri manneskju ómældum raunum?
Þetta lið er pottþétt ekki á höttunum eftir happagripum.


mbl.is Skilnaðardemantar til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gas, gas, gas!

Þeir spara örugglega ekki gasið á þennan, það er að segja ef þeir ná honum sem ég er alls ekki viss um. Það er eins og verið sé að elta fjöldamorðingja, mér segir svo hugur að hér sé á ferðinni ógæfusamur fíkniefnineytandi sem hefur vantað skammtinn sinn.
mbl.is Leitað að bankaræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband