Færsluflokkur: Bloggar

Kreppa!

Ef það er ekki komin kreppa, þá heiti ég ekki Hófý Blush Fuss og svei! Hvar endar þessi dýrtíð? Matvælaverð er auðvitað hæst á Íslandi, nema hvað? T0llar og vörugjöld nema allt að helming á sumum vörutegundum, eins og til dæmis, kjúklingabringur, ostar, pulsur, franskar kartöflur og frosnar pítsur, ekki kanski alveg það hollasta, það er að segja pulsurnar og frönskurnar, og vel hægt að lifa góðu lífi án þess að gúffa slíku sjoppufæði í sig. En án kjúklingabringa vildi ég ekki vera, svo mikið er víst.

Einhversstaðar las ég að matvælaverð hafi hækkað um 5,7% á Íslandi frá því að virðisaukaskattur var lækkaður um 7%. Hér er eitthvað greinilega ekki að virka sem skyldi, ég efast stórlega um að þessar hækkanir eigi sér eðlilegar skýringar, og lái mér hver sem vill. Mér skilst þó að hækkuin sé aðalega rakin til hækkandi heimsmarkaðsverðs, bændur segja okkur að enn þurfi að hækka verð, vegna hækkunnar á aðföngum, heyrt hef ég að lækka þurfi tolla af fóðurblöndu til bænda, hvað ætli ég viti um það svo sem? Ekki mikið alla vega, hins vegar veit ég að lambalæri er ekki það ódýrasta í kjötborðinu og örugglega ekki á borðum hins almenna launþega í hverri viku. Eða þá ein skitin jógúrt, 75 kall takk fyrir, við erum að tala um nokkrar teskeiðar af mjólkurglundri bragðbættu með sykri og einhverju gervidóti. Já það er orðið vandlifað í veröldinni, ekki satt?

Það sem er svo fáránlegast í dæminu er allur þessi aukakostnaður sem leggst ofan á innkaupsverð á influttum matvörum. Sem er sum sé, aðflutningsgjöld, kostnaður við útboð á kvóta, magntollur, heildsölu og smásöluálagning, virðisaukaskattur, smásöluverð, flutningskostnaður, ég er ekki í neinum vafa um að það er vel grundvöllur til að minnsta kosti lækka þessi gjöld eitthvað, þó ekki væri annað. Það er ógeðslega pirrandi og niðurdrepandi að þurfa að borga alla þessa peninga til þess eins að geta etið sig saddan.


Hvað er þetta með pelsa og þjófa?

Pelsar hafa mikið aðdráttarafl, einkum og sér í lagi í fatahengjum veislusala, fyrir einhverjum árum var pelsinum hennar mömmu minnar stolið úr fatahengi í veislusal í höfuðborginni, í salnum fór fram afmælisveisla og hafði mamma sett pelsinn í fatahengið eins og lög gera ráð fyrir, þegar hún svo ætlaði að ná í pelsinn var búið að taka hann, en þjófurinn sá var ekki alslæmur, hann skyldi nebbla eftir annan pels, sem var bæði minni, ljótari og miklu lélegri, held að sá hafi verið úr annað hvort úr rottu eða músaskinni , nei nei, segi bara svona......Pelsinn hennar múttu kom aldrei í leitirnar, þrátt fyrir auglýsingar í útvarpi og fleira. Svona geta nú sumir verið forhertir.


mbl.is Stal pels og spásséraði um miðborgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir mig á.....

Einmitt það já! Minnir mig á dáldið sem ég hef í fórum mínum.....Dad arad adaaa Whistling Kanski afkomendur mínir komi því til skila eftir 100 ár. Ég er nebbla mikill bókasafnstrassi og hef borgað ófáar krónurnar í sektir í gegnum tíðina, það sem gerist alltaf er að þegar samviskubitið er orðið mér ofviða, tek ég mig til og safna saman skruddunum sem ég hef sankað að mér í mislangan tíma, skunda svo beinustu leið upp á bókasafn og reyni að sannæra bókaverðina um að ég sé með afbrigðum seinlæs, það tekst hins vegar aldrei Frown Þá er ekki um annað að ræða en að borga þeim fúlgu fjár, sem ég sé undantekningalaust mikið eftir, en first ég er nú loksins komin í safnið finnst mér alveg gráupplagt að fá að láni eins og nokkrar bækur, svona til vonar og vara ef ég skyldi nú gefa mér tíma til að glugga eitthvað í þær, sem reyndar gerist svo ekki. Synd að það sé búið að leggja niður sektarlausu dagana, það var þó huggun harmi gegn að geta altént stólað á þá. Wink
mbl.is 100 árum of seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er ég hissa

Ég er ekki hissa á að veslings stúlkan sé ekki að selja sig fyrir slikk, það er nú ekki alveg ókeypis að búa á Manhattan eins og kemur fram í fréttinni, hún hefur bara hreint ekki haft aðra kosti í stöðunni eins og dýrtíðin er orðin, Ashley kann greinilega að bjarga sér, og skítt með ríkisstjórann, hún verður pottþétt ekki í vandræðum með að finna annan "Drjóla" sem er tilbúin að borga vel dráttinn.LoL
mbl.is Spitzer greiddi vændiskonu 300.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins!

Hæ hæ! Loksins er ég komin með netið og splunkunýja tölvu, ekkert minna takk fyrir takkSmile Heldur betur hátíð á heimilinu núna. Enda erum við búin að vera netlaus síðan við fluttum, sem er kanski ekki svo ýkja langur tími, hvernig fór maður eiginlega að hér áður og fyrr? Ég er ekki heldur búin að koma sjónvarpinu í stand, eintómt vesen með það batterí, ég er búin að fá nýjan afruglara og örbylgjuloftnet sem gagnast mér svo sem ekki baun þar sem ég kann ekkert á sollis humbúkk Wink Ég get ekki sagt að það komi sér neitt ílla, ég hef bara ekki haft nokkurn tíma í sjónvarpsgláp, svo vita þeir sem mig þekkja að ég verð nú seint talin mikill sjónvarpsglápari, það sjaldan að ég sest fyrir framan það steinsofna ég yfirleitt innan fimm mínútna. Ekki eru ungarnir mínir heldur að farast yfir sjónvarpsleysinu, enda nóg til af dvd efni á bænum. Hugsa samt að ég reyni að fá einhvern í málið, alla vega fyrir jólWhistling

Ég er enn að brasa í að koma mér fyrir eftir flutninginn, skil ekkert í hvað þetta tekur langan tíma, hef líka verið á eilífu flakki síðan ég flutti. Á morgun er ég að fara í hárkollupartý með þrususkemmtilegum konum, og er ég búin að verða mér úti um forláta hárkollu til að spranga um með á mínu gáfaða höfði LoL

Læt hér staðar numið að sinni, og býð góða nótt.


Þvílík hneisa.

Aumingjans stelpugreyið, hrikalegt að vera aðeins 16 ára og vera 7 barna móðir. Hún má pottþétt ekki nota verjur, þetta ofsatrúarlið er ekki alveg með öllum mjalla, að ætlast til að unglingar passi upp á þessi mál þegar fullorðnir eiga fullt í fangi með það. Ég þoli ekki svona klikkhausa, að leggja svona lagað á 16 ára stelpu er ekkert annað en mannvonska, og hverjir ætli feðurnir séu, kanski einhverjir giftir karlfuskar, ekki víst að stelpan hafi haft eitthvað val um það hvað hún vildi, eða hvort hún vildi yfir höfuð sofa hjá eður ey, hvað þá hvort hún vildi eignast börnin, það er alveg með ólíkindum hvað fólki dettur í hug að réttlæta, í nafni trúarinnar, hvað annað?
mbl.is Unglingsstúlka eignast aftur þríbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farandverkamenn

Nú eru það útlendingar sem eru farandverkamenn á okkar litla Íslandi, fyrir nokkuð mörgum árum var ég farandverkamaður og Bubbi líka, en ég stórefast um að Geir hafi verið í þeim bransanum, að minnsta kosti var hann ekki á þeim stöðum sem ég var á. Bræður og systur I love you all.
mbl.is Sungið gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt!

Já einmitt! Bætur til aldraðra og öryrkja hækka um 3-4% meðan lægstu laun hækka um 15%, hvar er réttlætið eiginlega. æji jú auðvitað þær hækkuðu nebbla svo mikið um áramótin um heilar 3000-4000 krónur. Jóhanna er ekki hótinu skárri en hinir silkisokkarnir, það er nú komið í ljós. Loksins þegar hennar tími er kominn, hvað gerir hún þá? Nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut sem vert er að leggja á minnið, þetta er allt sama tóbakið þetta ráðherralið, um leið og stjórnmálamaður er kominn í stólinn gerir hann ekkert af viti og hana nú.
mbl.is Bætur hækka um 3 til 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tla sko ekki að missa af þeim.

Ég ætla sko ekki að missa af dagvaktinni, næturvaktin var frábær, Georg Bjarnfreðarson er náttla bara óþolandi gaur, sonna ýktur uppvöðsluseggur sem fynnast á flestum stórum vinnustöðum og líka litlum, það minnir mig á að þegar ég var 16 ára var ég að vinna sem gangastúlka á taugadeild Landspítalans, og þar var kerling sem mér fannst eldgömul á þeim tíma, sem er kanski ekki alveg að marka, sökum þess að á þessum aldri finnst manni allir sem komnir eru yfir 25 ára vera hundgamlir, en hún var reyndar komin vel yfir miðjan aldur þessi kona.

Ég var ekki fyrr mætt í vinnuna að hún var komin til að setja út á mín störf, hún fylgdist með hverju fótmáli hjá mér, hún meira að segja treysti mér ekki til að hella hlandinu úr bekkenonum skammlaust, og elti mig allt sem ég fór, ég efast um að blessuð manneskjan hafi skilað sínu dagsverki þar sem allur hennar tími fór í að fylgjast með mínum verkum, sem ég skilaði samt sem áður bara vel, að minnsta kosti var annað starfsfólk og sjúklingarnir ánægt með mig.

Sumir verða alltaf að vera að skipta sér af og setja út á, ég man að fyrir rest var ég farin að svara konukindinni fullum hálsi, enda alveg komin með upp í kok af afskiptaseminni, hún hét alveg stórfurðulegu nafni rétt eins og hann Georg Bjarnfreðarson, reyndar er það móðurnafnið hans sem er furðulegt, þeir Daníel og hinn, man ekki hans nafn í augnablikinu, eru æðislegir líka, eitthvað svo krúttlegir.


mbl.is Starfsfólk Hótels Bjarkalundar bíður spennt eftir Dagvaktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hissa

Ekki er ég hissa eins og aðbúnaður þeirra er hér á landi, ég hef svo sem ekki hugmynd um hverju þeir eru vanir heima hjá sér, tæplega mjög góðu. Mér finnst reyndar alveg komið nóg af af útlendingum á okkar litla landi, og mér er nokk sama þó fólk kalli mig rasista, það er bara beinlínis hallærislegt að koma inn á kaffihús á Íslandi þar sem enginn starfsmaður kann Íslensku, ég hef oftar en einu sinni lent í pínlegum uppákomum á veitingastöðum hér á landi þar sem starfsfólk hefur einungis talað sitt móðurmál, ekki einu sini getað bjargað sér á ensku.
mbl.is Pólverjar snúa í auknum mæli aftur heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband