Hommalækning

Ég get ekki orða bundist, hvílíkir fordómar! og það í Guðs nafni. Ég var að lesa helgar DV, þar er maður sem fullyrðir að hann geti læknað samkynhneigð, síðan hvenær varð kynhneigð sjúkdómur. Af hverju í ósköpunum ætti Guð að fordæma homma og lesbíur, sá Guð sem ég þekki fordæmir ekki, hvorki homma, lesbíur, lausláta eða bara gagnkynhneigða. Í mínum huga fordæmir Guð engan. Það fýkur í mig þegar svona silkisokkar telja sig vita allt um Guð almáttugan, og eiga enga ósk heitari en drottna yfir okkur syndavöskunum. Það er sama hvar gripið er niður í þessu dæmalausa viðtali, alls staðar sama steipan. Á einum stað talar hann um orsök og afleiðingu, þar tekur hann fíkla sem dæmi þar sem maðurinn hefur unnið svo mikið með slíka einstaklinga, og vitnar í að hann hafi upplifað það mjög sterkt að að flestir þeir strákar sem þar voru (voru bara strákar í hans umsjá) hefðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þeir sögðu að til þess að deyfa sársaukann hefðu þeir farið út í eyturlyf. Það er oftast afleiðing af einhverju öðru sem fólk lendir í ýmsum hlutum, til að mynda andlegu eða líkamlegu ofbeldi sagði þessi mikli snillingur. Ruglar greinilega saman sjúkdómum og kynhneigð, skildi maðurinn sem búin er að vinna svona mikið á meðferðarheimilum ekki vita að fíkn er sjúkdómur. Svo heldur hann því fram að margar konur hafi viðbjóð á karlmönnum af því hvernig karmaðurinn hefur farið með konuna, þær eru nebbla búnar að fá nóg af körlunum, og leiðast því út í að vera með öðrum konum, gáfuleg túlkun, ekki satt? Ég gæti haldið áfram en ætla að hætta áður en ég segi eitthvað sem ég gæti séð eftir seinna, ætla líka í slökun og hugleiðslu og tala við minn æðri mátt sem ég kýs að kalla Guð, ég get ekki leyft mér þann munað að vera reið, eða gröm lengi í einu, enda miklu skemmtilegra að vera hamingjusöm glöð og frjáls. InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Komdu sæl.
Guð fordæmir ekki fólk vegna kynhneigðar. Það er megin atriði sem margir prestar og guðfræðingar leggja áherslu á þessa daga í umræðu um samkynhneigð,hvað sem kristin trú varðar. 
En þá af hverju eru fordómar til meðal kristinna manna? Ég er með hugmynd um það en mér finnst það vera dónalegt að skrifa um hana hér í þínu bloggi.
Takk fyrir færsluna. nauðsynlegt og mikilvægt að segja gegn þessum fordómum!

Toshiki Toma, 8.9.2007 kl. 12:08

2 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Sælar.
Flottur texti hjá þér, alveg sammála. Mesta lýgi ,,ever" er þetta með kaþólsku prestana. Þeir eiga að stunda skírlífi, bull og aftur bullllllllllllllllllll. Þeir eru mennskir eins og við hin með þarfir og langanir og dæmin undanfarin ár hafa sýnt að þeir eru það svo sannarlega og nettir perrar, sumir amk.

Annað sem mér finnst alltaf jafn mikil hræsni. Á Íslandi er bannað að auglýsa tóbak og því er fylgt eftir með hörku og enginn þorir að brjóta það bann þrátt fyrir að sumir heildsalar taki sénsin með áfengið, amk af og til.
Ég var einu sinni markaðsstjóri hjá vinsælum skemmtistað þess tíma, Casablanca. Þar unnum við stundum með Rolf Johansen & Comp. Þeir sátu á fínu ,,budgeti" frá tóbaksrisunum (með ca. 90% af markaðnum) til að auglýsa en máttu það heldur ekki þá þannig að við fengum oft ansi fínar gjafir frá þeim, það er önnur saga.
Ég flaug heim frá Köben í fyrradag, sem er ekki frásögufærandi. Að gamni tékkaði ég á tímaritinu í vélinni, eins og maður gerir. Tímaritið er prentað í Reykjavík, gefið út af íslenskum aðilum lesið af Íslendingum Á ÖLLUM ALDRI. Á fyrstu 4 síðunum voru TVÆR heilsíðu augýsingar:
1. Marlboro man.
2. Prince sígarettur.

Getur EINHVER sem þekkir málið útskýrt og réttlætt þetta? Spyr sá sem ekki veit.

Njótið dagsins.

Sigurjón Sigurðsson

Sigurjón Sigurðsson, 8.9.2007 kl. 12:18

3 identicon

Hæ, lestu endilega viðtalið aftur hægt... þar stendur meðal annars: Samkynhneigðir eru einstaklingar sem Guð elskar Við höfum ekki efni á ð lítlsvirða þá eða aðra en útfrá Guðsorði getum við ekki samþykkt samkynhneigð þetta er ens og margt annað á ekki bara við um samkynhneigð t.d. lausslæti. eigum við að samþykkja allt, hvað með þjófnaði? eða ofbeldi?? það erlíka talað um það í Biblíunni. Og ég veit að hann Vörður samþykkir alkahólisma sem sjúkdóm.

það er alltaf talað um að allir í fríkirkjunum eigi að vera umburðarlyndir og ég spyr hvar er umburðarlyndið ?? Ef þú lest aftir hægt.. þá stendur um meðferðastðina sem hann vann á að hann hefði unnið með strákana en konan hans konurnar.. umburðarlyndi gengur í báðar ekki satt.. kv. Erla 

Erla (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband