Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Geggjun

Þvílík geggjun! Ég get varla sagt mikið meira,
50 skot! á hverju ætli þessir vitleysingar séu
eiginlega.
Þetta kalla ég kynþáttahatur, bæði það
að skjóta manninn út af akkúrat ekki
neinu og svo að sýkna svona klikkhausa Sick
Skelfileg grimmd og óskiljanlegt brjálæði.

mbl.is Lögregla sýknuð í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sum störf kalla á heilasjálfstýringu.

Sum störf er hreinlega ekki hægt að vinna fyrr en maður er búin að setja heilann á sjálfstýringu: Sick
Eða það held ég, eins og til dæmis að vera öryggisvörður í verslun og hafa þann starfa einan að standa upp á endann og góna út í loftið. Eða þá að standa með auglýsinga skilti í miðju Oxfordstreet allan guðslangan daginn. Nú eða þá sonna lögga sem stjórnar umferðinni, að vera kassadama í Bónus, að vera gangavörður í skóla...og fullt fullt meira Undecided

mbl.is Leiðinleg störf setja heilann á sjálfstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúserar

Ef að þetta er satt og rétt þá held ég að löggan ætti nú aðeins að staldra við og skoða hvað það er sem veldur því að hún höndlar ekki aðstæður. Mér finnst lögreglumenn sýna algjört dómgreindarleysi hvað eftir annað án þess að þurfa að taka afleiðingunum. Þeir hreinlega missa sig í tíma og ótíma, haga sér eins og illa siðaðir uppkvöðulsseggir. Mér finnst eitthvað svo hallærislegt að sjá þegar lögga sleppir sér í hasar og læti, fæ á tilfinninguna að þeir séu að láta gamlan draum rætast, draum um að stjórna og drottna yfir öðrum. Þeir minna á litla lúsera sem eru enn að leika sér í löggu og bóvó.
mbl.is Lögreglan eyddi gögnum af farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara mótmæla eikurru.

Hopp og hí, það er bara gaman að lifa, eða er það ekki annars? Ungur piltur sagðist vara að mótmæla tilverunni, annar var að mótmæla háu bíóverði, og stúlka ein vildi aðallega mótmæla öllu, bara af því að það er svo ógislega gaman.

Jú jú áhrifin láta ekki á sér standa, ungmenni eru oft á tíðum dáldið áhrifagjörn, þau eru ekki síður ævintýragjörn og sækja í að vera þar sem stuðið er og öll vitum við hvar mesta fjörið hefur verið síðustu dagana.

Þá er um að gera að taka bara þátt í partýinu og hafa gaman af,
skiptir ekki nokkru máli hverju er verið að mómæla, það er sko algjört aukaatriði, það er örugglega ekkert vitlausara að mótmæla háu bíóverði, nú eða þá bara tilverunni yfir höfuð..LoL


mbl.is Ungmenni tefja umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég myndi tryllast

O mæ god! Myndi ég klikkast eða? Ég myndi flytja út á stundinni ef ég sæi rottu í nágreninu, ég þyrfti ekki einu sinni að sjá hana, nóg að einhver annar hefði gert það. Ef það eru til ógeðsleg kvikindi þá eru það rottur, ég verð ekki nærri því eins móðursjúk ef mýs láta á sér kræla, en samt pínu. Ég er sjúklega hrædd við rottur, samt hef ég alls ekki alltaf verið það. Þegar ég var lítil stelpa átti ég heima á Ránargötunni í Reykjavík, rétt hjá heimili mínu var stórt og mikið hús sem aldrei var kallað annað en Doktorshúsið, af hverju veit ég ekki, trúlega hefur læknir búið þar eða eitthvað, en örlög hússins urðu þau að það var rifið, ég veit heldur ekki af hverju það var gert.
Eftir stóðu svo rústirnar af húsinu og rottur hreiðruðu um sig og höfðu það bara gott. Eitt sinn kom ein RISA stór ROTTA í heimsókn til konu einnar sem bjó við hliðina á rústunum, og það skipti engum togum að kellan bara réðist á nágrannan með skó að vopni æpandi og berjandi vesalings dýrið, ég varð svo gjörsamlega miður mín yfir grimmd konunnar, að ég gat aldrei litið hana réttu auga eftir þetta atvik. Rottukvikindið átti samúð mína alla, en það var þá....W00t

mbl.is Rottur í Réttarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar.

Nú er það komið.. Jibbý Cool
Hér verður sko líka grillað í kvöld alíslenskar lambasneiðar, nammmi namm.
Já ég er alveg í klikkuðu sumarskapi, enda ekki annað hægt, hann pápi minn keypti dýrindis lambasneiðar sem við ætlum að grilla og við ætlum líka að borða þær...LoL


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánar!

Svei mér þá alla mína daga! Er þetta ekki komið út í einhver meiriháttar kjánalæti? Alla vega fékk ég nettan kjánahroll yfir sjónvarpsfréttunum í gærkvöldi, mér finnst bæði mótmælendur og löggan haga sér eins og fullkomnir hálfvitar. Á tímabili hafði ég á tilfinningunni að ég væri að horfa á afspyrnu lélega bíómynd.

Þvílíkt stjórnleysi á báða bóga...Ég held ég tjái mig ekki frekar um þessi skrípalæti..W00tWizard


mbl.is Mættir í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússnesk rúlletta.

Það er sem ég segi, farið að líkjast Rússneskri rúllettu að aka um götur bæjarins, ekkert orðið skárra en í höfuðborginni. Ef fólk er ekki í kappakstri þá er það svo útúr vímað að það heldur sér ekki vakandi, hvað þá meira. Mér óar við þessu ástandi sem er í gangi og hefur sjálfsagt löngum verið, kannski komið meira upp á yfirborðið núna og löggan eitthvað að vakna. Mér hrýs hugur við að vita af títlunni minni úti í umferðinni, hún fer í prófið eitthvað á næstu dögum.....Játs! Gasp
mbl.is Sofnaði í blóðsýnatökunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki hvít?

Af hverju ekki hvít handklæði?
Ætli hann sé eitthvað fordómafullur? Veit ekki, en ég þykist vita að gráðugur er hann, hámar í sig fimm flottar máltíðir á dag,
Skyldi dagurinn vera eitthvað lengri hjá honum en mér
eða kannski hann sé svona fljótur að borða,
eða þá að hann gerir ekkert annað en að borða,
og þeyta skífum þess á milli.LoL


mbl.is Plötusnúðurinn Carl Cox með lengri kröfulista en Tommy Lee
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt!

Alveg merkilegt að í landi þar sem það ku vera daglegt
brauð að bera út börn "stúlkubörn" skuli vera rekin
sæðisbanki, og að einhver skuli hafa fyrir að ræna hann.

Útsala á Indversku sæði aðeins 500 kall per skammtur.


mbl.is Sæðisþjófur gripinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband