Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Allt að verða vitlaust.

Þetta eru nú meiri lætin, enginn friður í borgarpólitíkinni, maður var rétt farin að muna hver var°Borgarstjóri í gær, og þá er barasta kominn annar karl í brúnna. Ég´ætla rétt að vona svona Reykvíkinga vegna að Gísli Marteinn verði aldrei  borgarstjóri. Það yrði nú meiri skandallinn, hann minnir mig alltaf á svona stuttbuxnastrák, eins og þeir voru hér áður og fyrr, ég sé hann alveg ljóslifandi fyrir mér í stuttbuxum með axlabönd, hnésokkum og með freknur borandi í nefið. Og auðvitað ybbandi gogg og klagandi í mömmu sína, nei annars í pabba sinn, já eða bara bæði.
mbl.is „Nýr meirihluti óstarfhæfur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki lýtaaðgerð.

Vááváá! Aldeilis ekki ókeypis fésið á Frakklandsforseta, ætli hann hafi litið sæmilega út karlsskrattinn? En ég get svo svarið að ég vissi ekki að karlmenn væru svona stífmálaðir. Fyrr má nú líka vera, 3,3 miljónir í meikup, hefði ekki verið billegra fyrir kallinn að fara í lýtaaðgerð, hún hefði náttla líka enst betur en förðunin. Það eru greinilega fleiri en unglingarnir og við konurnar sem eru illa haldnir af útlitsdýrkun. Við skulu bara vona að kærastan kunni að meta gaurinn, eftir alla fyrirhöfnina, annað væri ekki sanngjarnt.
mbl.is Dýr farði hjá Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing.

Hellú! Ég vaknaði snemma, en sofnaði svo aðeins í lazy boyinum við lestur, ég er að lesa Rimla Hugans eftir Einar Má, hún er mjög góð, hann skrifar eitthvað svo fallega þessi maður, það er líka svo mikil einlægni í þessari bók, maður getur ekki annað en hrifist með. Annars er planið að fara út að labba í góða veðrinu með Polla og Ingu Birnu, eftir smá stund, það er svo hressandi fyrir sálina, og ekki veitir henni nú af hressingu.

En ekki þíðir að væla og skæla, það hefst að minnsta kosti ekki mikið upp úr því. Ég er mikið að hugsa þessa dagana, um lífið og tilveruna. Það er svo flókið stundum vort blessaða líf, það er líka svo svakalega erfitt að taka erfiðar ákvarðanir, sérstaklega þegar ekki er eingöngu um mann sjálfan að ræða. En það er ekki síður erfitt að búa við aðstæður sem eru manni næstum því ofviða. Ekki svo að skilja að maður sé ekki komin með allþykkan skráp fyrir mótlæti, kannski er ég bara að vakna til vitundar um að allir eigi að geta átt gott líf, líka ég, ég á það hald ég alveg skilið, ekkert síður en aðrir.

Svaka litagleði í gangi, um að gera að reyna að lífga upp á lífið með litum. Jamm, ég er sem sagt ekki bjartsýn á að hlutirnir lagist, hvað þá að eitthvað sé að ganga upp. Mín skoðun er sú að þá verði maður bara að taka því, og reyna að ganga frá málunum í vinsemd, en sei, sei, nei, því er auðvitað ekki til að dreifa hjá sumum, það er einhvernvegin eins og sumar manneskjur geti ekki tekist á við vissar aðstæður, en brillera svo kannski í praktískum málum, og þessar sumar manneskjur læra barasta ekki neitt í mannlegum samskiptum hversu oft sem þær stranda. Berja hausnum við steininn aftur og aftur, það getur ekki endað öðruvísi en illa.

En jæja þá, ætli ég hætti ekki í bili, mér finnst svo gott að losa svona um tilfinningar með því að skrifa. Það er alla vega smá léttir sem því fylgir. Ég veit svo sem ekki hvað ég held þetta ástand lengi út, þetta er svo rafmagnað og þrúgandi andrúmsloft og ég held satt að segja engin vilji vera í þannig aðstæðum. Og engum líður vel, þetta er allt spurning um hvað við þolum mikið í þetta sinn.

Ekki meira´að sinni.Wink


Móðgun við fátæka.

Já einmitt! Litlar 85 miljónir, þetta er eiginlega móðgun við fátækar persónur eins og mig, ég væri alveg til í að hitta kaupandann og athuga hvort ég geti ekki gert eitthvað lítilræði fyrir hann eða hana, bara eitthvað sonna svotterí, ég gæti til dæmis sungið eitthvað fallegt lag, nú eða leift viðkomandi að passa litla hundinn minn, nú eða jafnvel leyft honum að koma með mér í Bónus, til að gefa honum innsýn í líf venjulegs fólks, þetta væri alla vega tilbreyting í líf ríka mannsins, og það besta væri auðvitað að hann þyrfti ekkert að borga fyrir skemmtunina, ég myndi hiklaust hafa allt saman ókeypis. LoL


mbl.is Verk Errós seldist á 85 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Janis Best.

Þarna hefði ég viljað vera. Þetta fór bara alveg fram hjá mér, ekki það að ég hefði eitthvað mætt þó ég hefði vitað af þessu, mann fer sko aldrei orðið eitt né neitt, en það breytir ekki því að Janis Joplin var ein sú allra besta. Ég fer næst, pottþétt.
mbl.is Janis Joplin á Organ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Geiri eigi séns?

Vúú! Ætli Geiri í Goldfinger eigi séns, hann er alla vega ekki mjór, eða kannski bæjarstjórinn í Kópavogi? Þessi sem er með undirhöku á stærð við melónu, hver veit, við vitum nú að þær falla fyrir Geira skvísurnar, en satt best að segja veit ég ekki hvort bæjarstjórinn er jafnvinsæll hjá kvenþjóðinni.

Það passar líka geggjað vel saman, Geiri og Geri.


mbl.is Geri vill ekki mjóa menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínkí Sáli.

Jæja þá! Hér er toppurinn sem sagt kominn, og þó tæplega, keppni í sjálfsfróun, það eru greinilega engin takmörk fyrir athyglisýki mannanna, prívat eitthvað er ekki til lengur og þykir sko ekki par fínt heldur. Svo er bölsótast yfir frjálslegu kynlífi unga fólksins okkar í dag, en hver er fyrirmyndin, einmitt eitthvað svona, ég er að pæla í hvernig svona keppni fer fram, eru bara allir keppendur runkandi sér hver í kapp við annan? Og hvað ætli kosti inn, svo hljóta náttla að vera dómarar sem dæma um hvort fullnægingin sé ekta eður ey.

Annars fatta ég ekki hvers vegna fólk þarf að vera flíka sínum einkamálum, feimnismál eða ekki feimnismál, hvað með það þó þetta sé feimnismál, ég held svei mér þá að fólk sé að tapa glórunni, ef eitthvað má vera feimnismál í dag, þá er það örugglega kynlíf fólks, þessi danski sálfræðingur er pottþétt eitthvað kínkí.

Þetta er mín skoðun á málinu.


mbl.is Danmerkurmót í sjálfsfróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru takmörkin?

Eru virkilega engin takmörk fyrir heimsku mannanna? Klúðra blessuðum dýrunum í föt, og láta einhverja snargeggjaða presta messa yfir þeim, ég sá ekki betur enn einn hafi verið með kálf í bandi, hlýtur að teljast soldið spúký að ala belju sem gæludýr. Dýrin eru örrugglega skíthrædd við prestana, baðandi út öllum öngum eins fæðingarhálvitar. Hvað skyldi maður heyra næst, búin að heyra af hundapari sem gekk í það heilaga. Einnig búin að heyra af manni sem teymdi tík með sér upp að altarinu og giftist henni. Fólk virðist sem endalaust getað toppað vitleysuna hjá hvort öðru.
mbl.is Dýr hljóta blessun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þunglyndi.

Sælt veri fólkið. Ég er búin að vera í hálfgerðu þunglyndi undanfarna daga, allt búið að vera í tómu tjóni og leiðindum, ég ætla núna bara að rífa mig upp á rassgatinu og halda áfram að lifa lífinu og njóta þess að vera til. Er búin að gera mína síðustu tilraun til að bjarga því sem ég hef verið að reyna að bjarga allt of lengi, sumu er ekki hægt að breyta og sumum er ekki hægt að bjarga. Fólk sem sér ekkert út fyrir rassgatið á sjálfum sér er bara ekki viðbjargandi, svo einfalt er nú það. Annars var ég að enda við að skutla heimasætunni í matarboð og alles, sjálf ætla ég á miðnæturfund á eftir með góðri vinkonu. Svo ætla ég að vera dugleg og sterk, fyrir mig og börnin mín.

En bara, bæ, bæ, í bili.

Gangið í gleðinni, góða nótt og sofið rótt.

Ekki gleyma að vera góð við hvort annað.


Frekjugangur í kallinum.

Úps! Já ég tek undir með Denzel, látið dóttir mína friði, ég á ana, og kæri mig ekkert um að hún sé að flandrast með einhverjum hottintottum út um allar koppagrundir. En sem betur fer er hún sjálfstæðari en svo, að hún láti mömmu sína stjórnast eitthvað í sínum  strákamálum. Mér finnst nú líka svona án gríns, afskaplega aumingjalegt þegar foreldrar eru að reyna að stjórna svona málum.

Ég er ný búin að horfa á bíómynd sem sýndi einmitt hvað slík afskipasemi getur haft í för með sér. Og ég er bara hneyksluð á honum Denzel Washington, eins og hann er nú frábær leikari, ekki spillir heldur útlið fyrir, dæturnar verða bara að standa saman og standa upp í hárinu á kallinum.


mbl.is Látið dætur mínar í friði!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband