Hvað er þetta með pelsa og þjófa?

Pelsar hafa mikið aðdráttarafl, einkum og sér í lagi í fatahengjum veislusala, fyrir einhverjum árum var pelsinum hennar mömmu minnar stolið úr fatahengi í veislusal í höfuðborginni, í salnum fór fram afmælisveisla og hafði mamma sett pelsinn í fatahengið eins og lög gera ráð fyrir, þegar hún svo ætlaði að ná í pelsinn var búið að taka hann, en þjófurinn sá var ekki alslæmur, hann skyldi nebbla eftir annan pels, sem var bæði minni, ljótari og miklu lélegri, held að sá hafi verið úr annað hvort úr rottu eða músaskinni , nei nei, segi bara svona......Pelsinn hennar múttu kom aldrei í leitirnar, þrátt fyrir auglýsingar í útvarpi og fleira. Svona geta nú sumir verið forhertir.


mbl.is Stal pels og spásséraði um miðborgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband