Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Sammála biskupi.

Nú er ég alveg hjartanlega sammála biskupinum, við verðum að standa okkur betur í að fræða börnin okkar, það má svo sannarlega auka kristinfræði og önnur trúarbragðafræði í skólum landsins. Einnig finnst mér að það mætti bæta sögukennslu og breyta svolítið áherslum þar, mér finnst sorglegt hvað börn og unglingar vita lítið um forfeður sína, og þá meina ég nær en Íslendingasögurnar sem eru vægast sagt mjög svo ýktar og skrautlegar. Við þurfum ekki að fara nema um 100 ár aftur í tímann, unglingar í dag vita almennt mjög lítið hvernig lífið var fyrir hundrað árum, það eru til ótal margar bækur sem hægt væri beinlínis að nota sem kennslubækur. Persónulega finnst mér Íslendingasögurnar svo ótrúverðugar, ofbeldisfullar og hundleiðinlegar, sumar hverjar að minnsta kosti, að það mætti alveg minnka kennsluna þar. Svo er það móðurmálið sem er liggur við að týnast í öllum slettunum, sumt fullorðið fólk er engu skárra en krakkarnir í þeim málum. Jæja nenni ekki meir. Er farin að horfa á Syndir Feðranna.
mbl.is Alvarlegt ef börn rofna úr tengslum við þjóðararfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spælegg og læti!

Jæja þá! Er ég ekki barasta vöknuð, jú jú einmitt, alveg glaðvöknuð eftir rúmlega klukkutíma svefn. Ég vaknaði við þvílík óhljóð úr reykskynjaranum, mín undurfagra dóttir var sem sé að koma heim eftir áramóta útstáelsi og var svona líka gasalega svöng svo hún ákvað að skella eggi á pönnuna, hún er nú stundum soldið mikið að hugsa um eitthvað allt allt annað en það sem hún er akkúrat að gera í það og það skiptið, ekki veit ég hvað hún var að hugsa í þetta sinn, en alla vega var hún búin að setja pönnuna á helluna og kveikja undir, þegar ég kom niður í eldhús var hún að reyna að þagga niður í reykskynjaranum með svakalegum handasveiflum, en ekki náði dúllan nú batteríinu úr, hún hélt á smjörstykki í annari hendinni og sveiflaði hinni eins og brjáluð væri. Ekki hugkvæmdist heimasætunni að taka pönnuna af hellunni, hvað þá að slökkva undir henni.

En hvað um það, enginn vaknaði nema ég og Polli litli, litli ömmusnúðurinn svaf bara rólegur hjá afa sínum, sem rumskaði ekki heldur, Snorri steinsvaf líka í öllum hávaðanum. En ég held að ég pilli mig bara upp í rúm aftur og geri heiðarlega tilraun til að sofna.

Bið að heilsa. InLove Bæjó Spæjó Heart


Það vantar miklu meira.

Alveg brilljant! Um að gera að hampa þeim sem eiga það skilið. Fíkniefnadeildin hefur verið að standa sig alveg frábærlega síðastliðið ár, vonandi að hún geri svo enn betur á árinu 2008. Og vonandi að þeir fari að góma höfuðpaurana í stórum stíl. Fíkniefnavandinn er orðinn ískyggilegur eins og allir vita, nóg framboð af kókaíni og amfetamíni, enda líta orðið fáir við hassinu. Svo vildi ég gjarnan sjá stjórnvöld setja miklu meiri peninga í meðferðarúrræði fyrir unga fíkla, forvarnir eru af hinu góða, það er ekki nokkur vafi en samt sem áður duga engar forvarnir og kjaftæði þegar fíkill er orðinn fíkill, það er svo átakanlega sorglegt hvað stjórnvöld eru sofandi og áhugalaus um úrbætur fyrir þessa sjúklinga, því sjúklingar eru þeir rétt eins og þeir sem eru haldnir líkamlegum sjúkdómum.

Ég vil meina að stjórnvöld beri að sjálfsögðu ábyrgð á ástandinu sem ríkir í meðferðarmálum á Íslandi í dag. Opna augun þarna háu herrar og frúr náttla líka, það gengur ekki endalaust að rúlla vandanum undir borð, eða skella skuldinni á foreldrana, það er ekki foreldrum að kenna að börnin þeirra veikjast, stjórnvöld þurfa líka að efla eftirlit fíkniefna inn í landið til muna, það þarf miklu meiri mannskap til að stoppa innflutning og það verður auðvitað að gerast áður en efnin eru komin í sölu á götuna. Það er ekkert smávegis sem flæðir óhindrað inn í landið, jafnvel þó fíkniefnadeildin og tollgæslan standi sig vel, meiri mannskap og miklu betra meðferðaform fyrir unga fíkla, við ættum ekki að sætta okkur við neitt annað. Þetta er æska landsins sem er í stórhættu og han nú.


mbl.is Maður ársins valinn á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár

Gleðilegt árið allir saman Wizard Takk fyrir það gamla Wizard 

Jeehúú! Jibbidí jei! Jæja ég er búin að borða mikið í kvöld, og horfa á skaupið, mér leist vel á skaupið í ár, bara flott. Polli minn varð ekki vitund hræddur við flugeldana, dinglaði bara sinni fallegu rófu og alles. Á von á litlum ömmukalli í pössun, hlýtur að koma hvað úr hverju, gestirnir týndust í burtu einn af öðrum, sumir að fara að djamma en aðrir að fara heim að lúlla.

Gangið í guðanna bænum hægt inn um gleðinnar dyr.

Og góða nótt, til þeirra sem eru að fara að smella sér í rúmið.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband