Færsluflokkur: Bloggar
Brúðkaupsnótt og líkbörur
16.10.2007 | 00:10
Tja tja tja! Eða þannig sko Ég sjálf er eitthvað að reyna að tjá mig, reyna að segja eitthvað af viti, það gengur bara hreint ekki nógu vel, ég ætla samt að reyna.... Lítil saga um Magga og Lísu á 50 ára brúðkaupsafmælinu þeirra, þau fóru sum sé á hótel til að halda upp á herlegheitin, þau byrjuðu á að borða góðan mat og að því loknu drifu þau sig í rúmið, höfðu skötuhjúin huxað sér að endurlifa brúðkaupsnóttina sælla minninga. Eitthvað var gamli vinurinn linur og slappur svo bóndi skrapp afsíðis og batt hann við reglustiku. Fór hann við svo búið upp í rúm til kerlu og sinnti sínu hlutverki, kerling var hæstánægð með sinn karl. Daginn eftir synti annar eggjastokkurinn til hins og sagði:" Margir hafa nú komið hér við um dagana en aldrey hafa þeir fyrr komið á líkbörum"
Jæja dúlls! Góða nótt og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hin eilífa megrunarárátta
13.10.2007 | 15:32
Það verður seint sagt um mig að ég sé mjög öflugur bloggari en mér finnst þetta samt rosa gaman, en tíminn er stundum flogin veg allrar veraldar áður en ég hef svo mikið sem náð að gera brot af því sem ég ætlaði mér þennan daginn eða hinn. Mér myndi alveg passa 48 stundir í sólahringnum, ég er nokkuð viss um að ég er ekki ein um það.
Nú langar mig að tjá mig um útlitsdýrkunina sem er að gera foreldrum unglingsstúlkna lífið leitt ég á einmitt eitt stikki unglingsstúlku sjálf sem ég elska af öllu mínu hjarta, og þó að hún sé dóttir mín er ég ekkert feimin við að segja að hún er mjög vel af Guði gerð að utan sem innan. Hins vegar er hún hreint ekki ánægð með útlitið frekar en jafnöldrur hennar. Ungar stelpur ganga sífellt lengra í brjálæðislegri örvæntingu í leitinni að fullkomri fegurð. Þær harka af sér hvalafullar sérímoníur, bara ef það skilar þeim minna holdi. Tískumógúlarnir eru nú eins og flestir vita "nema unglingsstúlkurnar" hommar upp til hópa, til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég taka það fram að ég hef alls ekkert á móti hommum, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tískukóngarnir út í heimi eru flestir samkynhneigðir, þeim finnst drengjalegur vöxtur eðlilega vera mest sexí. Ungar stelpur eru að sjálfsögðu aðalmarkhópur tískufyrirtækja, reyndar allar konur svo sem á hvaða aldri sem þær eru, maður gengur samt út frá því að fullorðnar konur séu sjálfstæðari í hugsun og nógu þroskaðar til að taka ábyrgð á sér sjálfar. Allt þetta megrunarkjaftæði er farið að pirra mig all svakalega
Hvað ætli við kvenkynsverurnar eyðum miklum aurum í megrunarpillur, megrunardrykki, megrunarsveltikúra, megrunarbelti, megrunarsúkkulaði, pælið í! Megrunarsúkkulaði váá hvað ég væri horuð ef þau virkuðu, sennilega væri ég bara horfin Ég lifi allavega í voninni um að mjónurnar í Hollyvood detti úr tísku svo stelpur um allan heim geti farið að borða matinn sinn án nagandi samviskubits í tíma og ótíma
Ég hef sjálf gaman af mörgu í tískuheiminum og er í skóla að læra það sem margir kalla bévaðan hégóma, en sama er mér það sem ég er að gera er algjörlega skaðlaust heilsu kvenna, og mér finnst það skipta öllu máli. Ég verð að segja ykkur eitt áður en ég hætti, það nýjasta nýtt í tískuheiminum er að láta klóra á sér rassaskoruna með einhverjum efnum "baneitruðum gæti ég trúað" til að hún líti út eins og hún lítur út á ungbörnum, það er einmitt þetta sem mér finnst svo sjúkt, tískan færist sífellt nær barnaútliti. Svo sona til þeirra sem ekki vita bíða karlmenn í Ameríkunni í röðum eftir braselísku vaxi. Já já það ku vera nokkuð algengt að amerískir strákar séu ekki með stingandi strá á kroppnum sínum, enda líka bara sénsinn að nútímastúlkan hafi áhuga á einhverjum kafloðnum gæja
Jæja ritræpan alveg í blóma hjá minni núna, kanski rita ég eitthvað meira í kvöld, hver veit?
En bæjó spæjó í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hæli fyrir barnaperra.
8.10.2007 | 00:30
Hoj hoj hoj! Loksins gef ég mér tíma til að kveikja á minni yndislegu tölvu, það er búið að vera svo brjálæðislega mikið að gera hjá minni að það nær bara ekki nokkurri átt. Ég hef varla litið í fréttablaðið né neitt síðustu vikuna. Ræs klukkan 6.30, jú jú ég þarf mikinn tíma með sjálfri mér á morgnana og fer því fáranlega snemma á ról öðrum heimilismönnum til mikillar furðu, þau eru alltaf jafn hissa á takmarkalausri morgungleði minni, hum hum ekki kanski alveg rétt að tala um morgungleði og mig í sömu setningu, málið er nebbla einfaldlega það að eftir því sem árin færast yfir mig því lengur er ég að tensa mig til á morgnana. Það er líka svo miklu meira vesen að vera kona, mér finnst alla vega að það sé þúsund sinnum einfaldara að vera karlmaður.
Ég er búin að vera í skólanum fram á kvöld undanfarið og er nú búin að læra augnháralengingu, geggjað sniðugt og flott. Er einnig búin að fá kenslu í brasilísku vaxi, ætla samt að ekki að bjóða upp á það. En ég var líka að læra naglaskreytingar sem er skemmtileg viðbót við naglaásetninguna, held að það sé ógislega gaman að vera með rautt og gyllt glimmer á jólunum. Svo var ég að passa sætasta krúttulinginn í nótt sem er alltaf jafn æðislegt, ég er búin að reyna mikið að kenna honum að segja amma, en hann segir þá bara mamma eða babba, hann sagði nú samt amma í dag, Auður sys og mamma töluðu bara svo hátt að það heyrði það enginn nema ég.
Ég var að lesa frétt um Steingrím Njálsson, Illugi Jökulsson kærði hann fyrir hótanir í sinn garð, og hvað haldið þið! Steingrímur Njáls"ég fæ gæsahúð af því einu að skrifa nafn hans, án gríns" hann sem sagt sakaði Illuga um mannorðsmorð, ég hélt nú svona fyrir það fyrsta að maðurinn þyrfti þá að hafa eitthvað sem héti mannorð, Steingrímur er fyrir löngu búin að myrða sitt eigið mannorð, um það sá hann alveg sjálfur. Mér finnst svo ótrúlega skrítið eða bara óendanlega heimskulegt að þessi maður skuli spranga um bæinn eins og hver annar borgari, hvað þá að fyrirfinnist lögmaður sem hefur geð í sér að verja þessa skræfu, hann ætti að mínu mati ekki undir neinum kringumstæðum að ganga laus, maðurinn virðist vera algjörlega laus við mannlegt eðli og gjörsneiddur öllu sem heitir siðgæðisvitund, inn á hæli með hann og það strax, svona alvarlega sjúkur og samviskulaus hefur hann ekkert að gera innan um aðra, allra síst börn. Það er löngu komin tími til að byggja hæli undir einstaklinga eins og hann, kanski væri hægt að hefja landssöfnun til framkvæmdanna, það væri líka hægt að biðla til Bjarna Ármanns og hans líka, máske þeir gætu séð af örfáum miljónum í púkkið, ef þeir væru eitthvað tregir til, nú þá er hægt að bjalla í kallinn á Bessastöðum og athuga hvort hann væri ekki til í að gauka að þeim eins og einni fálkaorðu eða svo, þeir myndu pottþétt falla fyrir því, ekki spurning,"eigum við að ræða það eitthvað"? Nei ég hélt ekki.
