Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Tvö tonn af
28.9.2007 | 00:58
Áætlað er að íslenskir fíkniefnaneitendur noti tæp tvö tonn af fíkniefnum árlega Að hugsa sér þetta eru óhugnanlegar tölur, á síðasta ári greindust 44 ný tilfelli af lifrabólgu c á Vogi, þetta er BARA hræðilegt. Sókn í örvandi vímuefni fer vaxandi, amfetamín og kókaín er mjög vinsælt í dag, kókaín er ekki lengur lúxus. En hvað um það, þó að fíkniefnadómar hafi verið þyngdir eru þeir ekki nema í kringum 4 ár. Mér finnst það allt of vægir dómar, ég held svei mér þá að Ísland sé paradís fyrir forherta glæpamenn, hvort sem um er að ræða barnaníðinga, nauðgara eða fíkniefnasala.
Jæja ég býð góða nótt
Gangið í Guðs friði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt og ekkert
24.9.2007 | 00:23
Ég ætla að bulla eitthvað smá núna, veit bara ekkert hvað ég ætti svo sem að blogga um, stundum er ég svoyfirgengilega andlaus sko veðrið er náttla alveg brjálað, rok og læti. Ég get altént velt mér upp úr fréttum helgarinnar, sérsveitin ku hafa sektað 26 djammara fyrir að skvetta úr skinnsokknum nú eða skjóðunni eftir því hvort kynið hefur átt í hlut.
Svo er líka voða gaman að velta sér upp úr ríka og fræga fólkinu, Clooney rifbeinsbrotnaði,Noel Gallagher eignaðist barn,Lohan er hjónadjöfull, Timberlake opnar sig um Britney. Demi More hefur eitt 28 miljónum í lítalækningar og svona mætti lengi halda áfram, en svona í alvöru hverjum er ekki fjandas sama, alla vega gæti mér ekki verið meira sama.
Góða nótt ég ætla að skríða í koju
Knús á ykkur öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sölumenn dauðans
22.9.2007 | 23:19
Húrra fyrir löggæslunni! 46 kíló af svo til hreinu amfetamíni, hvorki meira né minna. Lögreglan á svo sannarlega hrós skilið fyrir að hindra að þetta ógeð kæmist á götuna, Amfetamín er eins og flestir vita skráð lyf, notkun þess hefur þó snarminnkað sem betur fer, lyfið er mjög ávanabindandi og þar af leiðandi mynda neitendur fljótt þol og þurfa sífelt meira og meira af efninu. Magnið sem fannst í skútunni hefði nægt til að svara löglegri eftirspurn í nærri hálfa öld, aftur á móti hefði efnið ekki dugað nema í hálft ár á götunni.
Svo vona ég bara að yfirvaldið haldi áfram á sömu braut, nái að stöðva sölumenn dauðans í tæka tíð. Það eru allt of margir að drepa sjálfa sig og aðra þarna úti með andsskotans fíkniefnum.
Ég sendi kveðju út í nóttina, og bið Guð að vaka yfir öllum þeim sem eru úti og þjást af völdum áfengis og fíkniefna, þeir eru því miður allt of margir.
Góða nótt Knús á alla
Ég leitast við að vera hamingjusöm, glöð, og frjáls
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnaníðingar
20.9.2007 | 01:50
Eru virkilega engin takmörk fyrir ólögum í þesssu landi okkar? Ég var að horfa á kompásþáttinn og er bæði sár og reið. Af hverju og í ósköpunum er lögunum ekki breytt nú þegar? Mér finnst gjörsamlega óverjandi að grunaður barnaníðingur skuli verja aðra grunaða barnaníðinga og að þessi Róbert skuli hafa lögmannaleyfi Það eru allir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð, ég er alveg með það á hreinu. Aftur á móti skildist mér að lögmaðurinn hafi viðurkennt að hafa verið í kynferðissambandi við stúlkur langt undir lögaldri, að hans eigin sögn voru þær nebbla til í tuskið, já já einmitt! Þær hafa ábyggilega verið svona yfir sig skotnar í karluglunni, ekki mjög trúverðugt verð ég að segja. Og til að toppa sitt eigið siðleysi sér hann ekkert athugavert við samband 59 ára skjólsæðing síns við 14 ára stúlku, þetta var nú aðalega vinskapur, þau sváfu ekki svo oft saman, er ekki allt í lagi upp í hausnum á félögum hans í lögmannafélaginu eða æðstu ráðamönnum þessarar þjóðar, því og í ósköpunum setja þeir ekki nýjar reglur og svifta mannfýluna lögmannaleyfinu á meðan að á rannsókn málsins stendur? Arg....
Skyldi það aldrey hafa kvarlað að þeim sem valdið hafa til að breyta svona ruglu lögum að í skugganum sitja fórnalömbin, litlar stúlkur og litlir drengir sem eiga eftir að lifa í ángist og kvíða, jafnvel allt sitt líf. Þeir eru búnir að ræna þau barnæskunni og sakleysinu, þeir eru búnir að setja ljót ör í litlar barnssálir sem aldrey hverfa.
Ég legg mig fram um að bera ekki hatur til nokkurar manneskju, reyni fremur að varðveita kærleiksneistann því án kærleikans kemst ég ekki langt. Samt sem áður er mín skoðun sú að dæmdir barnaníðingar eigi ekki að ganga lausir, þá meina ég ALDREY, þessir menn hljóta að vera alvarlega sjúkir og að mínu mati algjörlega óhæfir til að vera út í þjóðfélaginu, það þarf að vera til staður þar sem þeir gætu verið innilokaðir til æviloka.
Ég hvet alla til að vera vakandi gagnvart sálarmorðingjunum og láta yfirvöld vita ef grunur vaknar um misnotkun á börnum.
Svo býð ég góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Andvökunótt
19.9.2007 | 03:22
Púff! Hér sit ég og klóra mér, get ekki með nokkru móti sofið fyrir þessum ands......kláða og ennþá 6 dagar í næstu sprautur, eða eitthvað veit svo sem ekkert hvað doksi gerir við mig næst. Ég veit bara að þetta að þetta kvikindislega exem er á góðri leið að gera mig endanlega geggjaða Það er nákvæmlega sama hvað ég reyni til að milda þetta ástand, þá dugar alls ekkert, sterakremin æsa upp kláðann og önnur krem gagnast ekki neitt, nú er ég að reyna að svæfa hann með vetnisperoxíð en það er ekki að virka heldur, enda bara óskhyggja eða sjálfssefjun í örvæntingarfullri viðleitni minni að sigrast á þessum fjára. Ég finn ekki einu sinni fyrir sársauka þó að blóðið streymi niður handleggina mína, kláðinn hertekur mig algjörlega
Þá er ég búin að væla nóg að sinni og ætla að gera heiðalega tilraun til að sofna, það er nú samt þannig að um leið og ég leggst út af verður kláðinn svo yfirþirmandi að ég helst ekki við liggjandi í rúminu. Verð samt að reyna meira og meira og meira. Ömmukrúttið mitt kemur í pössun á morgun svo það er eins gott að vera ekki eins og freðísa í fyrramálið.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Plott og siðleysi
16.9.2007 | 23:46
Mig langar aðeins til að tjá mig um apóteksmál okkar Skagamanna. Við höfum fram að þessu þurft að búa við einokun þar sem hér var einungis eitt apótek, en til allrar hamingju ekki lengur. Lyf og Heilsa sem hefur þjónað okkur hér (áður Akranesapótek) hefur ekki verið til fyrirmyndar svo vægt sé til orða tekið. Nú veit ég um marga skagamenn sem hafa verslað sín lyf í Reykjavík og einnig hafa bæði eldri borgarar og öryrkjar fengið sín lyf send heim að dyrum frá Reykjavík sér að kostnaðarlausu. Þeir sem hér hafa ráðið ríkjum fram að þessu hafa ekki séð ástæðu til að bjóða upp á slíka þjónustu. Aftur á móti býður Apótek Vesturlands (nýja apótekið okkar) upp á umrædda þjónustu. Það sem þessi tvö apótek eiga sameiginlegt er ekki margt, fyrir utan að þau selja jú sömu vöruna. Þjónustan í Lyfjum og Heilsu hefur bæði verið léleg lágkúruleg að mínu mati og margra annara. Mér hefur alltaf fundist apótekarinn brjóstumkennilega drýldinn á svipinn, svona eins og hann hafi gert í buxurnar og fyndi lyktina sjálfur.
Aftur á móti finnst mér apótekarinn í nýja apótekinu einstaklega almennilegur og leggja sig allan fram um að þjónusta sína kúnna eins vel og hægt er. Fyrir utan verðið sem er miklu lægra í því nýja, eitt lítið dæmi, ég er þræll nikótínlyfja og á einum stórum pakka af nikótíntyggjói munar hvorki meira né minna en 2000 kr, það er heilum 2000 kr ódýrara í nýja apótekinu heldur en því gamla. Allt í einu eru lyfin að lækka hjá Lyfjum og Heilsu hér á Akranesi, ég ætla rétt að vona að fólk sjái í gegn um þennan skrípaleik og ógeðfeldu hræsni. Enda hef ég enga ástæðu til að ætla að Skagamenn séu heimskari en fólk almennt og hef fulla trú að þeir átti sig á plottinu. Í mínum huga er framkoma þessara einstaklinga (hjá Lyfjum og Heilsu) ekkert annað en syðleysi á hæsta stigi, að þeir skuli ekki þora út í eðlilega smkeppni lýsir best hversu óheiðarlegir og siðspilltir þeir eru.Mín skoðun er sú að fyrst þeir þora ekki í heiðarlega samkeppni þá hafi þeir bara ekkert hér að gera, og hana nú.
Jæja þá er ég búin að pústa aðeins, ég gæti farið miklu nánar út í mínar meiningar en nenni því ekki, held að allir skilji hvað ég er að fara.
Góða nótt og sofið rótt elskurnar mínar
Nú ætla ég að fara að lúlla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pissudúkkur
16.9.2007 | 13:40
Asskoti held ég að það sé súrt að hafa hlotið stranga þjálfun sérsveitamanns og draum um að slá í gegn sem slíkur, en fá svo það hlutverk eitt að elta uppi ótýndar pissudúkkur heilu og hálfu næturnar. Þeir koma sennilega næst með sérþjálfaða hunda til að þefa uppi forherta fretnagla, ekki yrði ég hissa. Persónulega finst mér hlandlykt vond, en halló! ég nenni nú ekki að velta mér mikið upp úr svona lágkúru. Á meðan að ofbeldi eykst, fólki er misþyrmt og konum nauðgað á hrottalegan hátt dunda laganna verðir sér við að pissa í skóinn sinn.
Annað var það ekki að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kósý kvöld
16.9.2007 | 01:49
Ég átti mjög svo kósý kvöld í kvöld Medium nautavöðvi nammi namm, mín yndislegu börn, barnabarn tengdabarn og eiginmaður sátum við kertaljós og snæddum sem sé naut með öllu tilheirandi sem eiginmaðurinn eldaði, út af því að hann er miklu flinkari að sansa naut heldur en ég. Svo bara almennt appslevelsi út kvöldið
Ég er eitthvað hrikalega löt við skriftir þessa dagana eins og sést, svo er ég líka búin að vera frekar lasin, sóragigtin alveg í essinu sínu um þessar mundir Það styttist í næstu læknisskoðun og bind ég vonir við að eitthvað sé máske hægt að gera við t.d. mína veiku löpp. Annars allt í góðum gír best að pilla sig í bælið og horfa á eina mynd eða svo.
Góða nótt og sofið rótt. Gangið hægt inn um gleðinnar dyr elskurnar mínar. kærleiksknús á liðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Betlarar
12.9.2007 | 22:19
Rosalega lýst mér vel á að Geir Jón fjölmenni með trúbræður sína í miðbæinn um helgar, ekki væri slakara ef hann fengi trúbadorinn og betlarana á Ómega með í för. Eiríkur og Laufdalinn yrðu í broddi fylkingar og miðbærinn myndi þagna með það sama, flestir hávaðaseggirnir tækju til fótanna og þeir sem ekki hefðu vit á að forða sér í tæka tíð, dyttu niður dauðir úr leiðindum. Mín skoðun er sú að Eiríkur sé ekki bara leiðinlegur, heldur gæti hann auðveldlega orðið landsliðsmaður í leiðindum ef slíkt lið væri til. Aftur á móti finnst mér Laufdalinn svo yfirgengilega væminn, spjátrungslegur og gjörsamlega laus við persónutöfra, en þeir eiga svo sannarlega ekki í vandræðum með að tala, mala þindarlaust hvor í kapp við annan. Líflegir hálskirtlarnir í þessum mönnum.
Svo myndu lögreglulaunin að sjálfsögðu renna óskert til betlaranna á Omega þannig væri þeim sem hafa gaman af að horfa á umrædda sjónvarpsstöð hlíft við sífelldum sníkjunum í þessum annars hástemmdu höfðingjum.
Það er örugglega ekkert svo slæmt, að þessir menn geti ekki læknað það með kraftaverki.
Góða nótt og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snilldarleikur
11.9.2007 | 00:41
Í gærkveldi brugðum við undir okkur betri fætinum, ég Stulli og Auður systir og skruppum í Borganes til að sjá einleikinn um Egils sögu með Benidikt Erlingssyni. Og þvílík snilld, maðurinn býr yfir ótrúlegri málsnilld, hann er í einu orði sagt snillingur. Það er alveg magnað hvernig hann persónugerir þessa morðóðu og kolgeggjuðu forfeður okkar. Það var reyndar soldið skondið að sitja upp á baðstofuloftinu í Landnámsetrinu í Borgarnesinu, en mjög gaman, nándin var líka svo mikil þetta er eitthvað svo pínulítið herbergi. Samt sem áður voru 50 manns þar samankomin og fór vel um alla. Alveg ***** stjörnu stikki og vel það. Næst verður farið í Borgarleikhúsið á Ladda hinn eina og sanna.
Ég ætla að ´koma mér í koju núna og bjóða góða nótt.
Kærleiksknús á ykkur
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)