Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Hrikaleg mannvonska.
11.5.2008 | 23:21
Það er ekki nóg að hræðilegar náttúruhamfarir hafi dunið á íbúum Búrma heldur er þeim líka neitað um aðstoð.
Grimmd herforingjastjórnarinnar er svo forkastanleg að maður veit ekki hvað maður á segja.
Mér finnst þessi hegðun einhvernvegin vera langt fyrir utan mannlegt eðli.
Fólk þarna er í bráðri lífshættu, og örugglega er enn hægt að bjarga mörgum ef ekki væri fyrir þessa hryllilegu stjórn. Ég held að heimurinn verði að gera eitthvað rótækt, það er ekki hægt að horfa aðgerðalaus upp á fólkið deyja, hjálparstarfsmenn verða að komast inn í landið til að aðstoða fárveikt fólkið, en hvernig? Því miður hef ég ekki svarið, en er ekki hægt að yfirbuga þessa andskotans stjórn?
Sjálfsagt er það erfitt og ekki hægt án þess að auka enn frekar á eymd vesalings fólksins, ég get ekki ýmindað mér hörmungarnar sem þarna eru að eiga sér stað, jafnvel þó ég fylgist með fréttum um ástandið þá er þetta svo fjarlægt, að það skuli vera til svona mikil mannvonska finnst mér yfirgengilega sorglegt.
Það er aðeins eitt sem ég get gert og það er að biðja fyrir fólkinu sem þarf að þola þessar hrikalegu hörmungar. Það ætla ég líka að gera.
Ég get ekki ýmindað mér þann skelfilega sársauka sem þau þurfa að ganga í gegn um, ég get hugsað hlýtt til þeirra og beðið algóðan Guð að vernda þau.
Vonandi geta þjóðir heimsins með einhverju móti þrýst á stjórnvöld í Búrma til að hleypa hjálparstarfsmönnum inn í landið, helst strax.
![]() |
1,5 milljón manna í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert má nú!
11.5.2008 | 15:21
Og svo þarf mann endilega að hafa Górilluna sína framm í, eins og hún er annars plássfrek, hlussan sú.
Ekki má maður heldur hafa flóðhest fyrir gæludýr, ógislega ósanngjarnt.
Fáránlegt að þurfa að hafa fíla í bandi, ef fólki dettur í hug að viðra litlu fílana sína.
En það sem algjörlega toppar frekju yfirvalda í fyrirheitna landinu, er náttla það yfirgengilega tillitsleysi sem ljónaeigendum er sýnt, hvaða rök skyldu vera við því að mega ekki taka ljónið sitt með í bíó.
Heppin er ég að búa ekki í Ameríku.
![]() |
Górillur þurfa að sitja í framsæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin á ról.
11.5.2008 | 15:08
Þannig að eftir allt saman er ég steinhætt við að afneita ungunum mínum, strákarnir mættu samt taka sig á, það er 1-0 fyrir dömunni.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mæðradagurinn!
11.5.2008 | 10:35
Ég held barasta að ég afneiti mínum afkvæmum frá og með þessum mæðradegi, hér ligg ég alein upp í mínu yndislega rúmi, ekki kannski alveg ein, ég er náttla með tölvuna og útvarpið þar sem Valdís auglýsir blóm hægri, vinstri.
Hvað hefur eiginlega klikkað í uppeldi þessara barna minna?
Ég sem var vöknuð fyrir allar aldir, bjóst náttla við kaffi og með því upp í rúm, en váááá

Ég hef ákveðið að hreyfa mig ekki hænufet úr bælinu fyrr en ég hef fengið kaffi, köku og blóm......Best að halda áfram að sofa

Verst að börnin mín lesa ekki bloggið mitt, þannig kannski vita þau ekkert hvaða DAGUR er í dag.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gillzinn bara alveg brjál!
11.5.2008 | 10:12
Já það er bara allt komið á annan endann út af Gillzanum, ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega hálf skoðunarlaus í sambandi við þessa Eurokeppni. Samt finnst mér lagið heyheyhohoj eða hvað það nú heitir ekki verra en hvað annað, Merzedes Club bandið finnst mér vera svona týbýskt smápíku-band, ef ég væri 12- 13 ára skutla væri ég örrugglega í klappliði Gillz.
Regína er flott og Strákurinn svo sem líka"man ekki alveg nafnið hans"
Lagið er líka alveg frambærilegt fyrir þessa keppni, kannski maður horfi á herlegheitin í ár, á samt ekki von á að ég endist lengi
![]() |
Skilja ekki Júróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krútt!
10.5.2008 | 15:03
og ekki er feimnin eitthvað að þvælast fyrir honum.
Hann á kannski eftir að feta í fótspor Bítlanna, hver veit?
![]() |
Fjögurra ára Bítlaaðdáandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fangi í eigin líkama.
9.5.2008 | 23:19
Maður drepur eiginkonu sína, fær lífstíðarfangelsisdóm og fattar þá allt í einu að hann er fangi í eigin líkama, og nú vill hann bara fá að skreppa aðeins frá og skella sér í kynskiptiaðgerð. Samt er gaurinn dæmdur til að eyða því sem eftir er af ævinni í steininum.
Skiptir varla höfuðmáli hvort hann lætur sneiða af sér tippið eður ey, tæplega notar hann það til annars en að pissa með því úr því hann þarf hvort sem er að dúsa í fangelsinu um ókomna tíð.
Ennn hvað veit ég svo sem, kannski getur hann haft heilmikil not fyrir að láta einmitt skera það af...
![]() |
Andmælir kynskiptiaðgerð fanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ein sæt mynd.
9.5.2008 | 23:02
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Syndaselur.
9.5.2008 | 13:44
Þó það sé ekki beint margt sem bendi til þess,
hann virðist vera algjörlega laus við allt
sem heitir samviska þessi útþvældi syndaselur.
Ég ætla rétt að vona að hann reyni ekki að
frelsa samfanga sína, svona aðallega hans vegna.
Varla vinsæll maður hann Guðmundur,
hvorki í fangelsum né annars staðar.
![]() |
Ósáttur við dóminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott að þeir náðu þeim loksins!
9.5.2008 | 13:34

En jú, það tók þá tímann, enda ekki vanir harðsvíruðu bankaræningjum, sem betur fer náttla.
Efast um að ræninginn hafi verið mjög forhertur, minnti mig eiginlega á slánalegan ungling, en hvað veit ég svo sem um þetta mál?
Nákvæmlega ekki neitt...

Ég fékk nettan kjánahroll við tilhugsunina um sérsveitina að störfum

Ekki fallega hugsað hjá minns, ég veit, ég veit.
![]() |
Tveir yfirheyrðir vegna bankaráns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)