Sammála biskupi.

Nú er ég alveg hjartanlega sammála biskupinum, við verðum að standa okkur betur í að fræða börnin okkar, það má svo sannarlega auka kristinfræði og önnur trúarbragðafræði í skólum landsins. Einnig finnst mér að það mætti bæta sögukennslu og breyta svolítið áherslum þar, mér finnst sorglegt hvað börn og unglingar vita lítið um forfeður sína, og þá meina ég nær en Íslendingasögurnar sem eru vægast sagt mjög svo ýktar og skrautlegar. Við þurfum ekki að fara nema um 100 ár aftur í tímann, unglingar í dag vita almennt mjög lítið hvernig lífið var fyrir hundrað árum, það eru til ótal margar bækur sem hægt væri beinlínis að nota sem kennslubækur. Persónulega finnst mér Íslendingasögurnar svo ótrúverðugar, ofbeldisfullar og hundleiðinlegar, sumar hverjar að minnsta kosti, að það mætti alveg minnka kennsluna þar. Svo er það móðurmálið sem er liggur við að týnast í öllum slettunum, sumt fullorðið fólk er engu skárra en krakkarnir í þeim málum. Jæja nenni ekki meir. Er farin að horfa á Syndir Feðranna.
mbl.is Alvarlegt ef börn rofna úr tengslum við þjóðararfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gleðilegt ár Hófý!

Hafðu það sem allra best á nýju ári, fylltu af skapandi skemmtilegheitum

Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.1.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband