Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Skemmtileg?

115 ára! Mér reiknast til að hún hafi búið ein í 62 ár og búin að vera ekkja í 77 ár. Þvílík hreystikerling segi ég nú bara, hún hefur ekki verið að sóa miklum tíma í áhyggjur, það eru einmitt áhyggjurnar sem gera fólk gamalt og þreytt langt fyrir aldur fram, alla vega hafa þær mikil áhrif, svo mikið er víst. Nú ekki hefur konan heldur safnað umframforða utan á sig, sem skírir einnig þennan háa aldur og örugglega sitthvað fleira.

En það er eins gott að hún sé
skemmtilegt gamalmenni,
konan er búin að vera löglegt
gamalmenni í tæp 50 ár Whistling


mbl.is Elsta kona heims 115 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt

Þetta eru dapurlegar fréttir, ég segi bara aumingja fólkið sem keypti sér húsnæði á 100% lánum, mikið af þessu fólki er einmitt ungt fólk sem er að berjast við að koma þaki yfir höfuðið. Og hvað skeður nú? Skuldirnar eru orðnar himinháar, lánin hækka og eignirnar hætta að standa undir skuldasúpunni. Eftir situr fólk ekki bara eignalaust, heldur það sem verra er það situr uppi með skuldir sem það hefur ekki hugmynd um hvernig það á að borga.

Svo er annað sem ég er alveg gáttuð á og það eru allar þessar húsbyggingar sem hafa verið að rísa að undanförnu, hver á eiginlega að kaupa þessar eignir? Varla hafa auðmennirnir áhuga á að safna eignum sem enginn getur keypt og þá náttla ekkert á þeim að græða. Heyrt hef ég að verktakar séu að bjóða 100% lán á nýjum íbúðum, þú þarft sem sagt ekki að borga krónu úr eigin vasa, en þeim mun meira úr vasa einhverra annarra. Það segir sig sjálft að ekki getur það verið fýsilegur kostur að standa í þannig viðskiptum, bara að flytja inn og þakka fyrir að hafa tíma til þess svo ekki sé meira sagt, því auðvitað þarf að vinna til að geta borgað verktakanum kannski tvöfalt verð eignarinnar þegar upp er staðið, það skyldi þá ekki eiga eftir að koma á daginn að Pólverjarnir sem hér búa, séu einmitt með nokkuð raunhæfar væntingar til íbúðarhúsnæðis, hvaða máli skiptir hvar þú fleygir þér niður í þann stutta tíma sem þú ert ekki í vinnunni?

Bara smá pæling: Það getur ekki endað vel, ef kröfurnar verða svo miklar að við höfum aldrei tækifæri til að njóta þess að vera til.


mbl.is Fleiri nauðungarsölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forpokaður karl.

Að sjá þennan íburð í kringum páfann, alveg finnst mér fáránlegt að fólk skuli virkilega taka mark á þessu bullu á 21. Öldinni.
Bara það eitt að einhver skuli halda því fram að
Guð hafni öllum sem ekki tilheyra Kaþólsku kirkjunni
er út af fyrir sig svo yfirgengilega þröngsýnt viðmót
að ef það klingir ekki einhverjum bjöllum hjá
sæmilega hugsandi fólki þá er bara eitthvað
mikið að.

Þetta er svo átakanlega forpokaður karl
og engan vegin í takt við lífið og tilveruna.
Mér verður hreinlega flökurt af því einu að
horfa á þennan hottintotta predika yfir
sauðsvörtum almúganum. Hvað ætli hann
viti svo sem meira um Guð en ég?


mbl.is Trú páfa hindrar bætt samskipti milli trúarhópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt það sem vantaði.

Einmitt það sem okkur vantar Verslunarmiðstöð! Af þeim eigum við aldrei nóg, aðeins 20.000 þúsund fermetrar Wink 
Kreppa! Hvað er nú það? örugglega ekki eitthvað sem 
við  Íslendingar höfum áhyggjur af, ó nei við eigum alltaf
pening til að versla bráðnauðsinlegan óþarfa
og mikið af honum. Whistling
Við erum ekki klikkuð, við erum snarklikkuð
ætli við eigum ekki heimsmet í bruðli? W00t 

mbl.is Formleg opnun Holtagarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjöt er ekki sama og kjöt.

Innflutt kjöt eða ekki innflutt kjöt, mér stendur nokkuð á sama þannig lagað, ég er ekkert sérstaklega mikill kjötaðdáandi, gæti örugglega lifað á þess. Ég nenni bara ekki að læra að elda grænmetisrétti og sonna, finnst ekki það gaman að elda. En þegar ég kaupi, elda og borða kjöt þá vil ég hafa það 1. flokks, annars bara sleppa því. Ég vil engar andskotans ruður eins og til dæmis lufsurnar sem kallast hamborgarar en eru lítið annað en hveiti og fita. Eða þá Grísahakk! Oj bara maður má þakka fyrir að fituklessurnar renni ekki niður á gólf við steikingu, en já ég veit þetta eru náttla unnar kjötvörur.

Þá get ég tekið dæmi með grillkjötið okkar, sem oftar en ekki er vel falið í kryddlegi og olíu svo við sjáum ekki hvað það er gráleitt af elli, enda líka svo ólseigt að ég tel mig heppna að tína ekki tönnunum í hvert sinn er ég reyni að borða það, er samt ekki með falskar.Tounge

Ókey smá jákvæðni í restina, mér finnst brjálæðislega gaman að grilla og kaupi barasta ókryddað kjöt og vel það vel Grin


mbl.is Vilja ekki innflutning á fersku kjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti kannski reyna..

Mætti ég þá heldur biðja um svæfingu,
en ég er líka skræfa svo það er ekki
alveg að marka W00t
Væri samt alveg til í að prufa
hjá Tannsa, myndi samt láta
deyfa mig, svona upp á
öryggið.Blush
Já ég er ekki alveg sú hugrakkasta
þegar læknar eru annars vegar
og allra síst tannlæknar.Frown

mbl.is Dáleiddi sjálfan sig fyrir skurðaðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullandi afneitun?

Það eru til peningar í þessu landi, um það efast ég ekki. Hins vegar finnst mér forgangsröðunin ekki alltaf vera að gera sig, það að búa á götunni einn, og yfirgefinn af öllum þeim sem maður elskar er ekki eitthvað sem nokkur maður óskar eftir. Þeir sem eru hrjáðir og hraktir þurfa mest á hæli að halda, það er sorgleg staðreynd að margt götunnar fólk hefur í ekkert skjól að leita.

Formaður velferðasviðs Reykjavíkurborgar er annað hvort í bullandi afneitun á ástandið eða þá að hún er svona svakalega einföld og veit bara ekki betur. Það er pottþétt ekki undir 200 manns á götunni í dag.

Talandi um nóg af úrræðum fyrir fólk, 8 konur í konukoti, 16 manns í Gistiskýlinu, SÁÁ rekur tvö heimili eitt fyrir konur og eitt fyrir karlmenn, þar sem fólk getur búið í 6 til 12 mánuði eftir meðferð, man ekki hvað margir geta verið í einu, en það er enginn fjöldi. Hver eru þessi ýmsu úrræði? það þætti mér gaman að vita.

Mér finnst þetta ástand óviðunandi og til skammar.


mbl.is Heimilislausir fleiri en borgin telur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislega krúttlegt

Yndislega krúttlegt par Heart En þetta með brúðkaupsveisluna
segir kannski meira um okkur mennina en mörg orð.
Það er alveg með ólíkindum hvað sumt fólk er 
brjálæðislega stjórnlaust ef það finnur tækifæri
til að halda upp á eitthvað, og þá skiptir aldeilis ekki
neinu máli upp á hvað skal halda, ef enginn á
afmæli, jólin liðin eða ekki komin, engin að gifta sig,
eða bla bla bla, nú þá er bara um að gera að búa
til tilefni og slá upp brúðkaupsveislu, burtséð frá
því hvort brúðhjónin hafi hugmynd um að það
sé verið að fagna á þeirra kostnað LoL BARA FYNDIÐ Wizard
Talandi um að eiga sér ekkert líf Whistling

mbl.is Ástfangnir gíraffar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuggalegt.

Hræðilegt að svona skuli vera að gerast, og skuggalegt hvað þetta er komið nálægt okkur hér á þessu litla landi. Einhvernvegin er það nú þannig að þegar svona hrikalegir atburðir gerast svona nærri manni þá hreyfir það meira við manni. Ég fæ samt alltaf sting í hjartað þegar ég frétti af illri meðferð af börnum, sama hvar í heiminum það er. Sjálf "á ég" einn 7 ára gutta, hann Elqvin frá Venúsela sem ég styrki með mánaðarlegum greiðslum, ekki get ég nú sagt að ég finni fyrir þessum krónum sem ég borga til að hann geti átt heilbrigt líf þessi litli drengur, ég verð svo ósegjanlega glöð þegar ég fæ myndir og bréf frá litla krúttinu. Þetta eru svo litlar upphæðir sem þarf til að gefa börnum möguleika á mat, fötum og skólagöngu, allt eru þetta hlutir sem okkar börnum finnst sjálfsagt sem betur fer, þannig á það líka að vera. Ég held að mánaðargreiðsla sé um það bil 4 eða 5 sígarettupakkar........Og hver hefur ekki efni á því?


mbl.is Tvö handtekin vegna mannráns í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegir listamenn.

Það er sorgleg staðreynd að þessir "semí" listamenn hafi ekkert annað að gera á nóttunni en að skemma og spilla umhverfi sínu. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig hægt er að fá útrás í að krota á strætó, þessar manneskjur hljóta hreinlega að vera að geggjast úr leiðindum. Ef liðið finnst væri öllum greiði gerður með því að drífa liðið í þegnskylduvinnu, þau verða að hafa eitthvað fyrir stafni, það er deginum ljósara, örugglega hægt að nota þau í að mála eitthvað sem þarfnast málingu....Þetta finnst mér brilljant ráð, allir sáttir, glaðir og málararnir gætu svo sannarlega leyft listagyðjunni "í sér" að blómstra. Grin


mbl.is Krotað á strætó í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband