Erfitt að vakna.

Vááá! Hvað var erfitt að rífa sig upp í morgun, fór ekki fram úr fyrr en klukkan 6, svo um leið og ég var komin út og byrjuð að bera blöðin í hús þá hvarf mér öll þreyta og ekki spillti nú veðrið fyrir.
Haukur Leó ræsti Svandísi fyrir átta, hann dröslaði dömunni á fætur einn, tveir og tíu... En hún lagði sig svo bara aftur þegar ég kom, miklu meira gaman hjú unglingunum að vaka fram eftir nóttu svo það þarf nú að lúlla dálítið á morgnana, alla vega þar til fólk þarf að mæta í vinnu.
Polli er allur rólegri enda fékk hann að fara í fjallið með Ausu sinni, það er alveg með ólíkindum hvað hún systa mín er dugleg, skokkandi upp um fjöll og firnindi í tíma og ótíma, Polli tapaði sér alveg úr gleði þegar skvísan birtist, ef hún kemur þá telur Polli minn það alveg víst að hann fái að fara í göngutúr.

Ég ætla að skreppa í bæinn í kvöld með góðum vinum, við ætlum að fara á ónefnda stofnun og miðla af reynslu okkar. Það er eitthvað svo fyndið að þurfa að redda pössun, en ekki mikið mál svo sem, Snorri minn ætlar að passa frænda sinn svo verður Auður sys á bakvakt ef Haukurinn skyldi nú kúka því Snorra líst ekkert á svoleiðis æfingar.
Læt þetta duga í bili, eigið góðan dag!Smile Það ætla ég að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband