Færsluflokkur: Bloggar

Sorglegt

Mikið afskaplega er þetta sorglegt mál,
hvað í veröldinni fær móðir til að haga sér svona?
Og hvað í ósköpunum getur móðir fengið út úr
því að misþyrma barni sínu?
Ég velti því líka fyrir mér af hverju
langamma og ættingjar barnsins trúðu
ekki að barninu væri misþyrmt þrátt fyrir
að hafa séð áverkana, mér finnst það
vægast sagt grunsamlegt, það fer tæplega
á milli mála þegar barn er allt út í brunasárum
að eitthvað mikið er að.
Það er alltaf jafn dapurt þegar farið er illa með börn.


mbl.is Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalmáltíðin á morgnana.

Framvegis ætla ég að elda á morgnana, í fyrramálið er ég að spá í að hafa steiktan fisk, franskar kartöflur og svo náttla piparsósu og remúlaði fyrir þá sem það vilja, ekki má gleyma salatinu það verður bara svona týpískt salat, með máltíðinni ætla ég að bjóða upp á kóka kóla, í eftirmat verður ís með súkkulaðisósu og ferskum jarðaberjum, ég reikna með að við borðum upp úr sjö. Brilljant alveg hreint, laus við allt matarstúss á kvöldin því þá fáum við okkur auðvitað morgunkorn eða ristað brauð.
mbl.is Stór morgunverður auðveldar megrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegar konur.

Ég er ekki hissa á að frú Picasso hafi
 látið hafa eftir sér að ef maðurinn
hennar myndi einhventíma hitta konu
á götu sem liti út eins og konurnar
í málverkum hans myndi snarlíða yfir hann.

mbl.is Picasso verk selt á 538 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar hallærislegt.

Mér finnst allt svona kvenna kjaftæði eitthvað svo leim, ekki vissi ég heldur að til væri eitthvað sem héti kvennasögusafn,
ég er miklu meira fyrir jafnrétti,
það væri sama hvað væri í boði ekki
færi ég að þramma í einhverja kvennagöngu
í lopapeisu og vaðmálsbrók, ekki alveg minn tebolli.


mbl.is Kvennamessa við laugarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þetta að vera grín?

Er ekki verið að grínast í okkur? karlmenn sem hafa náð tvítugsaldri mega kaupa kynbombuna, eða á þetta ekki annars að vera kynbomba. Ég held að heimurinn sé endanlega að tapa glórunni, gaman væri að vita hvort það væri markaður fyrir skvísuna, ekki trúi ég að nokkur maður sem hefur þó ekki væri nema lágmarksgreind festi kaup á kvikindinu. En hvað veit ég svo sem?
mbl.is Vélmenni lifnar við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttulingur.

Ég gæti alveg hugsað mér að eiga einn svona krúttuapa til að knúsa, mér hefur alltaf langað til að eiga apa, þeir eru svo miklar krúsídúllur, það er til mynd af mér með einum litlum sætum apa´sem er í ljósbláum sokkabuxum og röndóttum bol, þessi mynd var tekin 1978 á Spáni, ég á líka mynda af mér haldandi á ljónsunga sem er líka alveg hrikalega krúttlegur, verst hvað hann var uppdópaður litla greyið og gott að svona lagað er ekki gert lengur, eða það held ég, allavega hef ég ekki séð þetta síðan þarna um árið, adios.
mbl.is Simpansar róa hver annan með kossum og knúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skondnar skrítlur.

Ja há! Mér hefur alltaf fundist íþróttafréttamenn skondnar skrítlur, en að þeim þyki fréttnæmt að fótboltakempa freti, já það er eiginlega bara alveg drepfyndið. Það er einhvernvegin eins og karlmenn hafi einkarétt á að freta, og þeir skemmta sér í samræmi við fýluna sem þeir senda frá sér, alla vega skammast þeir sín ekki baun þó maður þurfi að flýja hús vegna prumpufýlu, þetta á svo sem alls ekki við alla karlmenn, ég er nú bara að tala um strákana í minni fjölskyldu og hundinn minn, hann gæti sko steindrepið mann með sinni alkunnu fretfýlu og ekki skammast hann sín svo mikið er víst.
mbl.is Hollendingar að kafna í prumpfýlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oj Bara.

Hvernig á maðurinn að borga fimm miljóna rúpía? Var hann ekki dæmdur til dauða, hann fær kannski að vinna fyrir skuldinni áður en þeir drepa hann. Þessir kjánar eru svo sorglegir, að kveða upp dauðadóm yfir manninum fyrir það eitt að tala ekki vel um Múhameð spámann, mér sýnist þessir morðóðu tuddar bæði illa gefnir og illa innrættir sem fá útrás fyrir morðfýsn sína á saklausum borgurum, og allt er það gert í nafni trúarinnar. Oj bara.
mbl.is Dæmdur til dauða fyrir guðlast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakettu druslur.

Því og í ósköpunum getur fólk ekki skotið þessum rakettu druslum sínum upp á gamlárskvöld og látið þar við sitja, sumir virðast hreint ekki færir um að hugsa um neitt annað en sitt eigið rassgat, mér finnst þetta svo yfirgengilegt tillitleysi við menn og dýr að ég held að ég hafi ekki fleiri orð um athæfið, ég gæti svo hæglega misst mig út í heiftarlegar fordæmingar og látið of mörg ljót orð flakka, best að ég tjái mig ekki nánar að sinni.
mbl.is Hundarnir fundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla fréttnæmt lengur.

Já einmitt! Þetta fer nú að hætta að vera fréttnæmt, andskotinn hafi það! 173 krónur fyrir einn fjandans bensínlíter, ef ég fer ekki hreinlega að leggja bílnum mínum veit ég ekki hvað, ég hef svo sannarlega tekið eftir því hvað allt hækkar skuggalega hratt þessa dagana, alveg sama hvað það er. Óþolandi ástand á öllum sviðum, fuss og svei.
mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband