Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Það sagði mamma mín alltaf.

Þetta er akkúrat það sem hún mamma mín hefur alltaf sagt,
ég tók það svo upp eftir henni og hef notað það óspart á
ungana mína, þeim til lítillar ánægju,
ég er hins vegar alveg sannfærð um að þetta
er alveg hárétt.

mbl.is Börnum hollt að leiðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðan daginn!

CoolJa gud dag! Þá er maður kominn í morgunkaffið og bloggeríið nátla líka, hafði það af að vakna kl. 5 í morgun skundaði svo sem leið lá með blöðin, Haukur minn vaknaði fyrir hálf átta brosandi eins og venjulega, það er með ólíkindum hvað þetta barn er alltaf glatt, hann er hreinlega brosandi út í eitt þessi elska allan liðlangan daginn. Hann er svo meðfærilegur og einstaklega geðgóður litli kallinn minn, getur dundað sér alveg endalaust, já það er nú ekki mikið mál að passa svona barn.

Í gærkvöldi passaði Snorri frænda sinn á meðan ég skrapp í Reykjó á þrusugóðan fund, pössunin gekk eins og í sögu, enda elska þeir hvorn annan frændurnir, Snorri er svo svakalega passasamur með litla manninn, lítur ekki af honum á meðan hann er á hans ábyrgð. Foreldrarnir eru svo væntanlegir til landsins á fimmtudag.

Já, já allt í gúudý fíling bara eins og það á að vera , allir léttir og kátir á bænum enda komið sumar....Cool


Glamúr eða Glassúr?

Um hvað snýst þessi keppni eiginlega? Varla um músík, það er held ég  alveg klárt. Mér dettur helst í hug að hún snúist aðallega um vinsældir, glamúr og yfirgengilega sýndarmennsku, sem er svo sem í góðu lagi mín vegna, enda frjálst val fyrir mig hvort ég fylgist eitthvað með þessu eður ey. Horfi samt örugglega á einhvern hluta af glassúrnum á laugardaginn.


mbl.is Eurobandið í sveiflu í Belgrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það var mikið.

Það var mikið að þessir fávitar tóku huliðshjálminn af hausnum um á sér, það er með ólíkindum hvernig þessir skítalubbar geta farið með fólk, og að þeir komist upp með það er enn verra.
Það er svo óþolandi mikil mannvonska í þessum heimi, og gæðunum mjög svo misskipt, sumir borða mörgum sinnum meira en þeir þurfa á meðan að aðrir hafa akkúrat ekkert til að seðja sárasta hungrið... Endalaust óréttlátt.


mbl.is Búrma heimilar Asíuríkjum að taka þátt í hjálparstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að vakna.

Vááá! Hvað var erfitt að rífa sig upp í morgun, fór ekki fram úr fyrr en klukkan 6, svo um leið og ég var komin út og byrjuð að bera blöðin í hús þá hvarf mér öll þreyta og ekki spillti nú veðrið fyrir.
Haukur Leó ræsti Svandísi fyrir átta, hann dröslaði dömunni á fætur einn, tveir og tíu... En hún lagði sig svo bara aftur þegar ég kom, miklu meira gaman hjú unglingunum að vaka fram eftir nóttu svo það þarf nú að lúlla dálítið á morgnana, alla vega þar til fólk þarf að mæta í vinnu.
Polli er allur rólegri enda fékk hann að fara í fjallið með Ausu sinni, það er alveg með ólíkindum hvað hún systa mín er dugleg, skokkandi upp um fjöll og firnindi í tíma og ótíma, Polli tapaði sér alveg úr gleði þegar skvísan birtist, ef hún kemur þá telur Polli minn það alveg víst að hann fái að fara í göngutúr.

Ég ætla að skreppa í bæinn í kvöld með góðum vinum, við ætlum að fara á ónefnda stofnun og miðla af reynslu okkar. Það er eitthvað svo fyndið að þurfa að redda pössun, en ekki mikið mál svo sem, Snorri minn ætlar að passa frænda sinn svo verður Auður sys á bakvakt ef Haukurinn skyldi nú kúka því Snorra líst ekkert á svoleiðis æfingar.
Læt þetta duga í bili, eigið góðan dag!Smile Það ætla ég að gera.


Gaman hjá kerlu.

Hrikalega aumkunarvert líf sem þessi kerling á, að eyða ævinni í að hafa áhyggjur af áliti annarra, óspjölluð og alles´komin á sjötugsaldur! W00t
Gaman hjá henni, eða þannig sko Whistling

mbl.is Rúmeni fær skírlífisvottun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá sboggerí

Hoj, hoj! Jæja ég ætla að skrifa eitthvað núna, ekki búin að blogga mikið síðustu daga, við Snúlli minn "Haukur Leó" erum að næra okkur, og ekki leiðist okkur það nú, á morgunverðaborðinu í þetta sinn er brauð með lifrakæfu, hann Haukur minn fúlsar nú ekki við solis trakteringum. Obboslega duglegur að borða drengurinn, ég elska að gefa honum að borða, en nú er verið að segja mér að hann geti orðið feitur þegar hann verður eldri, ég gef ekki mikið fyrir það.  Snorri minn verður seint kallaður matmaður mikill, og yfir því hafa flestir meiri áhyggjur en ég, svona hefur hann alla tíð verið og samt þrifist, ég hef farið með hann í blóðprufur annað slagið í gegnum tíðina og alltaf hefur hann verið með nóg blóð og ekki verið skortur á neinum efnum hjá guttanum, ég fór einmitt með hann í prufu í síðustu viku, sú prufa sýndi að hann skorti ekki neitt, skjaldkirtill í góðu lagi og sonna. Börn eru misjöfn eins og við fullorðna fólkið, það er ekki til neins að vera sífellt með áhyggjur yfir einhverju smotteríi, það er nóg að burðast með þær yfir stærri málum sem við þurfum öll að kljást við stundum.

Annars höfum við það geggjað gott hérna á Holtinu, pizzaveisla í gærkvöldi með mömmu, pabba og Auði sys sem kom til landsins í gær. Það er mikið fjör hér á bæ, Söngvaborg á fullu alla daga, svo þarf nú litli Snúlli að tæta soldið og skrúfa frá krananum á baðinu reglulega ef gleymist að loka hurðinni, amman varð rennblaut í gær og náttla gólfið, handklæðin og fleira, um að gera að láta hafa fyrir sér fyrst mann er nú hjá ömmunni sinni.

Svo er það hann Polli sem er að gera alla vitlausa með sinni alkunnu athyglissýki sem reyndar fer út yfir öll velsæmismörk þessa dagana. Afbrýðisemin er alveg að gera út af við litla dekurdýrið, ef Haukur er með eitthvað verður Polli að fá það, jafnvel þó líti aldrei við því ef Haukur er ekki á svæðinu. Það er nú líka hunderfitt að vera með ofnæmi fyrir nánast öllu matarkyns, fá alltaf sama prótínlausa sjúkrafæðið og sama sjúkra-hundakexið. Já það er ekki endilega mjög svo auðvelt að vera Polli litli, en hann er nú oftast  afskaplega hamingjusamur.

Jæja lítill maður kallar, vill að amma sín hætti í tölvunni núna, og amma hlýðir eins og góðum ömmum sæmir. Bæjó! LoL


Mjög svo rómantískt.

Það er einmitt það! Hvað skyldi það vera sem fólki ekki dettur í hug, held samt að þetta sé toppurinn á vitleysunni.
Mjög svo rómantískt að taka rýting með sér í rúmið, og enn rómantískara að skera elskhugann í ræmur á meðan að ástarleikurinn stendur sem hæðst. Hvað og í veröldinni skyldi þessum manneskjum eiginlega hafa gengið til? já sá spyr sem ekkert veit?

mbl.is Stakk hnífnum of djúpt meðan á ástarleik stóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttleg gæludýr?

Hrikalega stóra og þungar slöngur...ojojoj...Það má segja að þessar slöngur séu dáldið furðulegar skepnur, að minnsta kosti í okkar augum hér á hjara veraldar, en þó að þær séu furðulegar er það ekkert á við okkur mannskepnurnar, að hugsa sér að fólk hafi verið að dúllast með þessi kvikindi sem gæludýr... Já ég held að mannskepnan slái öllum öðrum skepnum við, hvað varðar furðulegheit...Tounge


mbl.is Risakyrkislöngur gera sig heimakomnar á Suður-Flórída
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg að gera.

Ég hef ekki haft nokkurn tíma til að blogga undanfarið, litli snúllinn á myndinni skaffar nebbla ömmu sinni næg verkefni. Hann ætlar að vera hjá mér í nokkra daga í viðbót.
Pabbi hans bjallaði í gær frá Lundúnum og höfðu þau það ákaflega gott skötuhjúin, þau sáu sko Paris Hilton, en hún var að árita ilmvatnið sitt nýja og hvað haldið þið, þau höfðu barasta engan áhuga á að fá áritun frá gellunni, ég er svo sem ekkert hissa hún er nú einu sinni bara eins og hún er. Auður sys kemur frá Möltu á morgun, það verður geðveikt að fá hana heim á klakann, Steinar ætlar að skutlast eftir skvísunni upp á völl, ekki til Möltu sko.
En ókey bæ bæ.....Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband