Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Má ekki missa af þessari.
2.5.2008 | 23:44
![]() |
Skiptir 81 sinni um föt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Minnir mig á!
2.5.2008 | 21:53
Je minn eini! Minnir mig á dulítið, ég læt hugann reika ein 26-27 ár aftur í tímann. Já þá mér sem sagt boðið í trúlofunarveislu hjá ónefndu pari, ég nottla klæddi mig upp í mitt fínasta púss eins og lög gera ráð fyrir, svo var skundað af stað í veisluna "miklu" Ég hafði lítillega kynnst umræddu pari þar sem daman var nátengd mínum fyrrverandi svo ég vissi svo sem alveg að hún gat látið í sér heyra ef henni mislíkaði eitthvað.
Það sem ég vissi ekki var að manneskjan var með krafta í kögglum, beittar neglur og sterkar tennur, sem hún hikaði ekki við að beita á sinn heittelskaða og aðra veislugesti.
Eitthvað fannst mér strákræfilinn fá slæma útreið hjá kærustunni og hjá mér vaknaði einhver verndartifinning, svo ég skutlaði mér á skvísuna þar sem hún hafði náð föstu taki með sínum sterku tönnum á eyra stráksins, ég hefði nú betur látið það vera, stelpuvargurinn beið ekki boðanna heldur réðist að mér og hnoðaði mér saman, æddi svo eins og andskotinn sjálfur fram á dyrapall með mig í fanginu og bara henti mér fram af eins og um kartöflupoka hefði verið að ræða, ég þarf vart að taka það fram að ég var blá og marin um allan skrokk, gekk haltrandi um og öll í keng í einhverja daga á eftir. Það voru fleiri en ég og kærastinn sem fengum að finna fyrir skapillsku fraukunnar þetta kvöld, enda var þessi veisla fræg og lengi í minnum höfð.
Svo var það einn daginn svona einu ári síðar að ég fékk bréf í pósti, afskaplega fallega skrautskrifað boðskort í BRÚÐKAUP turdidúfnanna, ég þurfti ekki að hugsa mig um einu sinni áður en ég afþakkaði gott boð.
![]() |
Brúðkaupsveislan endaði með slagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Net-klám fíkn
2.5.2008 | 21:11
Grey kallin samt, honum getur varla verið sjálfrátt.
![]() |
Horfði 780 þúsund sinnum á klám í vinnunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Efla eftirlit.
2.5.2008 | 21:01
![]() |
Norsk kona eignaðist þrjú börn með föður sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki vissi ég þetta.
1.5.2008 | 10:16
ekki vissi ég að íslendingur hefði farið í geimferð.
En maður er alltaf að læra eitthvað nýtt,
ég skil reyndar ekki að menn skuli hafa áhuga
á að láta skjóta sér eitthvert út í buskann,
fæ bara hroll við tilhugsunina, það er eitthvað svo krípí við svona geimdótarí, finnst mér sko.

![]() |
Bjarni sest í helgan stein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri borgarar eiga að ráða þessu sjálfir.
1.5.2008 | 10:08
Mér finnst það nú bara sjálfsögð mannréttindi, ég sé heldur ekki gróðann í því að þvinga fólk inn á stofnun, auðvitað er fullt af fólki sem er of mikið veikt og getur engan vegin séð um sig sjálft og verður af þeim sökum að dvelja á öldrunarstofnunum.
En það er líka fullt af fólki sem getur séð um sig með einhverri aðstoð,
sumir eru því miður einstæðingar og þurfa kannski aðallega félagsskap og jafnvel aðstoð með þrif og eitthvað slíkt, þetta fólk vill samt umfram allt fá að vera heima hjá sér á meðan að það getur og ætti að sjálfsögðu ekki að neyðast til að fara á stofnun, aðrir vilja frekar vera á elliheimili heldur einir heima, það er auðvitað misjafnt kvað fólk kýs mikinn félagsskap og það er sjálfsögð krafa að fólk ráði sjálft hvort það vill fara eða vera,
eldri borgarar eiga að njóta nákvæmlega sömu réttinda og allir aðrir í þjóðfélaginu.
![]() |
Fara afi og amma of snemma á heimili? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Húrra fyrir þeim.
1.5.2008 | 09:45
Húrra fyrir hjúkrunarfræðingum að standa saman,
og frábært að þeir hafi ekki neyðst til að stöðva vinnu
til að ná fram sínum kröfum.
Það er til skammar hvernig búið er að heilbrigðistéttum
á Íslandi og svo sannarlega tími til komið að hlustað sé á þá.
![]() |
Vaktakerfið dregið til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannskaðadagur.
1.5.2008 | 09:36
Gleðilegan 1. maí. Eða segir maður það ekki annars?
Þetta er svo sem ekki neinn frídagur lengur, verslunarfólk á varla frí frekar en aðra daga, reyndar eru allar Bónus verslanirnar lokaðar í dag og er það til fyrirmyndar að mínu mati.
Ég átti ekki frí, þurfti að fara að bera út eldsnemma í morgun, sem er svo sem ekkert til að kvarta yfir enda er þetta mín daglega líkamsrækt, ég er líka orðin háð þessari hreyfingu, ég er eitthvað svo agalaus að ég verð að þurfa að fara af stað, annars myndi ég sko bara fara í 20 stiga hita og sól, sem sagt aldrei"
Ég var að glugga í bókina Dagar Íslands, og fletti upp á 1. Maí.
Árið 1615 Áttatíu manns fórust með þrettán skipum í aftakaveðri á Breiðafirði.
Árið 1897 Ofsaveður á norðan með hríð og frosti hófst þennan dag og hélst í nokkra daga. Í veðrinu fórust fimm skip með 54 mönnum. Flestir voru þeir frá Eyjafirði og Patreksfirði.
1922 Strandferðaskipið Sterling strandaði utan við Brimnes í mynni Seyðisfjarðar. Mannbjörg varð. Sterling var fyrsta strandferðaskip í eigu ríkisins.
1965 Þyrla sem var á leið frá Hvalfirði til Keflavíkurflugvallar fórst við Kúagerði, sunnan Hafnafjarðar, og með henni fimm menn, þar á meðal æðstu menn varnarliðsins, þetta var fyrsta þyrluslysið hér á landi þar sem manntjón varð.
Mér fannst þetta soldið merkilegt, öll þessi slys á 1. Maí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)