Jæja dúlls! Góða nótt og sofið rótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stólpípur í Bónus
2.10.2007 | 11:37


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hin eilífa bið.
1.10.2007 | 09:46
Nú er ég klædd og komin á ról og barasta nokkuð brött, búin að skila unglingunum mínum í skólann, það er ávalt erfitt að vekja guttann og alls ekki það skemmtilegasta sem ég geri, hann er reyndar greindur með öfuga lífsklukku og hefur haft lyf við því til margra ára, ég tók hins vegar þá ákvörðun að hætta að gefa honum lyfin í sumar sökum þess að mér fannst þau ekkert virka vel á hann, hann var miklu þyngri á morgnana öfugt við það sem til var ætlast.
Nógu slæmt er að þurfa að gefa börnunum sínum lyf hvað þá ef þau gera bara illt verra. Annars ætla ég að gera heiðarlega tilraun í dag að ná í unglingageðlækninn sem hann var hjá í sumar, hún var svo sem ósköp elskuleg kona, við fengum að spreyta okkur á sitthvoru prófinu ég og strákurinn minn, svo sagðist hún hafa samband fljótlega, kanski er tíminn svona lengi að líða hjá henni, allavega hef ég ekki heyrt neitt frá henni ennþá. Einnig tjáði hún mér að önnur kona sem er sálfræðingur að mennt með sérþekkingu á atyglisbrest myndi setja sig í samband við mig á næstu dögum, ég mátti ekki hafa samband við hana, enda þyrfti ég ekki að bíða neitt, í mig yrði hringt og við fengjum tíma hjá henni, hún ætti nebbla að taka einhver fleiri próf á drengnum mínum, tíminn virðist vera eitthvað að flækjast fyrir henni líka, ég hef sem sé ekkert heyrt frá henni enn.
Svo er það nú blessaður skólasálfræðingurinn sem kallaði mig til sín í vor, en ég kom með beiðni til hans frá Pétri Lúðvíkssyni einu og hálfu ári áður um að hann tæki hann að sér og athugaði hvort hann yrði einhvers vísari með litla dula strákinn minn, ég hringdi marg oft til að ítreka þessa beiðni, jú jú hann var alveg að fara að komast að, svo endaði með að ég missti þolinmæðina sem gerist ekki mjög oft og fór upp í skóla, þar æsti ég mig upp úr öllu valdi og heimtaði að sáli gerði eitthvað í málunum, ég ætlaði ekki að bíða lengur. Og viti menn það hafði bara engin séð þessa beiðni sem ég var að tala um, þá varð mér nú endanlega allri lokið, ég afhenti hana á skrifstofu skólans eftir samtal við sála, nú nú enn mátti ég bíða meðan verið var að leita og hún fannst, það var einmitt þá sem sáli boðaði mig í viðtal eftir að vera búin að tala við drenginn nokkru sinnum, hann sagði mér að hann skoraði hátt í félagsfælno og athyglisbrest. Kom mér ekki á óvart, kæri sáli ætlaði svo að taka þetta mál föstum tökum um leið og skólinn byrjaði í haust, hvorki ég né strákurinn höfum heyrt í honum enn.
Jæja nóg í bili.
Knús út í daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laddi langflottastur
1.10.2007 | 01:32
Vááá......... hvað var brjálæðislega gaman í kvöld við skelltum okkur nebbla í Borgarleikhúsið og sáum hinn óviðjafnanlega Ladda syngja og sprella, þvílíkt hvað gaurinn er sprækur ég ætla sko að vera svona spræk þegar ég verð sextug, alla vega ætla ég að stefna að því
Ég hef verið að kíkja á og lesa sum blogg síðustu daga og finnst svo frábært hvað margir eru duglegir að skrifa um erfiðleika og veikindi sem það er að glíma við dags daglega. Ég á þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu, strákarnir mínir eru báðir greindir með dyslexíu sá eldri á háu stigi en sá yngri á lágu stigi. Ég fékk ekki greiningu á eldri strákinn fyrr en hann var kominn í 10. bekk í grunnskóla. Ég var samt sem áður búin að vita lengi að hann væri bæði les og skrifblindur, aftur á móti þóknaðist skólayfirvöldum ekki að athuga hvort að sá möguleiki væri fyrir hendi, ákváðu frekar að drengurinn minn væri bara svona mikill tossi eða jafnvel svona illa upp alin, þessi strákur minn er edklár í kollinum og margt til lista lagt, það vissi sko mamma hans ósköp vel, hann þurfti ekkert að sanna það fyrir henni.
Aftur á móti rak yfirvaldið upp stór augu þegar stráksi varð vesturlandsmeistari í skák þegar hann var á síðasta ári grunnskólans, og þá var allt í einu ekki eftir neinu að bíða, drengurinn skyldi í greiningu og það strax. Þeim datt si sona í hug að leggja saman tvo og tvo og fengu út fjóra, merkilegt ekki satt? Hann gat sem sé ekki verið svona forheimskur strákurinn fyrst hann var svona sleipur að tefla. Niðurstöður úr greiningunni voru les og skrifblindur á hæsta skala. Ég var í framhaldinu kölluð á ótal fundi svo hægt væri nú að útskíra fyrir mér það sem ég hafði verið að segja þeim í mörg ár. Mér var líka sagt að hafa engar áhyggjur því að í framhalsskólunum væri svo miklu meiri hjálp að fá heldur en í grunnskólunum svo mörg voru nú þau orð.
Jæja ég ætla að hætta núna, skrifa meira seinna.
Knús á ykkur
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvö tonn af
28.9.2007 | 00:58
Áætlað er að íslenskir fíkniefnaneitendur noti tæp tvö tonn af fíkniefnum árlega Að hugsa sér þetta eru óhugnanlegar tölur, á síðasta ári greindust 44 ný tilfelli af lifrabólgu c á Vogi, þetta er BARA hræðilegt. Sókn í örvandi vímuefni fer vaxandi, amfetamín og kókaín er mjög vinsælt í dag, kókaín er ekki lengur lúxus. En hvað um það, þó að fíkniefnadómar hafi verið þyngdir eru þeir ekki nema í kringum 4 ár. Mér finnst það allt of vægir dómar, ég held svei mér þá að Ísland sé paradís fyrir forherta glæpamenn, hvort sem um er að ræða barnaníðinga, nauðgara eða fíkniefnasala.
Jæja ég býð góða nótt
Gangið í Guðs friði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt og ekkert
24.9.2007 | 00:23
Ég ætla að bulla eitthvað smá núna, veit bara ekkert hvað ég ætti svo sem að blogga um, stundum er ég svoyfirgengilega andlaus sko veðrið er náttla alveg brjálað, rok og læti. Ég get altént velt mér upp úr fréttum helgarinnar, sérsveitin ku hafa sektað 26 djammara fyrir að skvetta úr skinnsokknum nú eða skjóðunni eftir því hvort kynið hefur átt í hlut.
Svo er líka voða gaman að velta sér upp úr ríka og fræga fólkinu, Clooney rifbeinsbrotnaði,Noel Gallagher eignaðist barn,Lohan er hjónadjöfull, Timberlake opnar sig um Britney. Demi More hefur eitt 28 miljónum í lítalækningar og svona mætti lengi halda áfram, en svona í alvöru hverjum er ekki fjandas sama, alla vega gæti mér ekki verið meira sama.
Góða nótt ég ætla að skríða í koju
Knús á ykkur öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sölumenn dauðans
22.9.2007 | 23:19
Húrra fyrir löggæslunni! 46 kíló af svo til hreinu amfetamíni, hvorki meira né minna. Lögreglan á svo sannarlega hrós skilið fyrir að hindra að þetta ógeð kæmist á götuna, Amfetamín er eins og flestir vita skráð lyf, notkun þess hefur þó snarminnkað sem betur fer, lyfið er mjög ávanabindandi og þar af leiðandi mynda neitendur fljótt þol og þurfa sífelt meira og meira af efninu. Magnið sem fannst í skútunni hefði nægt til að svara löglegri eftirspurn í nærri hálfa öld, aftur á móti hefði efnið ekki dugað nema í hálft ár á götunni.
Svo vona ég bara að yfirvaldið haldi áfram á sömu braut, nái að stöðva sölumenn dauðans í tæka tíð. Það eru allt of margir að drepa sjálfa sig og aðra þarna úti með andsskotans fíkniefnum.
Ég sendi kveðju út í nóttina, og bið Guð að vaka yfir öllum þeim sem eru úti og þjást af völdum áfengis og fíkniefna, þeir eru því miður allt of margir.
Góða nótt Knús á alla
Ég leitast við að vera hamingjusöm, glöð, og frjáls
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnaníðingar
20.9.2007 | 01:50
Eru virkilega engin takmörk fyrir ólögum í þesssu landi okkar? Ég var að horfa á kompásþáttinn og er bæði sár og reið. Af hverju og í ósköpunum er lögunum ekki breytt nú þegar? Mér finnst gjörsamlega óverjandi að grunaður barnaníðingur skuli verja aðra grunaða barnaníðinga og að þessi Róbert skuli hafa lögmannaleyfi Það eru allir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð, ég er alveg með það á hreinu. Aftur á móti skildist mér að lögmaðurinn hafi viðurkennt að hafa verið í kynferðissambandi við stúlkur langt undir lögaldri, að hans eigin sögn voru þær nebbla til í tuskið, já já einmitt! Þær hafa ábyggilega verið svona yfir sig skotnar í karluglunni, ekki mjög trúverðugt verð ég að segja. Og til að toppa sitt eigið siðleysi sér hann ekkert athugavert við samband 59 ára skjólsæðing síns við 14 ára stúlku, þetta var nú aðalega vinskapur, þau sváfu ekki svo oft saman, er ekki allt í lagi upp í hausnum á félögum hans í lögmannafélaginu eða æðstu ráðamönnum þessarar þjóðar, því og í ósköpunum setja þeir ekki nýjar reglur og svifta mannfýluna lögmannaleyfinu á meðan að á rannsókn málsins stendur? Arg....
Skyldi það aldrey hafa kvarlað að þeim sem valdið hafa til að breyta svona ruglu lögum að í skugganum sitja fórnalömbin, litlar stúlkur og litlir drengir sem eiga eftir að lifa í ángist og kvíða, jafnvel allt sitt líf. Þeir eru búnir að ræna þau barnæskunni og sakleysinu, þeir eru búnir að setja ljót ör í litlar barnssálir sem aldrey hverfa.
Ég legg mig fram um að bera ekki hatur til nokkurar manneskju, reyni fremur að varðveita kærleiksneistann því án kærleikans kemst ég ekki langt. Samt sem áður er mín skoðun sú að dæmdir barnaníðingar eigi ekki að ganga lausir, þá meina ég ALDREY, þessir menn hljóta að vera alvarlega sjúkir og að mínu mati algjörlega óhæfir til að vera út í þjóðfélaginu, það þarf að vera til staður þar sem þeir gætu verið innilokaðir til æviloka.
Ég hvet alla til að vera vakandi gagnvart sálarmorðingjunum og láta yfirvöld vita ef grunur vaknar um misnotkun á börnum.
Svo býð ég góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)