Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Já einmitt!

Já einmitt það! Svo það á bara að láta okkur mæðgurnar krókna úr kulda við blaðaútburðinn, ekki finnst mér það nú fallega gert af veðurguðunum. Það er svo andstyggilegt að bera út í miklu frosti, því ég get ekki með nokkru móti vanist því að nota vettlinga í útburðinum. Hendurnar mínar eru oft hreinlega beinstífar og óhreyfanlegar þegar við komum heim, fuss og svei!

En bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, og sæta langa sumardagaCool


mbl.is Kuldatíð framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um kærleikann?

Hvað varð um kærleikann? Ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér hvað fékk þessa ógæfusömu stúlku til að reyna að myrða sína eigin móður. Ætli móðirin hafi beitt hana ofbeldi, eða ætli hún hafi einfaldlega verið á höttunum eftir einhverju? Eins og til dæmis peningum sem myndu falla henni í skaut, ef móðirin félli frá. Eitthvað hafa mennirnir sem hún réði viljað fá fyrir sinn snúð, svo mikið er víst. Já mikil er nú grimmdin og samviskuleysið orðið í veröldinni. Og mikið á ég gott að elska mína mömmu út yfir allt, enda á ég náttla bestustu mömmuna.
mbl.is Finnsk stúlka grunuð um að skipuleggja morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er búið að stela frá mér líka.

Ég er að hugsa um að biðja þá um að birta fyrir mig frétt á forsíðu mbl.is

Þannig er nebbla mál með vexti að, eitt og annað hefur horfið frá mér í gegnum tíðina, að vísu hef ég aldrei tapað nuddstól. En ég hef tapað barnastól sem fastur var á hjólinu mínu, og einhverjum langaði mikið til að eignast bæði hjólið og stólinn, og tók það barasta ófrjálsri hendi fyrir utan hús mitt. Það eru liðin nokkuð mörg ár síðan, líklega svona 15, en hva! Það getur varla býttað neinu máli.

Grillið mitt með gaskút og öllu tilheyrandi hvarf líka fyrir utan heimili mitt, á írskum dögum fyrir fáeinum árum, og tryggingarnar neituðu að bæta mér það á þeim forsendum að það var úti, samt var þetta útigrill, hefði ég haft vit á að segja að ég hefði útigrillið mitt alltaf inni í stofu, nú þá hefði ég fengið það bætt í topp. Svona var ég nú vitlaus, alltaf að geyma útigrillið inni í stofu eða eldhúsi, muna það! LoL

Svo er rétt ár síðan að blaðburðakerru var stolið fyrir utan hjá mér, einhverjum hefur trúlega bráðvantað sollis, kannski til að versla inn í eða eitthvað.Tounge

En ég ætla að biðja um að fá þetta á forsíðuna, kannski fullseint? Og þó, betra seint en aldrei.Whistling


mbl.is Lýst eftir nuddstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki batnar það

Ekki batnar það! Mikið skelfilega er þróunin orðin uggvænleg, öllum sagt upp í HB Granda á Akranesi. Ekki er um auðugan garð að gresja hér á Skaganum í atvinnumálum, svo mikið er víst. Og enn versnar það, hvar á þetta fólk eiginlega að fara að vinna, díjsist kræst! Það er allt búið að vera á bullandi niðurleið í þessum málum síðan Grandi sameinaðist HB 2004, ég er alveg steinhætt að botna í þessu kvótarugli, hvernig getur það verið réttlætanlegt að leggja bara niður heilu byggðalögin út af einhverju endalausu kvótakjaftæði? Maður spyr sig!


mbl.is Bæjarstjórn Akraness boðar til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðduglegt fólk.

Talandi um björgunarsveitir! Ég ber endalausa virðingu fyrir þessu fórnfúsa og harðduglega fólki. Fólki sem stekkur upp úr glóðvolgum bólunum út í bandbrjálað ofsaveður til að hjálpa nauðstöddu fólki, eins og til dæmis mér og dóttir minni síðastliðin föstudagsmorgun. Ég fór sem sé með stelpunni minni að bera út fréttablaðið fyrir allar aldir á föstudagsmorguninn, og ekki vorum við komnar mjög langt þegar ég festi mig í skafli, og við vorum svo pikkfastar að bílnum var ekki haggað. Ég var ekki á sumardekkjum, moksturstækin voru ekki komin þangað sem við mæðgur sátum fastar.

Ég hringdi nokkur símtöl, en enginn svaraði enda allir í fastasvefni sem eðlilegt er, nóttin tæplega búin. Og þá hringdi ég náttla bara í lögguna eins og ég er löngu orðin fræg fyrir, eða 112 sko, dótturinni fannst það ekki sniðugt, en hætti þó að mótmæla þegar ég benti henni á að við gætum þurft að dúsa þarna lengi, lengi, ef ég hringdi ekki bara í löggumennina, ég benti henni jafnframt á að ég væri líka nokkurs konar góðkunningi hennar, síðast er ég hringdi í þá var ég stödd í Reykjavíkinni, og jú ég sat föst í glerhálli brekku, utan alfararleiðar einhverstaðar upp við Elliðavatn og átti vægast sagt erfitt með að staðsetja hvar ég nákvæmlega var, svo þeir voru orðnir dáldið pirraðir, búnir að leita lengi að mér og bílnum mínum, en ég var nú orðin dádið pirruð líka, bíðandi og bíðandi, en það fór nú allt vel að lokum.

En aftur að föstudagsmorgninum, löggimanninn hringdi í björgunarsveitina hérna á Akranesi og það komu tveir fílhraustir strákar og ýttu kellunni þessir dugnaðarforkar. Mikið svakalega var ég þakklát og mikið svakalega voru þetta jákvæðir strákar, bara brostu sínu blíðasta og redduðu málunum á met tíma. Takk, takk.


mbl.is Flest útköll á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lykillinn að hamingjunni.

Mér finnst þetta með að Íslendingar eigi að vera eitthvað hamingjusamari en aðrir vera svo tilbúið. Lykillinn að hamingjunni liggur djúpt innra með sérhverri manneskju, það skiptir ekki nokkru máli hverrar þjóðar hún er, "mitt álit" Eymd er að vissu leyti valkostur, stundum veljum við að dvelja í eymdinni, gerum ekkert sem gæti hugsanlega hjálpað okkur upp úr henni, svo getum við verið komin á þann stað, að okkur er farið að þykja pínu vænt um það neikvæða ástand sem við erum komin í. Og þá tekur sjálfsvorkunnin við, það væri hræsni að halda því fram að við séum aldrei í sjálfsvorkunn, ég held að allir hafi einhvertímann kynnst því að finnast að maður eigi alveg óskaplega bágt. Náskyld frænka sjálfsvorkunnannar er svo öfundin, sem ég held að engin mannleg vera komist hjá að kynnast að einhverju leyti.

Með því að rækta sjálfan sig og leitast eftir framförum, einblína ekki á það neikvæða, heldur reyna að sjá eitthvað gott í sérhverri manneskju, fyrirgefa og biðjast fyrirgefningar, og ekki síst finna fyrir þakklætinu, ef okkur tekst þetta, munum við öðlast innri frið.

Við verðum að byrja á okkur sjálfum, og þegar okkur hefur tekist að finna frið og ró innra með okkur, förum við að geisla af friði og kærleika og sendum góða strauma út frá okkur, þau auðvitað sé eðlilegt að vera stundum leiður, þá er aldrei gott að dvelja í eymd og volæði.

Gangið í gleðinni.

Góða nótt og sofið rótt. Heart


mbl.is Hamingju leitað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voða eitthvað asnalegt.

Ég horfði á þessa uppákomu í sjónvarpinu, og mér fannst þetta hálf kjánalegt allt saman. Ólafur F átti mína samúð, þó ég hafi ekki hingað til  fylgt honum eitthvað sérstaklega að málum. Mér finnst ekkert að því að mótmæla, en svona dóna og ruddaskapur eins og fram fór á pöllunum, getur tæplega verið einhverjum til framdráttar.

Taumlaus valdagræðgi skín úr hverju andliti hjá öllu þessu liði, hvort sem þeir tilheyra Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Samfylkingu, Vinstri grænum, Frjálslyndum, Íslandsflokk og kannski eitthvað meira, sama er mér hvað þeir heita þessir hottintottaflokkar allir saman.

Þetta er komið gott, og farið að verða hálf hallærislegt þetta valdastríð flokkana, þeim væri nær að taka hausinn út úr rassgatinu á sér og hunskast til að láta verkin tala og standa við stóru orðin, já fara svo að gera eitthvað gagn, fyrir það er þeim borgað. Svo þætti mér  fyrrverandi, núverandi, og tilvonandi Borgarstjórar ekki of góðir að til afsala sér óverðskulduðum biðlaunum sínum, þeir gætu látið aurana í mun þarfari verkefni, og örugglega ekki alveg á flæðiskeri staddir, menn sem hafa yfir miljón á mánuði. Þeir ættu að hafa vit á að handskammast sín fyrir andskotans peningagræðgina.

Svo læt ég hér staðar numið, enda ekki hollt að vera að æsa sig of mikið yfir þessum vitleysingum.


mbl.is Harma framferði ungliðahreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara smart að vera í hundaól.

Nú ef stúlkukindin vill umfram allt dandalast um bæinn í hundaól, þá má hún bara alveg gera það, hvers konar eiginlega meinbægni er þetta í strætóbílstjóranum?  Ég get ekki séð að honum komi það nokkurn skapaðan hlut við. Ekki er manneskjan hundur, köttur, hamstur eða eitthvað annað, og ekki er hún heldur kafloðin né með fjórar fætur. Hún er stúlka sem greinilega kærir sig ekkert um að vera að slíta sér út við óþarfa vinnuþrælkun, hvað þá einhver hundleiðinleg húsverk, og hvað er svo sem óeðlilegt við það? Hvað er svo verið að pípa um að stúlkan sé geggjuð? Hún er bráðskörp og veit sko hvað hún vill, þó ung sé. Um að gera að nýta sér þjónustulund kærastans, honum er engin vorkunn, alla vega ekki ef búið er að húsvenja dömuna.


mbl.is Gota með kærustuna í bandi vísað úr strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glisgjarni Hrafnsunginn.

Ég sem hélt að hann væri ungur maður sem lofaði góðu, en nú sýnist mér hann vera ungur maður sem lofaði mörgu. Einhvernvegin fær mar á tilfinninguna að gaurinn sé alltaf að bakka inn í sviðsljósið. Skyldi rödd samviskunnar hafa verið farið að angra hann eitthvað? Varla, ætli flokkssystkini hans hafi ekki heldur pressað og potað þar til honum var ekki stætt á öðru en að segja af sér.

Það má nú svo sem segja að það sé að bera í bakkafullan lækinn að vera yfir höfuð eitthvað að tjá sig um þennan höfðingja, en samt, ég meina aumingjans maðurinn sem að eigin sögn er ekki annað en þræll óvandaðra rógbera. Það er nú líka skiljanlegt að þegar hann með störfum sínum og hugsjónum, ratar í ógöngur ímyndi hann sér að allir séu að gera samsæri gegn honum.

Og hvað með það þó hann tími ekkert að vera að nota sína eigin peninga í vinnuföt?  það er sko ekkert ódýrt að kaupa sér bindi hjá Sævari Karli eða hvar það nú var sem hann verslar, nú eða sokkabuxur, ég veit reyndar ekki hvaða tegund hann notar, en hann er pottþétt eini karlmaðurinn sem ég veit um sem notar sokkabuxur, en só! Kanski er hann bara svona kulvís, hver veit?

Ég heyrði það á skotspónum að sumir kölluðu hann, Hrafnsungann og er það vel við hæfi, hann virðist vera pínu glitsgjarn eða þannig sko! Mér hefur alla vega sýnst að hann væri ekkert að spara meiköppið, á stundum. Svo á hann þvílíkt safn skrautlegra binda og Jakkaföt í ýmsum litum, að ógleymdum öllum sokkabuxnapörunum sem hann á, en hefur þó ekki efni á að borga fyrir.

Já, já, svo bara er fólk með persónulegar árásir, og leggur á hann hatur, vesalings maðurinn. Hann getur kannski notað fríið til að fara í ræktina og sonna, hann virðist þurfa að taka mataræði aðeins í gegn líka svo hann sprengi nú ekki utan af sér öll fínu fötin sem hann græddi svona aldeilis óvænt.

 Ekki það að aðrir stjórnmálamenn séu eitthvað skárri, síður en svo, þeir eru flestir illa haldnir af ákafri munnræpu, sjálfsupphafningu, og án  allrar siðgæðisvitundar. Þeir myndu glaðir fórna vinum sínum fyrir völd, Hreinskilni þeirra er jafnvel falskari en óhreinlindi.

Persónutöfrar stjórnmálamanna er lífshættuleg, þeir synda um með bros á vor í kosningarbaráttu sinni, svo eftir kosningar: Kjams! Vatnið er blóðugt. Þú ert hauslaus.

Þetta er álit mitt á valdagráðugum pólitíkusum. Í mínum huga eru flestir stjórnmálamenn hræsnarar: Og löngu komin hefð á þá sem slíka.


mbl.is Björn Ingi hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig langar!

Oooo! Mig langar svo að fara, ég elska Ísafjörð enda ættuð þaðan og á margar góðar minningar frá bernsku minni er ég dvaldi í góðu yfirlæti hjá ömmu minni og afa á Hlíðarveginum. Það er einhvernvegin svo bjart yfir þessum minningum mínum, ég man lyktina sem var inni hjá afa og ömmu, hún var svo góð. Ég man líka lyktina sem var í Bæsabúð og þar fékk ég þær allra bestu kókoskúlur sem ég hef á ævi minni smakkað.

En best að koma sér með kaggann í skoðun, skrifa kannski meira um Ísafjörð seinna í dag.


mbl.is Margir ætla á Aldrei fór ég suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband