Forpokaður karl.

Að sjá þennan íburð í kringum páfann, alveg finnst mér fáránlegt að fólk skuli virkilega taka mark á þessu bullu á 21. Öldinni.
Bara það eitt að einhver skuli halda því fram að
Guð hafni öllum sem ekki tilheyra Kaþólsku kirkjunni
er út af fyrir sig svo yfirgengilega þröngsýnt viðmót
að ef það klingir ekki einhverjum bjöllum hjá
sæmilega hugsandi fólki þá er bara eitthvað
mikið að.

Þetta er svo átakanlega forpokaður karl
og engan vegin í takt við lífið og tilveruna.
Mér verður hreinlega flökurt af því einu að
horfa á þennan hottintotta predika yfir
sauðsvörtum almúganum. Hvað ætli hann
viti svo sem meira um Guð en ég?


mbl.is Trú páfa hindrar bætt samskipti milli trúarhópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líttu þér nær manneskja

Ari (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fullyrðingin í fréttinni (sem Mbl. hefur sennilega þýtt í einhverju aðgæzluleysi): "Páfi telur að eina leiðin til að komast í nærveru við guð sé í gegnum kaþólsku kirkjuna," er mjög skekkt og villandi lýsing á afstöðu páfans og kaþólsku kirkjunnar. Því er alls ekki neitað í kaþólskri trú – eins og hún er t.d. tjáð á 2. Vatíkanþinginu á 7. áratug 20. aldar – að aðrir trúaðir menn geti komizt í nærveru við Guð og orðið hólpnir.

Jón Valur Jensson, 20.4.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband