Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hvar er náungakærleikurinn?

Mig langar aðeins að tjá mig um komu flóttafólks hingað til okkar á Skagann. Þar sem mér finnst mjög sorgleg umræða vera í gangi og fólk soldið mikið ætla að allir Skagamenn séu eindregið á móti komu þessara einstaklinga hingað á Akranes. Það er mikill misskilningur að Skagamenn séu almennt ekki tilbúnir að taka vel á móti þessu fólki. Fyrst í stað leist mér ekkert allt of vel á komu þeirra, en ég hef algjörlega skipt um skoðun. Undirskriftarlistar hafa skilst mér gengið hér um í bæjarfélaginu til að mótmæla komu þeirra, það eitt og sér finnst mér persónulega svo yfirgengilega aumingjalegt og lágkúrulegt að ég á hreint ekki orð yfir það.

Þessar konur eiga akkúrat ekki neitt, jú annars þær eiga heil mikið, þær eiga nefnilega börnin sín, að minnsta kosti ennþá. Konurnar og börnin þeirra hafa horft upp á þvílíkar hörmungar og við gætum ekki ýmindað okkur þann sársauka sem þau hafa upplifað, jafnvel þó að við værum öll af vilja gerð.

En við getum hjálpað þeim og það er siðferðisleg skilda okkar að leggja eitthvað af mörkum stríðsþjáðum þjóðum til handa. Það eru um 100 manns á biðlista hér eftir félagslegu húsnæði, sem er að sjálfsögðu ekki gott, en það kemur þessu máli bara alls ekkert við, þetta fólk fer ekki í félagslegt húsnæði. Það koma peningar frá ríkinu með þeim eins og öllum ætti að vera orðið ljóst. Flóttafólkið er ekki að fara að taka peninga úr félagslega batteríinu hér, og biðlistar hvorki lengjast né styttast út af þeim.

Ég hef rætt við marga Skagamenn sem eru tilbúnir að taka vel á móti þessu illa stadda fólki, ég hef líka heyrt í fólki sem er meir en tilbúið að vera stuðningsfjölskylda fyrir þau, það heyrist því miður alltaf hæst í hávaðaseggjunum, ekki satt?

Ég mundi vilja sjá að þessum ljótu undirskriftarlistum yrði eytt og þið sem eruð svona mikið á móti komu þessa fólks hingað til okkar vil ég segja, endurskoðið hug ykkar, prufið að setja ykkur í þeirra spor, hugsið um litlu börnin sem aldrei hafa fengið að lifa eðlilegu lífi.
Æ sér gjöf til gjalda". Ef þið ætlist til umburðarlyndis gagnvart ykkur sjálfum er ekki nema sanngjarnt að þið gjaldið líku líkt.

Sem betur fer þekkjum við ekki lífsbaráttu fólksins sem um ræðir af eigin raun, það þýðir samt ekki að við getum ekki að minnsta kosti reynt  að setja okkur í þeirra spor, sleppa sjálfshyggjunni og eigingirninni og draga fram góðu kostina, kærleikann, náungakærleikann og umburðalyndið. Þetta á alls ekki að snúast um pólitík, sem það þó því miður gerir, ég hef tekið þá ákvörðun að kjósi Frjálslynda flokkinn ekki aftur, að minnsta kosti ekki eins og hann lítur út núna.


mbl.is Höfum tekið á móti 481 flóttamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tasmaníuskollinn

Ég sem hélt alltaf að Tasmaníuskollinn væri tilbúin
teiknimyndapersóna, já maður getur nú ekki vitað allt.
Ég hélt líka lengi vel að Mannapar væru ekki til í alvöru,
nú veit ég hins vegar að svo er, veit meira að
segja hvernig þeir líta út.
Maður er alltaf að læra.....Smile

mbl.is Tasmaníudjöfullinn að deyja út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónei! ekki aldeilis.

Ónei! Það erum við svo sannarlega ekki öll, ástir og örlög hinna konungbornu hafa aldrei vakið áhuga hjá mér.
Mér finnst þetta eðalborna lið svo átakanlega tilgerðarlegt og hundleiðinlegt, ég veit hvað Breta drollan heitir og jú ég veit líka hvað Dana drollan heitir, mikið meira veit ég ekki nema náttla þessir  þrautleiðinlegu Breta prinsar og svo hinn forljóti og púkalegi yfir Breta prins hann Kalli. Það er ekki einu sinni að þetta lið gleðji augað, hvað þá meira, flest öll frekar ófríð að mínu mati.
Persónulega finnst mér lágmark að þetta lið gleðji augað, þó ekki sé annað. Það væri alla vega meira gaman ef þau væru ekki svona púkó, eftir lát Díönu hef ég ekki nennt að lesa fréttir um fólk sem telur sig vera með blátt blóð í sínum konungbornu æðum, Díana var alla vega sannkallað augnakonfekt og hafði mikla útgeislun, mér fannst líka svo gaman að sjá hvað hún var alltaf smart... En þetta eru náttla bara mínar skoðanir..

mbl.is Arðbær konungleg brúðkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt!

Þetta hélt ég nú að engum hugsandi manni dytti til hugar,
að henda logandi sígarettu í ruslatunnu!
Greinilegt að sumir eru minna hugsandi en aðrir Crying

mbl.is Eldur kom upp fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið!

Skrítið! Ég hélt það værum við sem værum sigurstranglegust eins og venjulega. Hvað ætli Svíarnir geti svo sem? Alltaf sami derringurinn í þeim, ekkert nema montið. Iss, piss við tökum þá nú í nefið eins og okkur einum er lagið. Whistling
mbl.is Svíar sigurstranglegastir samkvæmt könnun BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott ef þeir Íslensku hugsuðu á svipuðum nótum.

Gott væri ef Íslenskir þingmenn tækju sér þá þýsku til fyrirmyndar,
ekki mjög líklegt svo sem, ætli þeir myndu ekki frekar lækka nánasalegar bætur öryrkja og ellilífeyrisþega, það tel ég alla vega mun líklegra.
Kannski soldið sonna biturt hjá minni, en jámm svona er mar nú asskoti bitur og fúll Crying

mbl.is Þingmenn hafna launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rasisti ofnotað.

Ó may God! Ekkert má nú orðið án þess að allt verði vitlaust, fólk virðist vera búið að tapa öllum húmor, RASISTI er að verða ofnotað orð á Íslandi í dag. Ég veit hreint ekki hvar þessi hringavitleysa endar eiginlega, ef hún þá einhveratíma endar á annað borð.
Mér finnst þessi mynd ekkert hrikalega fyndin, enda er ég með alveg fáránlegan húmor, en mér finnst heldur engin ástæða til að fara að grenja yfir henni, fyrr má nú vera viðkvæmnin í þjóðarsálinni.....Dísús Kræst!


mbl.is Myndasaga Sigmunds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónatatilfinning.

Svakalega bregður manni eitthvað ónotalega við svona fréttir þegar manns nánustu eru á staðnum, það er víst þessi meðfædda móðursýki okkar mæðra sem heltekur mig stundum...úff! Hrikalega ónotaleg tilfinning.Undecided
mbl.is Strætisvagnaslys við Tower Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saklausir gjalda.

Einmitt það! Saklausir borgarar
þurfa enn að gjalda fyrir þessa
viðbjóðslegu herforingjastjórn
ég hefði talið að það ætti
að vera í forgangi að hjálpa
fólkinu, burtséð frá glæpum
stjórnarinnar, en það virðist
vera endalaust hægt að
auka á eymd vesalings
fólksins sem er svo
óheppið að þurfa að
lifa í þessu ömurlega landi.

mbl.is Alþjóðabankinn veitir Búrma ekki fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glætan!

Glætan spætan! Hvað skyldi vera kjánalegra en allsbert hjólreiðafólk?
Mér finnst það að minnsta kosti alveg hrikalega fáránleg sjón, dinglumdanglið lafandi eða standandi, og vissir líkamspartar dinglandi óheftir í allar áttir.......O may God!...Brjálæðislega klikkað lið, eða það finnst mér.W00t

mbl.is Hjólreiðamaður í steininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband