Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Þetta er ástæðan
27.12.2007 | 12:42
Tígrisdýrinu sleppt lausu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óhollur jólamatur
27.12.2007 | 00:02
Er ekki bara málið að hætta að borða reykt kjöt, að minnsta kosti finnst mér að þeir sem eru með aldrað fólk í mat um jólin verði að spá í hvað þeir eru að bjóða upp á. Það gengur ekki að bjóða því upp á reykt kjöt í öll mál yfir jólin. Foreldrar mínir eru hjá systir minni á aðfangadag og hún einfaldlega hætti að vera með hamborgarhrygg í matinn þetta kvöld, andabringur voru á borð bornar hjá henni og smökkuðust mikið vel. Svo í kvöld komu foreldrar okkar til mín ásamt fríðu föruneyti, sum sé stórfjölskyldan í mat, við borðuðum lambalæri í stað hangikjöts, en hangikjöt hefur verið snætt svo lengi sem mig rekur minni til í minni fjölskyldu á annan í jólum, ég get ekki sagt að ég sakni hangiketsins neitt ægilega mikið, alla vega vil ég langtum frekar hafa mína mömmu og minn pabba heil heilsu heldur en að slafra í mig hangikjöti.
Þetta reykta kjöt er svo slæmt fyrir blóðþrístinginn og hundvont í magann líka, þess vegna finnst mér hinn mesti óþarfi að vera að taka einhverja sénsa. Ef að einhverjum finnst engin jól vera án hangikjöts, nú þá er fólk barasta alls ekki í góðum málum segi ég, jólin eru og eiga ekki að vera bara gamall vani, heldur ættu allir að minnsta kosti reyna að finna frið innra með sér, og láta gott af sér leiða, kærleikur, gleði og hamingja skapa rétta andrúmsloftið og laða fram það besta í okkur manneskjunum, það er algjört aukaatriði hvort við fáum hangikjöt, rjúpur eða eitthvað allt annað í matinn á jólunum, leyfum kærleikanum að flæða frjálst, þegar við sleppum honum lausum kemur hann margfalt til baka og veitir gleði og blessun öllum sem hann snertir. Kærleikurinn er það besta sem til er í heiminum.
Eitthvað varð þetta nú lengra en ég ætlaði að skrifa, ætlaði bara að tala um óhollan mat, en stundum kemur eitthvað alveg óvænt í framhaldinu.
Góða nótt kæru vinir og sofið rótt...
Átu yfir sig um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bakkus tekur allt
26.12.2007 | 03:50
Sprengdi dekk á lögreglubílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyndinn út yfir gröf og dauða
26.12.2007 | 03:21
Sendi jólakort frá himnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðileg jólin
26.12.2007 | 02:57
Gleðileg jólin! Aldeilis búin að hafa það gott, borða mikið og sofa mjög mikið, það er það sem ég hef aðallega gert undanfarna tvo daga Já já bara tóm sæla og hugguleg heit í faðmi fjölskyldunnar. Í fyrsta sinn í mörg ár erum við ekki byrjuð að spila, ekkert í gærkvöldi og ekkert í dag, við vorum öll svo þreytt í gærkvöldi og ég er búin að vera í náttfötum í allan dag, svo næs eitthvað. Á morgun kemur öll stórfjölskyldan í mat til mín, " eða sko það sem ég kalla stórfjölskylduna mína " en það er mín stysta, synir hennar tveir og kærustur, mamma og pabbi, börnin mín, tengdadóttir og barnabarn. Það eru nú reyndar fleiri sem tilheyra fjölskyldunni, en sambandið er ekkert til að hrópa húrra fyrir og kærleikar afar takmarkaðir líka. Jam jam svona er nú bara lífið.
Góða nótt og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pækill eða brjóstamjólk?
22.12.2007 | 01:39
Ég hélt satt að segja ekki og vona að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli og lítilfjörlegt ímyndunarafl fyrirfindist nema þá kanski meðal þeirra sem eru algjörlega lausir við allt sem heitir siðgæðisvitund, þessar hallærislegu femínur eru líka að mínu mati illa haldnar af skynsemisskorti, af hverju í ósköpunum ætli þær séu að blanda jólasveinunum inn í sitt mikilfenglega karlahatur?
Ég get svo svarið það! Ég er helst farin að hallast að því að þessum júfertum hafi verið gefin pækill í stað brjóstamjólkur..
Ósáttir við jólakort femínista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afmælisogstúdentadagar
22.12.2007 | 01:15
Afmælisbarn dagsins 21. Desember er enginn annar en Haukur Leó Sigurðsson sonarsonur minn
Afmælisbarn dagsins 22. Desember er svo enginn annar en Sigurður Már Sturluson frumburðurinn minn
Sigrún Hauksdóttir útskrifaðist sem stútent úr Fjölbraut á Akranesi 21 Desember og er enginn önnur en tengdadóttir mín
Enn og aftur til hamingju öll
Annars eru víst jólin bara á næsta leiti með öllum sínum dásemdum. Ég klikkaði skverlega á jólakortonum þetta árið, fattaði ekki alveg hvað er stutt í hátíðina, verð bara snemma í kortagerð að ári......segi þetta svo sem alltaf..........
Bakaði pínu í kvöld, keypti deig ekkert smá patent, pakka kanski inn á morgun, á reyndar eftir að kaupa tvær gjafir, geng í málið á Þollák, svo á ég náttla eftir að kaupa saltfiskinn, börnin eru af pizzukynslóðinni en við hjónin úðum í okkur saltfisk, borðum ekki skötu.....ojj ojj ojjj.......samt er bóndinn rammvestfirskur í báðar ættir og fæddur og uppalinn á Flateyri og ég vestfirsk í móðurætt en alin upp í höfuðborginni......
Jæja góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Draumprinsinn
19.12.2007 | 10:07
Káfaði á jólasveininum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já sæll!
19.12.2007 | 09:57
Kynþokkafullur fangi í dótabúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ísland er best
19.12.2007 | 00:53
Ekki get ég nú sagt að það komi mér á óvart að Ísland sé dýrast! Hins vegar er mjög margt sem ég er þakklát fyrir.....
Á Íslandi erum við laus við stríðsrekstur......Við erum líka laus við hungursneið........Fólk er ekki að deyja úr sjúkdómum sem auðvelt er að lækna á Íslandi.......Ungbarnadauði er mjög lítill hér á landi.......Konur deyja ekki af barnsförum hér hjá okkur........Öll börn geta gengið í skóla ókeypis........Og lengi er hægt að bæta við þennan lista, margt mætti að sjálfsögðu bæta, en ég tel mig mikið heppna að hafa fæðst á íslandi en ekki í Eþíópíu, Íran, Pakistan eða eitthvað þaðan af verra.
Dýrast að búa á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)