Ég myndi tryllast

O mæ god! Myndi ég klikkast eða? Ég myndi flytja út á stundinni ef ég sæi rottu í nágreninu, ég þyrfti ekki einu sinni að sjá hana, nóg að einhver annar hefði gert það. Ef það eru til ógeðsleg kvikindi þá eru það rottur, ég verð ekki nærri því eins móðursjúk ef mýs láta á sér kræla, en samt pínu. Ég er sjúklega hrædd við rottur, samt hef ég alls ekki alltaf verið það. Þegar ég var lítil stelpa átti ég heima á Ránargötunni í Reykjavík, rétt hjá heimili mínu var stórt og mikið hús sem aldrei var kallað annað en Doktorshúsið, af hverju veit ég ekki, trúlega hefur læknir búið þar eða eitthvað, en örlög hússins urðu þau að það var rifið, ég veit heldur ekki af hverju það var gert.
Eftir stóðu svo rústirnar af húsinu og rottur hreiðruðu um sig og höfðu það bara gott. Eitt sinn kom ein RISA stór ROTTA í heimsókn til konu einnar sem bjó við hliðina á rústunum, og það skipti engum togum að kellan bara réðist á nágrannan með skó að vopni æpandi og berjandi vesalings dýrið, ég varð svo gjörsamlega miður mín yfir grimmd konunnar, að ég gat aldrei litið hana réttu auga eftir þetta atvik. Rottukvikindið átti samúð mína alla, en það var þá....W00t

mbl.is Rottur í Réttarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband