Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Fáráðlingar.

Hver og sjálfur andskotinn gengur á upp í hausnum á þessum fáráðlingum? brenna og skemma, það virðist vera það sem gefur lífinu gildi hjá sumum mis vel gefnum einstaklingum.
Þvílíkur óþverraskapur að kveikja í trjám og öðrum gróðri, hvar og í ósköpunum er þetta skítapakk eiginlega alið upp? örugglega hvergi .
Foreldrar mínir eiga ásamt öðrum land þarna í nágrenninu, ( það er reyndar leigt til 90 ára) og það eru sko ófá handtökin þeirra við gróðursetningu, mörg trjánna eru orðin há og flott í dag, þetta er mjög svo óeigingjarnt starf sem þau hafa unnið á landinu á umliðnum árum.
Að hugsa sér! Að einn daginn koma bara einhver illa innrætt kvikindi og kveikja í öllu saman.

Ég vona svo sannarlega að hægt sé að hjálpa þessum lúsablesum og að þeir geti í framtíðinni lifað í sátt við Guð og menn,
það er að segja ef gert er ráð fyrir að þeir lifi vitsmunalífi
yfirhöfuð...Arggg Sick


mbl.is Allt að 5000 tré ónýt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartastyrkjandi.

Ég er sko meir en tilbúin að borða eitt súkkulaðistikki á dag í eitt ár, jafnvel þó þau væru tvö.
Já hvað leggur maður ekki á sig í þágu vísindanna?
Því miður var ég ekki beðin að taka þátt, enda þarf ekki að biðja mig um að snæða súkkulaði.
Miklu frekar að það þurfi að biðja mig um að hætta að borða súkkulaði.
Ennn!  Nú getum við nammigrísirnir borðað súkkulaði með góðri samvisku framvegis, eða ég ætla alla vega að trúa því að það geti dregið allverulega úr hjartasjúkdómum, þangað til annað kemur í ljós, ég get verið róleg í eitt ár og gúffað í mig endalausu súkkulaði í fullvissu um að ég sé bara að styrkja hjartað mitt.Grin

mbl.is Súkkulaðigrísa leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarfýsnin

Bágt á ég með að trúa því að krotararnir séu að rugla sér eitthvað saman við listamenn, ég held líka að þeir skilji fullkomlega að þeir eru að skemma eigur annarra.
Ég hallast helst að því að það sé nú einmitt og akkúrat skemmdarfýsnin sem rekur þá áfram.
Eitthvað hljóta þessir einstaklingar að vera krumpaðir á sálinni, þeir hafa þó fyrir því að ferðast frá miðbænum og upp í hlíðar, svo ekki eru þeir alveg dauðir úr leti, og því ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því að arka bara sömu leið með skrúbba og slatta af sápu, um að gera að nýta kraftana hjá svona labbakútum á jákvæðan hátt, hver veit nema þeir rati á rétta braut í fyllingu tímans.Smile

mbl.is Röktu slóð krotaranna frá miðborg upp í Hlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskyldufaðir?

Viðleitni mín til að trúa á hið góða í sérhverri manneskju hefur sjaldan verið í eins mikilli hættu og þegar ég reyni að klóra mig í gegn um fréttir af þessari fjölskyldu. Hvers konar eiginlega furðuskrípi er þessi? "fjölskyldufaðir"
Og hvað með konuna hans? ég get engan vegin áttað mig á hvernig hægt er að halda svona hryllingi leyndum í áratugi.
Þessi "venjulegi maður" hlýtur að vera samviskulaus, grimmur, kynferðislega brenglaður, forhertur lygari, andlega bæklaður,siðblindur, snar geðveikur, ofbeldishneigður, illa innrættur, mannleysa, ósvífinn, eitraður, afbakaður og hreinlega vansæmd alls mannkynsins, uppfullur af sora og viðbjóði, það sem ég er að reyna að segja er að mér finnst algjörlega út úr öllu korti hvernig viðbjóðurinn gat farið fram hjá eiginkonunni, ekki í nokkur ár heldur í meira en tvo áratugi.

Ég hef ekki hugmynd um hvernig konan er innrætt, en ég verð að segja að hún hlýtur að vera soldið mikið meira en bara treggáfuð, ef þetta fór allt fram hjá henni, eða þá hvernig það má vera að hún hafi ekki orðið vör við hvaða mann eiginmaðurinn hefur að geyma.

Ég get svo svarið það að mér er orðið óglatt, í alvöru ég fæ líka svona ónotatilfinningu í hnén og mænuna, eins og ég fæ stundum ef ég verð vitni af einhverju mjög svo ljótu, sem reyndar hefur ekki gerst oft.

Þetta fyllir mig svo miklum viðbjóði, að mér er algjörlega um megn að koma því í orð.


mbl.is Austurríkismaður viðurkennir brot sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt!

Já sæll! Það er nokkuð ljóst að ef ég ætlaði að eyða 12000 kalli í kjötmáltíð ofan í mig eina myndi ég splæsa í allt annað en hamborgara. Hitt er svo aftur annað mál að mér myndi aldrei detta slíkt í hug, annað ef um súkkulaði væri að ræða, ég gæti náttla alls ekki staðist sollis flotterí.

Mér finnst bara algjör sóun á úrvals nautakjöti að hakka það og klessa saman í hamborgara. Ég vil fá að borða það áður en það fer í hakkavélina.


mbl.is Hamborgari á 12.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já hún er undarleg kvenkindin.

Já hún er undarleg kvenkindin, en þó ekkert á við sauðkindina W00t
Í mínum óléttum var ég ekki sjúk í neitt sérstakt, ekki einu sinni súkkulaði. Ég þakkaði fyrir þegar ég gat borðað eitthvað, ég var vægast sagt mjög lystarlaus í þessu ástandi, ég man líka enn hvað það var gott að finna til svengdar þegar ég var búin að koma afkvæmunum frá mér. Það er bara eins og ég hafi alltaf verið södd á meðgöngunni, södd af börnum kannski LoL
En eina þekki ég sem drakk tómatsósu af stút, það hefur engin sem ég þekki getað toppað þá dillu. Grin

mbl.is Skrýtnar kenndir á meðgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eins gott að passa sig

Ma ma maaaa! Þarf bara að passa sig, greinilega orðið dáldið töff að kasta eggjum í mann og annan, ætli þetta sé einhver unglingatíska eða?
Ég er nebbla með tvö stykki af unglingum og eggin hafa horfið alveg ískyggilega hratt úr ísskápnum mínum að undanförnu, en nei nei ég veit hvar þau lentu, enda eru mín börn svo vel upp alin og yfirmáta yfirveguð eins og mamma þeirra, þau myndu sko aldrei kasta eggjum út um allt, og þóóo held ég kanni þetta með eggin aðeins betur.Halo

mbl.is Köstuðu eggjum á bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála bóndanum

Svei mér ef ég er ekki bara sammála bóndanum, og það er ekki eitthvað sem hefur gerst áður.
Samt efast ég um að honum tækist eitthvað betur að sigla skútunni, hann hefur að minnsta kosti ekki sýnt það hingað til þó ekki hafi hann skort tækifærin.
Þessi ríkisstjórn ætti að hafa vit á að hunskast frá völdum, enda allt komið til andskotans í þessu landi.
Mér finnst engan vegin forsvaranlegt að hafa þessa labbakúta við stjórnvölinn lengur.

En Guðni minn! Í guðanna bænum ekki vara að gera þér einhverjar grillur, þú hefur hreint ekkert í stjórn að gera, merkilegt hvað sumt fólk er lengi að fatta! Whistling Þinn tími er einfaldlega liðinn.
 


mbl.is Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið.

Ég var svona að velta því fyrir mér hvernig rotþró lítur út, "ekki að mig langi eitthvað að sjá sollis" ég var bara að spá hvort þjófarnir hefðu kannski ruglast á þessu apparati og einhverju öðru dóti.
Það er svo fáránlega fáránlegt að stela rotþró, til að setja upp í bústaðnum sínum.
Væri kannski bara málið fyrir þessa þjófa að láta sér nægja tjaldvagn? þá hefðu þeir jafnvel efni á að fá sér ferðaklósett og þyrftu þar af leiðandi ekki að vera að stela sona skítadæmi frá öðru fólki. LoL

mbl.is Stálu rotþró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örugglega eitthvað skelfilegra en barbí.

Ég hef nú svona á tilfinningunni að það sé eitthvað allt allt annað sem ógnar barnæsku blessaðra barnanna í Íran, ef það væri  ekkert alvarlegra en barbídúkkur þá væri þessi þjóð í betri málum.
En það er svo sem í takt við annað hjá þeim að vera að bölmóðast við eitthvað sem er sárasaklaust, en hegða sér sjálfir eins og siðlausir og illa brenglaðir ´sjálfsdýrkendur.. Maður getur bara orðið alveg brjál Sick
Hvernig er hægt að vera svona andskoti vitlaus?

mbl.is Barbie ógnar íranskri menningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband