Hugleiðing.

Hellú! Ég vaknaði snemma, en sofnaði svo aðeins í lazy boyinum við lestur, ég er að lesa Rimla Hugans eftir Einar Má, hún er mjög góð, hann skrifar eitthvað svo fallega þessi maður, það er líka svo mikil einlægni í þessari bók, maður getur ekki annað en hrifist með. Annars er planið að fara út að labba í góða veðrinu með Polla og Ingu Birnu, eftir smá stund, það er svo hressandi fyrir sálina, og ekki veitir henni nú af hressingu.

En ekki þíðir að væla og skæla, það hefst að minnsta kosti ekki mikið upp úr því. Ég er mikið að hugsa þessa dagana, um lífið og tilveruna. Það er svo flókið stundum vort blessaða líf, það er líka svo svakalega erfitt að taka erfiðar ákvarðanir, sérstaklega þegar ekki er eingöngu um mann sjálfan að ræða. En það er ekki síður erfitt að búa við aðstæður sem eru manni næstum því ofviða. Ekki svo að skilja að maður sé ekki komin með allþykkan skráp fyrir mótlæti, kannski er ég bara að vakna til vitundar um að allir eigi að geta átt gott líf, líka ég, ég á það hald ég alveg skilið, ekkert síður en aðrir.

Svaka litagleði í gangi, um að gera að reyna að lífga upp á lífið með litum. Jamm, ég er sem sagt ekki bjartsýn á að hlutirnir lagist, hvað þá að eitthvað sé að ganga upp. Mín skoðun er sú að þá verði maður bara að taka því, og reyna að ganga frá málunum í vinsemd, en sei, sei, nei, því er auðvitað ekki til að dreifa hjá sumum, það er einhvernvegin eins og sumar manneskjur geti ekki tekist á við vissar aðstæður, en brillera svo kannski í praktískum málum, og þessar sumar manneskjur læra barasta ekki neitt í mannlegum samskiptum hversu oft sem þær stranda. Berja hausnum við steininn aftur og aftur, það getur ekki endað öðruvísi en illa.

En jæja þá, ætli ég hætti ekki í bili, mér finnst svo gott að losa svona um tilfinningar með því að skrifa. Það er alla vega smá léttir sem því fylgir. Ég veit svo sem ekki hvað ég held þetta ástand lengi út, þetta er svo rafmagnað og þrúgandi andrúmsloft og ég held satt að segja engin vilji vera í þannig aðstæðum. Og engum líður vel, þetta er allt spurning um hvað við þolum mikið í þetta sinn.

Ekki meira´að sinni.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Sendi þér lítinn engil á öxlina með ljósi í. Ég hef svo verið í þínum sporum og við eigum SVOOO... skilið að eiga gott líf.

Gangi þér vel kæra vinkona

Guð geymi þig

LÁRA "BLEIKA" (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband