Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Því ekki að leifa honum að svelta?
21.4.2008 | 21:08
Maður sem tók þátt í að myrða 180.000 manns á ekki skilið að
á hann sé hlustað. Hvað þá að verið sé að teppa sjúkrahúspláss fyrir þennan brjálæðing, ég held það sakni hans ekki margir þó hann svelti sig í hel, það virðist líka vera það sem hann vill, eða kannski er hann bara að snapa sér athygli....Ég hef ekki meðaumkun með þessu krípi...
En örugglega hafa einhverjir annað um málið að segja, og það er líka allt í lagi.
Efnavopna-Alí í hungurverkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tóm tjara að hér eigi að rigna.
21.4.2008 | 12:24
Ég spái mikilli sól og endalausri sumarblíðu á Íslandinu í sumar. Það rignir lítið hjá okkur svona rétt til að væta gróðurinn trúi ég, enda ætla ég ekki að fara langt, ég ætla að vera á pallinum og sóla mig og sonna. Minnug síðasta sumars er ég dvaldi um mánaðartíma á Spáni í nánast óbærilegum hita langar mig ekkert sérstaklega að yfirgefa klakann í sumar. Ég er líka eitthvað svo sannfærð um að sumarið verður geggjað, ekkert nema blíða og yndislegheit. Ég get varla beðið eftir sumrinu tatarat ta!
Hlýindi í kortunum í sumar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ef þetta er list þá...
21.4.2008 | 11:59
Ef það er list að fá einhverjar fáránlegar
hugdettur í kollinn
til þess eins að geta sagt
ha ha ég var bara að ljúga.......
ja, þá veit ég ekki hvað skal segja
svo ég ætla í þetta sinn að
steinþegja.
Lygar sem listaverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ánægður með lífið
21.4.2008 | 11:46
Frábært að sjá fólk á þessum aldri svona hresst og ánægt með lífið og tilveruna, ef andlega líðanin er góð held ég að fólk geti ýmislegt, þrátt fyrir háan aldur, kallin er bara glæsilegur og hefur greinilega gaman af lífinu. En að ferðast um fótgangandi í 66 löndum er ekki fyrir hvern sem er, ég persónulega myndi ekki nenna því en það er nú líka allt önnur saga, og kemur svo sem fréttinni ekkert við, þannig séð....
Áttræður Bandaríkjamaður gengur umhverfis hnöttinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott á þá
21.4.2008 | 11:33
máltækið: Þú uppskerð eins og þú sáir.
Kannski þessir miklu töffarar hugsi
sig tvisvar um áður en þeir
láta til skarar skríða næst.
Látnir tína upp plastpoka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til hvers vegatollur?
21.4.2008 | 07:45
6% fleiri fóru um göngin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skelfileg þróun.
21.4.2008 | 07:33
Engar skýringar hafa fundist, ýskiggilegt finnst mér. Við erum að tala um 19 manns frá því í janúar á síðasta ári, eitthvað hlýtur að vera þess valdandi að svona mörg ungmenni í einum og sama bænum hafi tekið líf sitt á rétt rúmlega einu ári. Vonandi verður hafin ýtarleg rannsókn á þessum tíðu sjálfsvígum ekki seinna en núna og gerðar úrbætur ef það er í mannlegu valdi, það er örugglega hægt að bjarga mannslífum þarna ef menn komast að rót vandans og bregðast við í samræmi við það.
Þetta er skelfileg þróun sem verður að bregðast við á einhvern hátt.
Nýtt sjálfsmorð í welskum bæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Svæfandi Potter
20.4.2008 | 21:39
Ekki hef ég lesið Potter bækurnar, en ég hef horft eitthvað á myndirnar, ekki að ég hafi brennandi áhuga á Harry Potter, það er nú ekki svo gott.
Þegar börnin mín voru minni vissu þau fátt skemmtilegra en að horfa á myndir með mér, svo ég var nauðbeygð til að horfa á hinar ýmsustu ævintýra og teiknimyndir, oftar en ekki dottaði ég svo yfir skemmtuninni börnum mínum til mikillar mæðu. Ég reyndi sonna að sofa með annað augað opið því grísirnir fylgdust grannt með móður sinni og pikkuðu og potuðu um leið og þau urðu þess vör að mamman var fjarri góðu gamni komin inn í sinn eigin draumaheim.
Ég verð samt að viðurkenna að ein Potter myndin fannst mér bara nokkuð skemmtileg, það var nebbla sú sem ég náði að horfa á frá upphafi til enda.
Hringadróttinsaga var nú ekki síður vinsæl hjá mínum og auðvitað var ég látin horfa nauðug viljug.....Ég náði meira að segja að sofna á einni af þeim í Bíó, og það í Bíóhöllinni á Akranesi ekkert lúxus dæmi þar, sei sei nei bara gömlu góðu eldhúskollarnir á þeim bænum.....Djók það eru ekki eldhúskollar í Bíóhöllinni, hún er ógó flott, en ég náði samt að steinsofna og kom útsofin og endurnærð úr bíó.. og ekki í fyrsta sinn...
Potter of flókinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins fallegt að ég er hætt!
20.4.2008 | 21:20
Það er sko eins fallegt að ég er skilin við Bakkus eftir of löng og misgóð kynni, nógu andskoti gleymin er ég orðin þrátt fyrir skilnaðinn, en ég er forfallin krossgátu ráðari sem ku víst skerpa mitt gloppótta minni....
En hrikalega hlýtur tala Alsheimer sjúklinga vera há í Frkklandi samkvæmt þessari könnun og náttla líka á Íslandi.
Drykkja flýtir fyrir Alzheimer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drukkinn ökumaður.
20.4.2008 | 16:51
Þvílíkur hryllingur! 9 manns látnir í þessu hræðilega slysi, og sá sem olli því var drukkin.
Lífið verður ekki auðvelt hjá
aðstandendum þeirra sem létust
það verður heldur ekki auðvelt og
jafnvel ekkert inni í myndinni að
fyrirgefa manninum sem tók
sér það vald að drepa 9 manneskjur
og stofna jafnvel þúsundum annarra
í hættu.
Það verður tæplega heldur auðvelt fyrir ökumann jeppans að lifa með þessa skelfilegu staðreynd á samviskunni.
Hvenær skyldi okkur lærast að: Áfengi og Akstur fara ekki saman.
Senda sérfræðinga til Spánar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)