Flott framtak.

Rosalega líst mér vel á þetta, frábært fyrir fangana að geta stundað AA fundi og verið í prógrami, svona á einfaldlega að gera hlutina, hjálpa föngunum að öðlast heilbrigt líf sem gerir þá að betri mönnum.
Það er ekki spurning að meðferð á rétt á sér innan veggja fangelsanna, allt sem þarf er vilji. Framfarir eru fólgnar í jákvæðum málamiðlunum, og þetta finnst mér vera mjög svo jákvætt bæði hjá stjórnendum og þeim föngum sem vilja þiggja þessa aðstoð.

Ég er sannfærð um að ekki er til betra meðal en sporin tólf fyrir fanga,
þeim er nauðsynlegt að læra af mistökum sínum "eins og öllum öðrum" og að sýna auðmýkt, jafnvel þó það geti reynst sársaukafullt.
Það er ekki til nein allsherjarlausn við fíknisjúkdómum, en hluti af lausninni er samt sem áður fólgin í stöðugri viðleitni við að iðka öll 12 reynslusporin.

Allir sem hafa kynnst alkahólisma og hvers kyns fíknisjúkdómum vita að enginn ánetjaður fíkill eða alkahólisti getur hætt að drekka eða nota til frambúðar nema að gagngerð breyting verði á persónuleika hans.


mbl.is Fangar snúa við blaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta er undursamlegt framtak hjá þeim ágætu aðilum, sem stuðluðu að því, að þessi

tilraun var gerð. Einnig er gott til þess að vita, að þeir vinirnir, Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson, samfokksmenn og samráðherrar geta unnið svona vel saman að málum,sem

horfa til heilla bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Við verðum að hvetja þá og fleiri ráðamenn, til að áframhald verði á þessarri merku tilraun.Svona verkefni mætti gjarnan

flytja út á landsbyggðina, þar sem auðveldara yrði betra sðgengi að venjulegu fólki og líka að Guðs grænni náttúrunni.

Með kveðju frá Vesturbæ Fjallabyggðar, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 10.5.2008 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband