Loksins!

Hæ hæ! Loksins er ég komin með netið og splunkunýja tölvu, ekkert minna takk fyrir takkSmile Heldur betur hátíð á heimilinu núna. Enda erum við búin að vera netlaus síðan við fluttum, sem er kanski ekki svo ýkja langur tími, hvernig fór maður eiginlega að hér áður og fyrr? Ég er ekki heldur búin að koma sjónvarpinu í stand, eintómt vesen með það batterí, ég er búin að fá nýjan afruglara og örbylgjuloftnet sem gagnast mér svo sem ekki baun þar sem ég kann ekkert á sollis humbúkk Wink Ég get ekki sagt að það komi sér neitt ílla, ég hef bara ekki haft nokkurn tíma í sjónvarpsgláp, svo vita þeir sem mig þekkja að ég verð nú seint talin mikill sjónvarpsglápari, það sjaldan að ég sest fyrir framan það steinsofna ég yfirleitt innan fimm mínútna. Ekki eru ungarnir mínir heldur að farast yfir sjónvarpsleysinu, enda nóg til af dvd efni á bænum. Hugsa samt að ég reyni að fá einhvern í málið, alla vega fyrir jólWhistling

Ég er enn að brasa í að koma mér fyrir eftir flutninginn, skil ekkert í hvað þetta tekur langan tíma, hef líka verið á eilífu flakki síðan ég flutti. Á morgun er ég að fara í hárkollupartý með þrususkemmtilegum konum, og er ég búin að verða mér úti um forláta hárkollu til að spranga um með á mínu gáfaða höfði LoL

Læt hér staðar numið að sinni, og býð góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband