Harðduglegt fólk.

Talandi um björgunarsveitir! Ég ber endalausa virðingu fyrir þessu fórnfúsa og harðduglega fólki. Fólki sem stekkur upp úr glóðvolgum bólunum út í bandbrjálað ofsaveður til að hjálpa nauðstöddu fólki, eins og til dæmis mér og dóttir minni síðastliðin föstudagsmorgun. Ég fór sem sé með stelpunni minni að bera út fréttablaðið fyrir allar aldir á föstudagsmorguninn, og ekki vorum við komnar mjög langt þegar ég festi mig í skafli, og við vorum svo pikkfastar að bílnum var ekki haggað. Ég var ekki á sumardekkjum, moksturstækin voru ekki komin þangað sem við mæðgur sátum fastar.

Ég hringdi nokkur símtöl, en enginn svaraði enda allir í fastasvefni sem eðlilegt er, nóttin tæplega búin. Og þá hringdi ég náttla bara í lögguna eins og ég er löngu orðin fræg fyrir, eða 112 sko, dótturinni fannst það ekki sniðugt, en hætti þó að mótmæla þegar ég benti henni á að við gætum þurft að dúsa þarna lengi, lengi, ef ég hringdi ekki bara í löggumennina, ég benti henni jafnframt á að ég væri líka nokkurs konar góðkunningi hennar, síðast er ég hringdi í þá var ég stödd í Reykjavíkinni, og jú ég sat föst í glerhálli brekku, utan alfararleiðar einhverstaðar upp við Elliðavatn og átti vægast sagt erfitt með að staðsetja hvar ég nákvæmlega var, svo þeir voru orðnir dáldið pirraðir, búnir að leita lengi að mér og bílnum mínum, en ég var nú orðin dádið pirruð líka, bíðandi og bíðandi, en það fór nú allt vel að lokum.

En aftur að föstudagsmorgninum, löggimanninn hringdi í björgunarsveitina hérna á Akranesi og það komu tveir fílhraustir strákar og ýttu kellunni þessir dugnaðarforkar. Mikið svakalega var ég þakklát og mikið svakalega voru þetta jákvæðir strákar, bara brostu sínu blíðasta og redduðu málunum á met tíma. Takk, takk.


mbl.is Flest útköll á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Algjörlega sammála þér! Þetta eru algjörar hetjur í hjálparsveitunum!  

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.1.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband