Færsluflokkur: Bloggar
Þetta ætlar ekki að ganga.
7.1.2008 | 01:10
![]() |
Óttuðust að Britney myndi vinna sonum sínum mein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólin á bak og burt.
7.1.2008 | 00:50
Þá eru jólin búin samkvæmt dagatalinu, ég er búin að hengslast við að pakka niður jólaskrauti í allan dag, með hangandi hendi. Ég verð alltaf jafn hissa á magninu þegar kemur að niðurtekningu skrautsins. Auðvitað bætist við um hver jól, svo tímir maður fáu að henda af gamla draslinu af því að það eru svo skemmtilegar minningar tengdar jólaskrauti.
Mér finnst samt sem áður ekkert verða tómlegt þó glingrið hverfi ofan í kassa, læt líka seríur sem eru ekkert jóló sjá um ljósastemminguna fram á vor. Það er bara kósí á dimmum vetrarkvöldum.
Best að pilla sig í rúmið, svo ég vakni til að hjálpa stelpunni minni í blaðaútburði sem fram fer á ókristilegum tíma.
Góða nótt og sofið sætt og rótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju?
7.1.2008 | 00:10
![]() |
Margir óku framhjá slösuðum manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mann má bara ekki neitt.
4.1.2008 | 12:28
Ekki hef ég trú á áramótaheitstrengingum, mér finnst áramótaheit eitthvað svo dæmd til að mistakast. Ég aftur á móti hef meiri trú á heitstrengingum á öllum öðrum dögum ársins, bara ekki 1. janúar. Til dæmis hætti ég að reykja 15. janúar fyrir tveimur árum, og er enn hætt. Ótrúlegt! En dagsatt Svo byrjaði ég í átaki 2. janúar í ár, engan sykur inn fyrir mínar varir meir
og ýmislegt annað, bæði erfitt og drepleiðinlegt. Er það ekki furðulegt að ég skuli vera að smá tína út allt sem gott er í mínu eigin lífi? Hvað geri ég svo þegar ekkert er orðið eftir til að taka út? Varla ástæða til að hafa áhyggjur af því, það á örugglega einhver snillingurinn eftir að sannfæra mig um að enn verði ég að skera niður lystisemdir lífsins, það er að segja ef ég vil ekki vera orðin stórsködduð á sál og líkama langt fyrir aldur fram.
Nú er svo fyrir mér komið að ég held dauðahaldi um þessa örfáu kaffibolla sem ég skammta mér yfir daginn. Ég tek ekki í mál að láta samvisku mína rífa af mér kaffið eins og allt annað það er svo átakanlega sorglegt að ég get engum kennt um þessa innrás í mitt auma líf nema mér sjálfri.
Hömluleysi mitt á öllum sviðum hefur ósjaldan komið mér í bobba, ekki get ég lift glasi í góðra vina hópi mér og öðrum að skaðlausu, þannig að það er hreint ekki í boði og hefur ekki verið lengi. Nú, að fá sér kaffi og sígó er nú ekki eitthvað sem mar leyfir sér lengur, eins og það var GOTT. Og framvegis verð ég að láta mér nægja að naga gulrót í stað þess að gúffa í mig súkkulaði og öðru góðgæti. Ja þvílíkur meinlætalifnaður sem býður mín á komandi árum. Það er ekki laust við að það örli á pínulítilli sjálfsvorkunn hjá minni þessa dagana, og lái mér hver sem vill.
Best að fara að fá sér gulrót eða hreðku, nammi namm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fégræðgin er mikil.
4.1.2008 | 10:47
![]() |
Ítrekað brotið á börnum á vinnumarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fattar hlunkurinn ekki skilaboðin?
4.1.2008 | 09:23
Ameríkanar eru baradúllur! Ef að ég yrði tvírukkuð fyrir hlaðborð vegna frjálslegs vaxtarlags myndi ég kannski fara í eitthvað sem heitir sjálfsskoðun eða öllu heldur sjálfsrannsókn, aðeins sonna að kanna hvort eitthvað sé ekki í lagi með matarvenjur mínar áður en ég ryki upp til handa og fóta, alla vega finnst mér alveg brjálæðislega pínlegt að rjúka í blöðin með skandalinn. Og kvarta og kveina yfir því að fá ekki að gúffa í sig mat á við fjóra meðal fituhlunka, á verði eins. Svo kórónar Breiðrassinn hneykslun sína með því að segja, Ég, ég, sem er ekki nema 130 kíló.
Veitingastaðurinn á mína samúð, hrikalega pirrandi þegar fólk ætlast til að aðrir haldi þeim uppi af því að þeir eru búnir að éta sjálfan sig út á gaddinn.
![]() |
Úthýst af veitingastað fyrir að borða of mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mínar eru engu minni
3.1.2008 | 08:39


![]() |
Eldur slökktur með stórum nærbrókum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og ég líka.
3.1.2008 | 08:07
Ókey þá! Fyrst Kim Kardashian opinberar furðulegar matarvenjur sínar ætla ég líka, ég ætla sem sagt að hætta að borða fansbrauð með tómatsósu............ Nei annars ég er löngu hætt því "svona næstum" En sú var tíðin að ekkert í veröldinni gat toppað þennan eftirlætisrétt minn. Já það þurfti nú ekki mikið til að gleðja mig á mínum bernskuárum. Og ekki þarf fræga fólkið að reka oft við til að fretið komist í heimspressuna. Þvílík og önnur eins stórfrétt, manneskjan bara hætt að borða djúpsteikt Oreo kex, eins gott og það nú er.
![]() |
Hætt að borða djúpsteikt kremkex |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sammála biskupi.
1.1.2008 | 21:26
![]() |
Alvarlegt ef börn rofna úr tengslum við þjóðararfinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spælegg og læti!
1.1.2008 | 07:26
Jæja þá! Er ég ekki barasta vöknuð, jú jú einmitt, alveg glaðvöknuð eftir rúmlega klukkutíma svefn. Ég vaknaði við þvílík óhljóð úr reykskynjaranum, mín undurfagra dóttir var sem sé að koma heim eftir áramóta útstáelsi og var svona líka gasalega svöng svo hún ákvað að skella eggi á pönnuna, hún er nú stundum soldið mikið að hugsa um eitthvað allt allt annað en það sem hún er akkúrat að gera í það og það skiptið, ekki veit ég hvað hún var að hugsa í þetta sinn, en alla vega var hún búin að setja pönnuna á helluna og kveikja undir, þegar ég kom niður í eldhús var hún að reyna að þagga niður í reykskynjaranum með svakalegum handasveiflum, en ekki náði dúllan nú batteríinu úr, hún hélt á smjörstykki í annari hendinni og sveiflaði hinni eins og brjáluð væri. Ekki hugkvæmdist heimasætunni að taka pönnuna af hellunni, hvað þá að slökkva undir henni.
En hvað um það, enginn vaknaði nema ég og Polli litli, litli ömmusnúðurinn svaf bara rólegur hjá afa sínum, sem rumskaði ekki heldur, Snorri steinsvaf líka í öllum hávaðanum. En ég held að ég pilli mig bara upp í rúm aftur og geri heiðarlega tilraun til að sofna.
Bið að heilsa. Bæjó Spæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)