Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Kærleikur

Því ekki að vera bjrtsýn í lífinu, búast ávallt við hinu besta, finna ávallt það besta og skapa ávallt það besta? Bjartsýni gefur okkur kraft, svartsýni leiðir til veikleika og ósigurs. Þegar viðhorf okkar til lífsins er bjartsýnt örvum við alla í kringum okkur, gefum öðrum von, traust og trú á lífið. Alltaf er til von í lífinu, jafnvel þó hún sé aðeins örlítill flöktandi neisti til að byrja með, þegar hlúð er að litla neistanum með kærleika mun hann stækka og stækka uns hann verður að loga. Þessi logi er óslökkvandi og eilífur. Strax og kveikt hefur verið á honum mun ekkert geta hindrað að hann dreifist.InLove 

Sunnudagur er góður eins og aðrir dagar, ef við ákeðum að hann verði góður, þetta er allt svo mikið spurning um hugarfar,af hverju ættum við að rífa okkur niður fyrir það sem virðist vera misbrestir, mistök, gallar og annmarkar? Því ekki að snúa veikleika í styrk, göllum og annmörkum í kosti, með því að birta það jákvæða í lífinu í stað þess að dvelja við það neikvæða. Það er eitthvað svo mikil neikvæðni allstaðar, maður flettir ekki dagblaði eða horfir á fréttir öðruvísi en að mæta þar böli og leiðindum. Ég hef fengið nokkuð stóran skamt af sorg og vonbrigðum lífsins, engin sleppur við það, um það getum við verið viss. En ég get samt yfirgefið gærdaginn og þakkað fyrir nýjan dag í fullkomni trú og trausti á að þetta verði yndislegur dagur, allt sé eins og það á að vera og að allt muni ganga vel. Ekki hleypa óþægilegum og neikvæðum hugsunum að. Ef svo eitthvað neikvætt bankar upp á þá tek ég á því þegar þar að kemur en bíð ekki eftir því. Ekkert fellur mér í skaut fyrirhafnalaust frekar en öðrum, öll þurfum við að  hafa fyrir lífinu á einn eða annan hátt.  Við ættum aldrey að sætta okkur við að liggja í sjálfsvorkun og segja ég get ekki meir, það er hægt að gera svo margt dásamlegt í lífinu, við þurfum bara að gefa okkur tíma til að koma auga á það og leifa okkur að njóta þess.

Það er hægt að vera þakklátur fyrir svo ótalmargt í lífinu. Ef ég ætlaði að skrifa það allt niður yrði það langur listi, sem er gott, lífið er það sem ég geri úr því. Sérhver manneskja verður að finna sína ynnri leið og fara hana. Ef þú bankar á dyr kærleikans opnar hann fyrir þér án skylirða.

Bjartsýnis og kærleikskveðjur til allra.InLove


Hommalækning

Ég get ekki orða bundist, hvílíkir fordómar! og það í Guðs nafni. Ég var að lesa helgar DV, þar er maður sem fullyrðir að hann geti læknað samkynhneigð, síðan hvenær varð kynhneigð sjúkdómur. Af hverju í ósköpunum ætti Guð að fordæma homma og lesbíur, sá Guð sem ég þekki fordæmir ekki, hvorki homma, lesbíur, lausláta eða bara gagnkynhneigða. Í mínum huga fordæmir Guð engan. Það fýkur í mig þegar svona silkisokkar telja sig vita allt um Guð almáttugan, og eiga enga ósk heitari en drottna yfir okkur syndavöskunum. Það er sama hvar gripið er niður í þessu dæmalausa viðtali, alls staðar sama steipan. Á einum stað talar hann um orsök og afleiðingu, þar tekur hann fíkla sem dæmi þar sem maðurinn hefur unnið svo mikið með slíka einstaklinga, og vitnar í að hann hafi upplifað það mjög sterkt að að flestir þeir strákar sem þar voru (voru bara strákar í hans umsjá) hefðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þeir sögðu að til þess að deyfa sársaukann hefðu þeir farið út í eyturlyf. Það er oftast afleiðing af einhverju öðru sem fólk lendir í ýmsum hlutum, til að mynda andlegu eða líkamlegu ofbeldi sagði þessi mikli snillingur. Ruglar greinilega saman sjúkdómum og kynhneigð, skildi maðurinn sem búin er að vinna svona mikið á meðferðarheimilum ekki vita að fíkn er sjúkdómur. Svo heldur hann því fram að margar konur hafi viðbjóð á karlmönnum af því hvernig karmaðurinn hefur farið með konuna, þær eru nebbla búnar að fá nóg af körlunum, og leiðast því út í að vera með öðrum konum, gáfuleg túlkun, ekki satt? Ég gæti haldið áfram en ætla að hætta áður en ég segi eitthvað sem ég gæti séð eftir seinna, ætla líka í slökun og hugleiðslu og tala við minn æðri mátt sem ég kýs að kalla Guð, ég get ekki leyft mér þann munað að vera reið, eða gröm lengi í einu, enda miklu skemmtilegra að vera hamingjusöm glöð og frjáls. InLove

 


Eitt og annað

Jamm og já, ég ætla að krota eitthvað smá, er orðin svooo þreytt Joyful Í dag fékk ég Hauk Leó (ömmustrákinn) lánaðan, alltaf er hann jafn mikið yndi þessi elska. Það er svo hrikalega gaman að gefa honum að borða, hann opnar alltaf munninn upp á gátt og ef honum finnst eitthvað rosa gott flýtir hann sér að kyngja, gefur sér þó tíma til að smjatta smá, í dag gaf ég honum epli og banana, skellti því mixarann og maukaði vel. Haukurinn kunni sko að meta svona nammi namm Tounge Alveg er það merkilegt hvað það er stórkostlegt að vera amma, eða frekarstórkostlega merkilegt, það passar betur soleiðis. Við vorum að leika okkur og knúsast alveg endalaust, og aumingja Polli minn var svo sjúklega afbrýðisamur, enda telur hann að ég sé hans eign og er ekkert áfjáður í að deila mér með öðrum. Svo þegar að ég kom heim frá að skila Hauknum lá Polli kallinn algjörlega uppgefin eftir hlaupin og glennuganginn sem hann viðhafði til að beina athyglinni að sér. Við skötuhjúin fengum okkur ísrúnt, bara tvö alein, annað en hér áður og fyrr þegar bílinn var fullur af börnum, okkar börnum og vinum þeirra, þau voru alltaf til í ísrúnt, en nú eru litlu börnin mín alls ekkert lítil lengur og hafa annað við sinn tíma að gera en flandrast með foreldrunum út um dittin og dattinn. Þetta hljómar full biturt, aumingja greyið ég Errm En nei nei! þetta er ekki alveg svona, Snorri þáði nú sjeik, bara koma með hann takk, ég nenni ekki með. en heimasætan var ekki heima svo hún fékk ekki neitt Devil ha ha ha! Rosalega er ég fyndin eitthvað, eins gott að afkvæmin mín lesa ekki bloggið mitt. Tja held ég komi mér í bólið, eiginmaðurinn löngu sofnaður enda 6 daga vinnuvika hjá honum, stundum sjö, hann er sem sé ofvirkur í orðsins fyllstu merkingu. Alltaf vinnandi og vinnandi, ef hann fær einn frídag er hann annaðhvort að vinna eitthvað í húsinu eða þá að hjálpa öðrum, duglegur er hann, það verður ekki af honum tekið. Annars hafði ég það af í dag að rigga einni rjómamarengsávaxtatertu sem bíður spennt í ískápnum til morguns, þá er nebbla von á matargestum. Ég bíð góða nótt og sofið rótt. Sleeping

Knús á alla HeartHeart

Og elskurnar mínar gangið hægt um gleðinnar dyr.


Boggan

Hér er ég sest við tölvuna mína, ég er eitthvað svo grefilli andlaus veit ekkert hvað ég á að segja, kanski best að þegja þá bara. Nei ekki alveg strax, og þó held ég hafi þetta stutt í kvöld. Ég þarf líka að vakna snemma, fara með dúlluna mína í tannréttingarvesen, grillið losnar alltaf stuttu eftir að búið er að skipta um víra, alveg einstaklega pirrandi þar sem við verðum að skrölta til Reykjavíkur, ég sem er alls ekki að nenna því núna. Enda búin að vera á sífelldu flakki milli Reykjó og Akranes upp á síðkastið Wink Svei mér ef að ég sakna ekki gömlu góðu Boggunnar, það var voða notó að planta sér um borð í skipið og láta fara vel um sig, vá hvað ég er farin að bulla mikið núna. Tounge Akraborgin var sko aldeylis ekki í uppáhaldi hjá mér, þvert á móti. Það voru ófáar ferðirnar sem við mæðgurnar vorum grænar í framan með gubbuna í hálsinum, reyndar var frökenin ekki bara með hana í hálsinum, hún ældi alltaf, sama hvort sjórinn var sléttur eða úfinn. Þetta voru þvílíkar svaðilfarir fyrir okkur dömurnar, strákarnir urðu aldrey sjóveikir. Þeir fengu að fara túr og túr með pabba sínum þegar hann var á togaranum og stóðu sig eins og sannir sægarpar. Aftur á móti urðum við stelpurnar alltaf sjóveikar, líka í siglingunni á sjómannadaginn, það var nú frekar hallærisleg uppákoma Whistling  En ég býð góða nótt, ætla að pilla mér í mitt yndislega rúm.

Knús á ykkur Heart

Læt fylgja hér eitt sætt gullkorn.

Þú getur ekki bætt ári við líf þitt,

en þú getur bætt lífi við árin þín. Heart Knús í hús.


Boggan

Hér er ég sest við tölvuna mína, ég er eitthvað svo grefilli andlaus veit ekkert hvað ég á að segja, kanski best að þegja þá bara. Nei ekki alveg strax, og þó held ég hafi þetta stutt í kvöld. Ég þarf líka að vakna snemma, fara með dúlluna mína í tannréttingarvesen, grillið losnar alltaf stuttu eftir að búið er að skipta um víra, alveg einstaklega pirrandi þar sem við verðum að skrölta til Reykjavíkur, ég sem er alls ekki að nenna því núna. Enda búin að vera á sífelldu flakki milli Reykjó og Akranes upp á síðkastið Wink Svei mér ef að ég sakna ekki gömlu góðu Boggunnar, það var voða notó að planta sér um borð í skipið og láta fara vel um sig, vá hvað ég er farin að bulla mikið núna. Tounge Akraborgin var sko aldeylis ekki í uppáhaldi hjá mér, þvert á móti. Það voru ófáar ferðirnar sem við mæðgurnar vorum grænar í framan með gubbuna í hálsinum, reyndar var frökenin ekki bara með hana í hálsinum, hún ældi alltaf, sama hvort sjórinn var sléttur eða úfinn. Þetta voru þvílíkar svaðilfarir fyrir okkur dömurnar, strákarnir urðu aldrey sjóveikir. Þeir fengu að fara túr og túr með pabba sínum þegar hann var á togaranum og stóðu sig eins og sannir sægarpar. Aftur á móti urðum við stelpurnar alltaf sjóveikar, líka í siglingunni á sjómannadaginn, það var nú frekar hallærisleg uppákoma Whistling  En ég býð góða nótt, ætla að pilla mér í mitt yndislega rúm.

Knús á ykkur Heart

Læt fylgja hér eitt sætt gullkorn.

Þú getur ekki bætt ári við líf þitt,

en þú getur bætt lífi við árin þín. Heart Knús í hús.


Busastappa!

´æja þá er ég búin að fara til húðlæknisins, og það var ekki notaleg stund sem ég átti þar get ég sagt ykkur, hann stakk mig TUTTUGU sinnum, tíu sinnum í hvorn handlegg beint í sárin játs W00t ekki gott. Og þetta er náttla exem, eins og það sé ekki nóg að vera með psoriais, en sem sé þá er þetta exem sem hugsanlega hefur blossað upp við skordýrabitin sem ég nældi mér í Spáni. Svo fæ ég þetta svona hrikalega svæsið út af psoriaisinu, ég var kláðalaus og fín í gær og hélt að nú væri þetta að batna, en sei sei nei byrjar bara kláðakvikindið að hrella mig aftur í dag, það er engu líkara en illgresi hafi skotið rótum í mínum aumu handleggjum. Doksi tjáði mér að þetta væri illviðráðanlegt svo ég á kanski ekki von á góðu. Vona að ég verði samt svo stálheppin að ég haldist þokkaleg fram að næstu læknisheimsókn Whistling doksinn sagði mér einnig að ég fengi mjög líklega slatta af örum eftir þetta allt saman, enda eru mínir handleggir allir eitt svöðusár Frown Að öðru, drottningin mín (dóttir) var busuð á föstudaginn svo nú er hún innvígð í fjölbraut, hún var ekkert allt of kát með meðferðina sem hún fékk, hún var böðuð upp úr ísköldu vatni öll útkrotuð, jóðluð í tómat og sinnep og fleira fíneríi. Mér virðist þó að aðalmálið hjá sumum eldri nemunum sé að niðurlægja blessaða busana sem allra mest, það ku víst vera voða sniðugt og er sumt af því bara fyndið, en öllu má nú ofgera fuss og svei segi ég nú bara. Svo eru alltaf einhverjir sem virða engin mörk og ganga sífellt lengra og lengra í vitleysunni. Það var einn businn sem lenti upp á slysó, en só! hann var nú bara rifbeinsbrotin enda var honum barasta nær, hann átti að vita að maður streitist ekki á móti böðlum sínum, þeir æsast um allan helming við það. Mér finnst þessi busavígsla vera komin út yfir allt velsæmi, ég get ekki heldur ímindað mér að nokkur busalingur hafi gaman af að láta niðurlægja sig, eða baða sig upp úr köldu vatni, en lengi getur vont versnað og þjáningar busanna að sama skapi, bévaðir böðlarnir eru ekki í vandræðum með að finna upp á óknyttunum, Úr busunum var búin til busastappa Gasp þeim var smalað saman í hóp og skipað að kremja hvort annað, það var bara öskrað á þau og engin leið að sleppa, eins gott að ég sé komin til ára minna, en sé ekki busi, því ég þoli ekki svona hrillilegar kremjur, fæ svo geðveika innilokunarkennd, svo ekki sé nú minnst á kaldavatnsbaðið Blush það myndi í fúlustu alvöru þurfa að bruna með mig beint á bráðamótökuna eftir svona trakteringar, ég myndi nebbla brjálast úr innilokunarkennd og ég myndi líka bilast úr kulda og vosbúð......oj oj oj! Heppin ég að vera ekki busi. Tounge Best að koma sér í koju og hafa vit á að fara að sofa í hausinn á sér.

Góða nótt og sofið rótt.HeartHeart

Elskið hvort annað InLove

Verið góð við minnimáttar og þá sem eiga um sárt að binda InLove


Klóra klóra klóra!

Hellú! Ég er mætt aftur í netheima, og bara nokkuð brött jafnvel þó mótvindurinn sé fullmikill á köflum. Þannig er það bara í lífinu hjá okkur öllum, mismikið að vísu. Sjálf hef ég svo sem enga ástæðu til að hvarta, það sem ekki brýtur mann, herðir mann las ég einhversstaðar. Ég var að koma frá kærri vinkonu, áttum gott spjall yfir pepsí max, hvað væri lífið án vina! fátæklegt held ég. Ég get ekki sagt að ég elski blessaða rigninguna, en hún er nauðsin, ég veit Undecided hún er barasta svo asskoti blaut og drungaleg eitthvað. Svo er hún líka allt of seint á ferðinni, gróðurinn er komin í haustlitina og jurtirnar í óða önn að leggjast í dvala, þannig að þær þurfa ekki mikið á henni að halda lengur. Mikið ofboðslega er ég orðin þreytt á að klóra mér í handleggjunum Pinch ég má sjálfsagt þakka fyrir að enn séu þeir hangandi á öxlunum mínum. Þessi kvimleiði kláði hefur staðið yfir 6 vikur takk fyrir takk. Ég er búin að fara þrisvar til læknis og jafnoft í apótekið, búin að eyða fleiri þúsund krónum í lyf og krem, meira að segja sterk sterakrem sem gerðu bara illt verra. Já já aumingja ég, allt í messiFrown Ég var samt svo heppin að fá tíma hjá húðlækni á morgun í Reykjavíkinni, læknirinn sem ég fór til á laugardaginn hefur sambönd á réttum stöðum, hann á nebbla frænda sem einmitt er húðlæknir, ekkert smá sem ég er lukkuleg með það. En jæja ég ætla þá að fara að hætta núna, enda þarf ég að hafa mig alla við að klóra mér, ótrúlegt en satt.

Góða nótt, sofið rótt og elskið hvort annað.

Hamingja er ekki það sem maður vill, heldur það sem maður fær.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband