Færsluflokkur: Bloggar
Andvökunótt
19.9.2007 | 03:22
Púff! Hér sit ég og klóra mér, get ekki með nokkru móti sofið fyrir þessum ands......kláða og ennþá 6 dagar í næstu sprautur, eða eitthvað veit svo sem ekkert hvað doksi gerir við mig næst. Ég veit bara að þetta að þetta kvikindislega exem er á góðri leið að gera mig endanlega geggjaða
Það er nákvæmlega sama hvað ég reyni til að milda þetta ástand, þá dugar alls ekkert, sterakremin æsa upp kláðann og önnur krem gagnast ekki neitt, nú er ég að reyna að svæfa hann með vetnisperoxíð en það er ekki að virka heldur, enda bara óskhyggja eða sjálfssefjun í örvæntingarfullri viðleitni minni að sigrast á þessum fjára. Ég finn ekki einu sinni fyrir sársauka þó að blóðið streymi niður handleggina mína, kláðinn hertekur mig algjörlega
Þá er ég búin að væla nóg að sinni og ætla að gera heiðalega tilraun til að sofna, það er nú samt þannig að um leið og ég leggst út af verður kláðinn svo yfirþirmandi að ég helst ekki við liggjandi í rúminu. Verð samt að reyna meira og meira og meira. Ömmukrúttið mitt kemur í pössun á morgun svo það er eins gott að vera ekki eins og freðísa í fyrramálið.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Plott og siðleysi
16.9.2007 | 23:46
Mig langar aðeins til að tjá mig um apóteksmál okkar Skagamanna. Við höfum fram að þessu þurft að búa við einokun þar sem hér var einungis eitt apótek, en til allrar hamingju ekki lengur. Lyf og Heilsa sem hefur þjónað okkur hér (áður Akranesapótek) hefur ekki verið til fyrirmyndar svo vægt sé til orða tekið. Nú veit ég um marga skagamenn sem hafa verslað sín lyf í Reykjavík og einnig hafa bæði eldri borgarar og öryrkjar fengið sín lyf send heim að dyrum frá Reykjavík sér að kostnaðarlausu. Þeir sem hér hafa ráðið ríkjum fram að þessu hafa ekki séð ástæðu til að bjóða upp á slíka þjónustu. Aftur á móti býður Apótek Vesturlands (nýja apótekið okkar) upp á umrædda þjónustu. Það sem þessi tvö apótek eiga sameiginlegt er ekki margt, fyrir utan að þau selja jú sömu vöruna. Þjónustan í Lyfjum og Heilsu hefur bæði verið léleg lágkúruleg að mínu mati og margra annara. Mér hefur alltaf fundist apótekarinn brjóstumkennilega drýldinn á svipinn, svona eins og hann hafi gert í buxurnar og fyndi lyktina sjálfur.
Aftur á móti finnst mér apótekarinn í nýja apótekinu einstaklega almennilegur og leggja sig allan fram um að þjónusta sína kúnna eins vel og hægt er. Fyrir utan verðið sem er miklu lægra í því nýja, eitt lítið dæmi, ég er þræll nikótínlyfja og á einum stórum pakka af nikótíntyggjói munar hvorki meira né minna en 2000 kr, það er heilum 2000 kr ódýrara í nýja apótekinu heldur en því gamla. Allt í einu eru lyfin að lækka hjá Lyfjum og Heilsu hér á Akranesi, ég ætla rétt að vona að fólk sjái í gegn um þennan skrípaleik og ógeðfeldu hræsni. Enda hef ég enga ástæðu til að ætla að Skagamenn séu heimskari en fólk almennt og hef fulla trú að þeir átti sig á plottinu. Í mínum huga er framkoma þessara einstaklinga (hjá Lyfjum og Heilsu) ekkert annað en syðleysi á hæsta stigi, að þeir skuli ekki þora út í eðlilega smkeppni lýsir best hversu óheiðarlegir og siðspilltir þeir eru.Mín skoðun er sú að fyrst þeir þora ekki í heiðarlega samkeppni þá hafi þeir bara ekkert hér að gera, og hana nú.
Jæja þá er ég búin að pústa aðeins, ég gæti farið miklu nánar út í mínar meiningar en nenni því ekki, held að allir skilji hvað ég er að fara.
Góða nótt og sofið rótt elskurnar mínar
Nú ætla ég að fara að lúlla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pissudúkkur
16.9.2007 | 13:40
Asskoti held ég að það sé súrt að hafa hlotið stranga þjálfun sérsveitamanns og draum um að slá í gegn sem slíkur, en fá svo það hlutverk eitt að elta uppi ótýndar pissudúkkur heilu og hálfu næturnar. Þeir koma sennilega næst með sérþjálfaða hunda til að þefa uppi forherta fretnagla, ekki yrði ég hissa. Persónulega finst mér hlandlykt vond, en halló! ég nenni nú ekki að velta mér mikið upp úr svona lágkúru. Á meðan að ofbeldi eykst, fólki er misþyrmt og konum nauðgað á hrottalegan hátt dunda laganna verðir sér við að pissa í skóinn sinn.
Annað var það ekki að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kósý kvöld
16.9.2007 | 01:49
Ég átti mjög svo kósý kvöld í kvöld Medium nautavöðvi nammi namm, mín yndislegu börn, barnabarn tengdabarn og eiginmaður sátum við kertaljós og snæddum sem sé naut með öllu tilheirandi sem eiginmaðurinn eldaði, út af því að hann er miklu flinkari að sansa naut heldur en ég. Svo bara almennt appslevelsi út kvöldið
Ég er eitthvað hrikalega löt við skriftir þessa dagana eins og sést, svo er ég líka búin að vera frekar lasin, sóragigtin alveg í essinu sínu um þessar mundir Það styttist í næstu læknisskoðun og bind ég vonir við að eitthvað sé máske hægt að gera við t.d. mína veiku löpp. Annars allt í góðum gír
best að pilla sig í bælið og horfa á eina mynd eða svo.
Góða nótt og sofið rótt. Gangið hægt inn um gleðinnar dyr elskurnar mínar. kærleiksknús á liðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Betlarar
12.9.2007 | 22:19
Rosalega lýst mér vel á að Geir Jón fjölmenni með trúbræður sína í miðbæinn um helgar, ekki væri slakara ef hann fengi trúbadorinn og betlarana á Ómega með í för. Eiríkur og Laufdalinn yrðu í broddi fylkingar og miðbærinn myndi þagna með það sama, flestir hávaðaseggirnir tækju til fótanna og þeir sem ekki hefðu vit á að forða sér í tæka tíð, dyttu niður dauðir úr leiðindum. Mín skoðun er sú að Eiríkur sé ekki bara leiðinlegur, heldur gæti hann auðveldlega orðið landsliðsmaður í leiðindum ef slíkt lið væri til. Aftur á móti finnst mér Laufdalinn svo yfirgengilega væminn, spjátrungslegur og gjörsamlega laus við persónutöfra, en þeir eiga svo sannarlega ekki í vandræðum með að tala, mala þindarlaust hvor í kapp við annan. Líflegir hálskirtlarnir í þessum mönnum.
Svo myndu lögreglulaunin að sjálfsögðu renna óskert til betlaranna á Omega þannig væri þeim sem hafa gaman af að horfa á umrædda sjónvarpsstöð hlíft við sífelldum sníkjunum í þessum annars hástemmdu höfðingjum.
Það er örugglega ekkert svo slæmt, að þessir menn geti ekki læknað það með kraftaverki.
Góða nótt og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kærleikur
9.9.2007 | 14:17
Því ekki að vera bjrtsýn í lífinu, búast ávallt við hinu besta, finna ávallt það besta og skapa ávallt það besta? Bjartsýni gefur okkur kraft, svartsýni leiðir til veikleika og ósigurs. Þegar viðhorf okkar til lífsins er bjartsýnt örvum við alla í kringum okkur, gefum öðrum von, traust og trú á lífið. Alltaf er til von í lífinu, jafnvel þó hún sé aðeins örlítill flöktandi neisti til að byrja með, þegar hlúð er að litla neistanum með kærleika mun hann stækka og stækka uns hann verður að loga. Þessi logi er óslökkvandi og eilífur. Strax og kveikt hefur verið á honum mun ekkert geta hindrað að hann dreifist.
Sunnudagur er góður eins og aðrir dagar, ef við ákeðum að hann verði góður, þetta er allt svo mikið spurning um hugarfar,af hverju ættum við að rífa okkur niður fyrir það sem virðist vera misbrestir, mistök, gallar og annmarkar? Því ekki að snúa veikleika í styrk, göllum og annmörkum í kosti, með því að birta það jákvæða í lífinu í stað þess að dvelja við það neikvæða. Það er eitthvað svo mikil neikvæðni allstaðar, maður flettir ekki dagblaði eða horfir á fréttir öðruvísi en að mæta þar böli og leiðindum. Ég hef fengið nokkuð stóran skamt af sorg og vonbrigðum lífsins, engin sleppur við það, um það getum við verið viss. En ég get samt yfirgefið gærdaginn og þakkað fyrir nýjan dag í fullkomni trú og trausti á að þetta verði yndislegur dagur, allt sé eins og það á að vera og að allt muni ganga vel. Ekki hleypa óþægilegum og neikvæðum hugsunum að. Ef svo eitthvað neikvætt bankar upp á þá tek ég á því þegar þar að kemur en bíð ekki eftir því. Ekkert fellur mér í skaut fyrirhafnalaust frekar en öðrum, öll þurfum við að hafa fyrir lífinu á einn eða annan hátt. Við ættum aldrey að sætta okkur við að liggja í sjálfsvorkun og segja ég get ekki meir, það er hægt að gera svo margt dásamlegt í lífinu, við þurfum bara að gefa okkur tíma til að koma auga á það og leifa okkur að njóta þess.
Það er hægt að vera þakklátur fyrir svo ótalmargt í lífinu. Ef ég ætlaði að skrifa það allt niður yrði það langur listi, sem er gott, lífið er það sem ég geri úr því. Sérhver manneskja verður að finna sína ynnri leið og fara hana. Ef þú bankar á dyr kærleikans opnar hann fyrir þér án skylirða.
Bjartsýnis og kærleikskveðjur til allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hommalækning
8.9.2007 | 11:48
Ég get ekki orða bundist, hvílíkir fordómar! og það í Guðs nafni. Ég var að lesa helgar DV, þar er maður sem fullyrðir að hann geti læknað samkynhneigð, síðan hvenær varð kynhneigð sjúkdómur. Af hverju í ósköpunum ætti Guð að fordæma homma og lesbíur, sá Guð sem ég þekki fordæmir ekki, hvorki homma, lesbíur, lausláta eða bara gagnkynhneigða. Í mínum huga fordæmir Guð engan. Það fýkur í mig þegar svona silkisokkar telja sig vita allt um Guð almáttugan, og eiga enga ósk heitari en drottna yfir okkur syndavöskunum. Það er sama hvar gripið er niður í þessu dæmalausa viðtali, alls staðar sama steipan. Á einum stað talar hann um orsök og afleiðingu, þar tekur hann fíkla sem dæmi þar sem maðurinn hefur unnið svo mikið með slíka einstaklinga, og vitnar í að hann hafi upplifað það mjög sterkt að að flestir þeir strákar sem þar voru (voru bara strákar í hans umsjá) hefðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þeir sögðu að til þess að deyfa sársaukann hefðu þeir farið út í eyturlyf. Það er oftast afleiðing af einhverju öðru sem fólk lendir í ýmsum hlutum, til að mynda andlegu eða líkamlegu ofbeldi sagði þessi mikli snillingur. Ruglar greinilega saman sjúkdómum og kynhneigð, skildi maðurinn sem búin er að vinna svona mikið á meðferðarheimilum ekki vita að fíkn er sjúkdómur. Svo heldur hann því fram að margar konur hafi viðbjóð á karlmönnum af því hvernig karmaðurinn hefur farið með konuna, þær eru nebbla búnar að fá nóg af körlunum, og leiðast því út í að vera með öðrum konum, gáfuleg túlkun, ekki satt? Ég gæti haldið áfram en ætla að hætta áður en ég segi eitthvað sem ég gæti séð eftir seinna, ætla líka í slökun og hugleiðslu og tala við minn æðri mátt sem ég kýs að kalla Guð, ég get ekki leyft mér þann munað að vera reið, eða gröm lengi í einu, enda miklu skemmtilegra að vera hamingjusöm glöð og frjáls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eitt og annað
8.9.2007 | 01:28
Jamm og já, ég ætla að krota eitthvað smá, er orðin svooo þreytt Í dag fékk ég Hauk Leó (ömmustrákinn) lánaðan, alltaf er hann jafn mikið yndi þessi elska. Það er svo hrikalega gaman að gefa honum að borða, hann opnar alltaf munninn upp á gátt og ef honum finnst eitthvað rosa gott flýtir hann sér að kyngja, gefur sér þó tíma til að smjatta smá, í dag gaf ég honum epli og banana, skellti því mixarann og maukaði vel. Haukurinn kunni sko að meta svona nammi namm
Alveg er það merkilegt hvað það er stórkostlegt að vera amma, eða frekarstórkostlega merkilegt, það passar betur soleiðis. Við vorum að leika okkur og knúsast alveg endalaust, og aumingja Polli minn var svo sjúklega afbrýðisamur, enda telur hann að ég sé hans eign og er ekkert áfjáður í að deila mér með öðrum. Svo þegar að ég kom heim frá að skila Hauknum lá Polli kallinn algjörlega uppgefin eftir hlaupin og glennuganginn sem hann viðhafði til að beina athyglinni að sér. Við skötuhjúin fengum okkur ísrúnt, bara tvö alein, annað en hér áður og fyrr þegar bílinn var fullur af börnum, okkar börnum og vinum þeirra, þau voru alltaf til í ísrúnt, en nú eru litlu börnin mín alls ekkert lítil lengur og hafa annað við sinn tíma að gera en flandrast með foreldrunum út um dittin og dattinn. Þetta hljómar full biturt, aumingja greyið ég
En nei nei! þetta er ekki alveg svona, Snorri þáði nú sjeik, bara koma með hann takk, ég nenni ekki með. en heimasætan var ekki heima svo hún fékk ekki neitt
ha ha ha! Rosalega er ég fyndin eitthvað, eins gott að afkvæmin mín lesa ekki bloggið mitt. Tja held ég komi mér í bólið, eiginmaðurinn löngu sofnaður enda 6 daga vinnuvika hjá honum, stundum sjö, hann er sem sé ofvirkur í orðsins fyllstu merkingu. Alltaf vinnandi og vinnandi, ef hann fær einn frídag er hann annaðhvort að vinna eitthvað í húsinu eða þá að hjálpa öðrum, duglegur er hann, það verður ekki af honum tekið. Annars hafði ég það af í dag að rigga einni rjómamarengsávaxtatertu sem bíður spennt í ískápnum til morguns, þá er nebbla von á matargestum. Ég bíð góða nótt og sofið rótt.
Knús á alla
Og elskurnar mínar gangið hægt um gleðinnar dyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Boggan
7.9.2007 | 01:08
Hér er ég sest við tölvuna mína, ég er eitthvað svo grefilli andlaus veit ekkert hvað ég á að segja, kanski best að þegja þá bara. Nei ekki alveg strax, og þó held ég hafi þetta stutt í kvöld. Ég þarf líka að vakna snemma, fara með dúlluna mína í tannréttingarvesen, grillið losnar alltaf stuttu eftir að búið er að skipta um víra, alveg einstaklega pirrandi þar sem við verðum að skrölta til Reykjavíkur, ég sem er alls ekki að nenna því núna. Enda búin að vera á sífelldu flakki milli Reykjó og Akranes upp á síðkastið Svei mér ef að ég sakna ekki gömlu góðu Boggunnar, það var voða notó að planta sér um borð í skipið og láta fara vel um sig, vá hvað ég er farin að bulla mikið núna.
Akraborgin var sko aldeylis ekki í uppáhaldi hjá mér, þvert á móti. Það voru ófáar ferðirnar sem við mæðgurnar vorum grænar í framan með gubbuna í hálsinum, reyndar var frökenin ekki bara með hana í hálsinum, hún ældi alltaf, sama hvort sjórinn var sléttur eða úfinn. Þetta voru þvílíkar svaðilfarir fyrir okkur dömurnar, strákarnir urðu aldrey sjóveikir. Þeir fengu að fara túr og túr með pabba sínum þegar hann var á togaranum og stóðu sig eins og sannir sægarpar. Aftur á móti urðum við stelpurnar alltaf sjóveikar, líka í siglingunni á sjómannadaginn, það var nú frekar hallærisleg uppákoma
En ég býð góða nótt, ætla að pilla mér í mitt yndislega rúm.
Knús á ykkur
Læt fylgja hér eitt sætt gullkorn.
Þú getur ekki bætt ári við líf þitt,
en þú getur bætt lífi við árin þín. Knús í hús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Boggan
7.9.2007 | 00:39
Hér er ég sest við tölvuna mína, ég er eitthvað svo grefilli andlaus veit ekkert hvað ég á að segja, kanski best að þegja þá bara. Nei ekki alveg strax, og þó held ég hafi þetta stutt í kvöld. Ég þarf líka að vakna snemma, fara með dúlluna mína í tannréttingarvesen, grillið losnar alltaf stuttu eftir að búið er að skipta um víra, alveg einstaklega pirrandi þar sem við verðum að skrölta til Reykjavíkur, ég sem er alls ekki að nenna því núna. Enda búin að vera á sífelldu flakki milli Reykjó og Akranes upp á síðkastið Svei mér ef að ég sakna ekki gömlu góðu Boggunnar, það var voða notó að planta sér um borð í skipið og láta fara vel um sig, vá hvað ég er farin að bulla mikið núna.
Akraborgin var sko aldeylis ekki í uppáhaldi hjá mér, þvert á móti. Það voru ófáar ferðirnar sem við mæðgurnar vorum grænar í framan með gubbuna í hálsinum, reyndar var frökenin ekki bara með hana í hálsinum, hún ældi alltaf, sama hvort sjórinn var sléttur eða úfinn. Þetta voru þvílíkar svaðilfarir fyrir okkur dömurnar, strákarnir urðu aldrey sjóveikir. Þeir fengu að fara túr og túr með pabba sínum þegar hann var á togaranum og stóðu sig eins og sannir sægarpar. Aftur á móti urðum við stelpurnar alltaf sjóveikar, líka í siglingunni á sjómannadaginn, það var nú frekar hallærisleg uppákoma
En ég býð góða nótt, ætla að pilla mér í mitt yndislega rúm.
Knús á ykkur
Læt fylgja hér eitt sætt gullkorn.
Þú getur ekki bætt ári við líf þitt,
en þú getur bætt lífi við árin þín. Knús í hús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)