Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Það er ekki einu sinni ókeypis að geyspa

Sláandi fréttir af tannskemmdum barna! Í nýlegu sjónvarpsviðtali kvartaði tannlæknir sáran yfir hve ylla væri nú komið fyrir þegnum þessa velferðaríkis okkar, og vitnaði í fjögurra eða fimm ára gamalt barn sem hann var svo "heppinn" að fá í fína stólinn sinn, eimingja barnið hlýtur að hafa liðið vítiskvalir á sinni stuttu ævi þar sem allar tennurnar í litla munninum voru ónýtar, ekki einungis skemmdar heldur ónýtar og þurfti tannsi að draga þær allar úr tönn fyrir tönn. Trúlega hefur hann bölvað í hljóði fyrir að fá ekki að gera við þær fyrst.Devil   Ég las áðan í fréttablaðinu smá klausu þar sem móðir var ósátt við reikning sem hún fékk frá barnatannlækni, reikningurinn hljóðaði upp á 12.500kr 6.500 fyrir skoðun 3.500 í atferlismeðferð og 3.500 í fræðslu, það eina sem hún hafði beðið um var almenn skoðun, tannsi var alveg forviða yfir frekjunni í blessaðri konunni, hann ætti því nú að venjast að fólk þakkaði fyrir sína þjónustu en væri ekki með einhver leiðindi. Þegar mín börn voru lítil rukkaði einn hrappurinn mig fyr sýnikenslu sem fólst í því að þau voru látin fara inn í lítið herbergi og látin horfa á myndband um tannhirðu, á meðan þau geispuðu yfir sjónvarpsefninu notaði tannsi tímann í annan kjaft "ekki hægt að láta dýrmæta tíma fara til spillis" Takmarkalaus og taumlaus fégræðgi Angry   Og ótakmarkað framboð af þrjótum er málið, og við sem erum ginningarfíflin erum látin sitja uppi með skömmina, þrjótarnir væla og skæla keyrandi um margra miljóna dollaragrínum. Svo bíta þessir trúðar höfuðið af skömminni með því að skella skuldinni á trassasama foreldra og Tryggingastofnun. Ég held að þeir ættu að líta sér nær og skammast til að lækka verðskrána hjá sér. Svo væri hægt að skrifa ansi mikið um tannréttingalæknana, sjá hef ég töluverða reynslu af þeirra verðskrá þar sem ég er með tvö börn í tannréttingum, munurinn er svo sannarlega þess virði að athuga vel hver verður fyrir valinu, en ég ætla ekki nánar út í þá sálma núna.

Raðforeldrar!

Nú eins og flestir vita stendur fermingarvertíðin sem hæst. Fermingarveislurnar verða oft á tíðum vandræðalega neyðarlegar, þar sem sumar fjölskyldur eru  orðnar svo ævintýralega flóknar að maður verður að hafa sig allan við til að vita hver á hvernFootinMouth  Það er jafnvel heil hjörð af ömmum, öfum, frændum, frænkum, mömmum og pöbbum. Því þegar á að halda alminnilega veislu og bjóða þeim sem fermingarbarninu þykir vænt um má ekki gleyma fyrrverandi fósturmömmum, fyrrverandi fósturpöbbum, fyrrverandi fósturömmum og fyrrverandi fósturöfum. Svo er heldur ekki vinsælt að gleyma öllum fyrverandi frænkunum og frændunum öss öss össs, og við þetta bætist auðvitað núverandi frændgarður afkvæmisins, dálagleg hjörð samankomin ekki satt? En svo við komum nú að því sem herleigheitin snúast öll um, nefnilega gjöfunumTounge  Peningar eru efst á óskalistanum, fyrir utan auðvitað fartölvuna, plasma tv, tökuvél og annað smotterí sem er ekki nema sjálfsagt, sérstaklega hjá þeim börnum sem eiga svona raðforeldra og raðfrændgarð. Annars er ég svo sem ekkert heilagri en aðrie þegar fermingarveislur eru annars vega á tvær yfir hundrað manna veislur að bakiWhistling   En við í minni fjölskyldu finnst að við tilheyrum orðið minnihlutahópi í útrýmingarhættu, við erum svo afskaplega eitthvað óflókin, eigum enga svona fósturættingja. það kemur þó ekki að sök því við erum bara sæl með lífið eins og það er. Örverpið á heimilinu kemur til með að fermast á sunnudaginn næsta og drengurinn vildi barasta enga veislu takk! Sniff sniff mömmunni sem finnst svo gaman að stússast í allskyns veisluveseni. Og þó ég held það verði svo kósí að dúllast með þetta heima, um tuttugu manns í mat svona það allra nánasta, drengurinn minn er svo lítill veislumaður í sér þessi elska, svo er honum nokk sama  þó hann fái þá einungis fáar gjafir, hann skilur reyndar ekkert í að hann geti ekki fermst í gallabuxum og hettupeysu, það sér það hvort sem er engin því ég verð í einhverjum kirtli utanyfir "bara sætur" En það er búið að dressa gæann upp í jakkaföt og alles, hann smþykkti glaður með að þurfa bara að nota dressið einu sinni á æfinni rétt eins og venjan er að minnsta kosti á þessum bæ.  Góða nóttSleeping

Syndavaskar símans.

Viðskiptahættir Símans eru vægt til orða tekið stór undarlegir, sumir halda að þeir geti leyft sér allt í krafti stærðar og einokunar. Að minnsta kosti hefur mín reynsla verið allt annað en góð í gegnum árin. Ég dvaldist að heiman í átta mánuði á síðasta ári og tók inn bæði síma og internet þar sem ég dvaldist, því miður hjá þessu hjá þessu ógeðfelda fyrirtæki. Þegar að ég svo fer aftur heim til mín segi ég upp áskriftinni "eða öllu heldur var það ætlunin" Því að ég var með bæði síma og internet heima hjá mér hjá Vodafon. Nú nú ég hringi í til þeirra hjá símanum og tilkynni þeim að ég sé að segja upp númerinu og netinu. En hafi mér dottið í hug að það gerðist bara sí sona, þá var það mikill misskilningur. Var ég nú alveg viss um að ég vildi segja þessu upp? Já ég var alveg viss enda flutt út úr íbúðinni þar sem þetta dótarí var tengt. Já ókey mér var velkomið að segja þessu upp, en ég þyrfti að skila rádernum sem ég kvað ekki vera mikið mál ég skyldi bara skutlast með hann til þeirra. Ja ég þyrti nú að gera meira en það, ég þyrfti nefnilega að borga litlar átta þúsund krónurW00t  Ha var manneskjunni alvara! Átti ég virkilega að borga þeim fyrir að hætta hjá þeim, já það átti ég að gera vegna þess að ég hafði skrifað undir einhvern samning en ekki lesið smáa letrið, úff ekki í fyrsta sinn sem ég klikka á smáatriðunum. Jæja ég ákvað að reyna samt að breyta neikvæðu hugarfari hjá manneskjunni í jákvætt , ég hefði getað sleppt því, sumt fólk á svo erfitt með að sleppa tökunum af smáatriðunum að það á í erfiðleikum með að þroskast eðlilega. Það næsta sem ég reyndi var að segja henni að ég gæti bara alls ekki sætt mig við   svona lágkúrulega viðskiptahætti. Það var svo sem allt í lagi af hennar hálfu því þá myndi bætast við fimmþúsun og sex hundruð krónur í fjóra mánuði sem ég ætti að borgaFrown  Einmitt það já, þegar hér var komið sögu var mér allri lokið, reyndi samt að halda uppi málþófi við konugarminn árangurslaust. Síðan hef ég talað við hvern yfirmanninn á fætur öðrum, og ein var svo góðhjörtuð að hún sagðist fella niður mánaðargreiðslurnar ef ég borgaði áttaþúsundkallin grrrrr  vesalings konan þekkir mig greinilega ekki og veit þar af leiðandi ekki að minn aðallöstur er þrjóska og yfirgengileg seigla. Annars senda þeir viðstöðulaust reikninga sem ég að sjálfsögðu hunsa, þar sem ég held að svona taumlaus græðgi og siðleysi standist bara alls ekkiGetLost  Þrátt fyrir allt var það mér andleg fróun að koma þessu frá mér. Það ætti reyndar ekki að koma mörgum á óvart hverskonar syndavaskar þessir símamenn eru. Mínum teprulegu fingrum er fyrirmunað að fara nánar út í það eins og gefur að skiljaWhistling

Tvöföldun Suðurlandsvegar

Enn eitt dauðaslysið á Suðurlandsvegi! Fimmtíu og fimm manns hafa týnt lífinu í slysum á þessum hættulega vegi síðan 1972. Hvað þarf eiginlega að gerast til að þeir sem þessu ráða geri eitthvað í málinu? Maður er gjörsamlega agndofa yfir þessu aðgerðarleysi. Það er stjórnvöldum til háborinnar skammar að vera ekki löngu búin að aðskilja akstursstefnur milli Selfoss og Reykjavíkur. Manni er gjörsamlega ofviða að skilja þennan endalausa roluskap. Það er eins og ráðamönnum og konum sé um megn að forgangsraða rétt. Ekki vantar nú fögru loforðin eins og ævinlega fyrir kosningar, vá hvað ég er orðin leið á þessum innantómu og ósvífnu lygum sem rennur upp úr stjórnmálahyskinu eins og ræpa. Þeir hnjóta ótrúlega oft um sannleikann, en eru fljótir á fætur og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ekki orð að marka þetta lið sem sprangar nú um í athvæðasmölun smjaðrandi og hræsnandi hver í kapp við annan.

Hvernig væri nú kæru ráðamenn að taka hausinn út úr rassgatinu og láta verkin tala.

Tvöföldun Suðurlandsvegar Strax, annað er óásættanlegt.


Trúarofstæki.

Ég er hálf andlaus og þreytt eitthvað, ætla samt að tjá mig smávegis. Ég hef verið að velta stríðinu í Írak fyrir mér. 19. Mars voru liðin fjögur ár frá innrás bandamanna, undir forystu Bandaríkjamanna í Írak. Tölur sýna að tvö þúsund manns hafi látist í hverjum mánuði síðan mannfallið náði hámarki í júlí í fyrra þegar 2.896 féllu, Hvað hvatir ætli það séu sem ýta fólki út í stríð aftur og aftur, skyldi slík afburðaheimska vera manninum meðfædd. Kanski það sé sambland af framtaksemi fláræði og heilabilun, Mér finnst dapurlegt hvað mannfall almennra borgara í Írak er hátt, það er líka sorgleg staðreynd að átök milli trúarhópa og árásir á herafla bandamanna, íranska hermanna og lögreglu leiða oft til mikills mannfalls meðal borgara. Trúarofstækisfólk eru útþvældur hópur treggáfaðra manna og kvenna, tákn og ýmind andlegrar og siðferðislegrar óreiðu, ég persónulega tel að þetta ofsatrúarlið sé gersneytt mannlegu eðli og sé álíka ósveijanlegt og ánamaðkar, ég er þá að tala um ofsatrúarfólk sem rangtúlkar og afbakar þá trú sem það telur sig aðhyllast, æðandi um eins og það sé með þeytara í afturendanum og eru á móti öllu öðru en sjálfu sér. Held ég fari að sofa núna hef fullnægt tjáningarþörfinni í bili.


Breiðavíkurdrengir í mál.

Fimmtán menn sem vistaðir voru á Breiðuvík sem drengir hafa ákveðið að stefna íslenska ríkinu, ekki er ég hissa. Enda óraunhæft að ríkið sem er sökudólgur í málinu ákveði hvað gera skuli í framhaldinu. Á þessum annars hrikalega fallega stað var líf margra einstaklinga lagt í rúst. Sá sem þarna drottnaði virðist hafa líkst rottu, fullur grimmdar, andstyggðar og sviksemi. Það er alveg með ólíkindum að ekki skuli vera lengra síðan þessir sorglegu atburðir áttu sér stað. Mér finnst líka mjög óraunhæft að fólk sem starfaði á þessu andstyggylega upptökuheimili á meðan að þessi samviskulausu hjón réðu þarna ríkjum hafi ekki vitað af hrottaskapnum. Reyndar trúi ég því ekki... nema þá að þeir hafi allir verið svona illa siðaðir drullusokkar. Það eru alveg örugglega einhverjir á lífi sem þarna störfuðu, til dæmis við eldamensku þrif og fleira sem einhverra hluta vegna vilja ekki koma fram í dagsljósið og segja frá. Það krefst ekki flókinna heilastarfsemi að sjá hvað þessir menn sem voru sendir í sveit á stað sem er á mörkum hins byggilega... þurftu að láta yfir sig ganga aðeins börn að aldri. Ráðamenn þessar þjóðar ættu að sjá sóma sinn í því að hreinsa upp sorann eftir forvera sína, og hafa manndóm í sér til að reyna að bæta fyrir þau mannréttindabrot sem framin voru á litlum og saklausum börnum. Þó að það sé löngu orðið of seint og aldrey hægt græða sárin sem mennirnir bera á sálinni, þá er ég viss um að það er hægt að létta þeim lífið á einhvern hátt, lífið gæti orðið þeim ögn léttbærara ef ríkið myndi nú tíma að sjá af einhverjum peningum þeim til handa. Bara að þessi guðsvolaða ríkisstjórn hefði haft manndóm í sér að taka strax á málinu og hefði látið verkin tala í stað þess að mala þindarlaust og þvæla málum í ótal nefndir fram og til baka. En það er svo sem ekki von á miklum afrekum hjá mönnum sem ekki geta fretað óundirbúið.


Dagurinn í dag

Það sem við hugsum, það sem við gerum, og hvernig við hegðum okkur hefur gríðarleg áhrif á ástandið í heiminum. Þess vegna ættum við að byrja strax að horfa á björtu hliðar lífsins og leita eftir því besta í hverju tilviki sem upp kemur. Kærleikurinn á sér upptök ynnra með sérhverri manneskju og starfar þaðan. Kærleikurinn umbreytir hatri, öfund, afbrýði, og síðast en ekki síst græðgi. Mér finnst ekki ástæða til að velta mér upp úr mistökum gærdagsins, hann er liðinn og kemur ekki aftur. Í morgun þegar ég vaknaði, hugsaði ég eitthvað á þessa leið, í dag er nýr dagur fullur af nýjum verkefnum og fyrir það er ég þakklát. Það var svo alfarið undir mér sjálfri komið hvernig ég ætlaði að nýta þennan dag. Dagurinn byrjaði vel og var mjög góður, enda ekki annað hægt þar sem ég var að passa litla ömmukútinn minn, hann gæti svo auðveldlega lýst upp allan heiminn með sínu fallega brosi. Undir kvöld fékk ég símtal frá góðri vinkonu, hún færði mér sorgarfréttir, sameiginleg vinkona okkar var að deyja allt of ung, á föstudaginn fékk ég líka hringingu þá frá annari vinkonu, hún færði mér sorgarfréttir líka, af konu sem ég þekkti hún var einnig að kveðja þennan heim allt of ung. Ég hef verið að hugsa og hugsa eins og maður gerir oft þegar eitthvað vont gerist, aldrey skyldi maður fresta til morguns því sem betra væri að gera í dag. Ég ætla að reyna að hafa ekki áhyggjur af morgundeginum, það sem skiptir máli er núið, dagurinn í dag, eingin veit hvað verður á morgun. Þetta er örugglega soldið ruglingslegt allt saman hjá mér, en það gerir ekkert til, þetta eru mínar hugsanir akkúrat núna.

Fyrsta bloggfærsla

Ég veit fátt hallærislegra en forpokaðar vaðmálskerlingar sem tröllriðu öllu á áttunda áratug síðustu aldar. Oftar en ekki voru þetta fremur ófríðar og jafnvel karlalegar breddurW00t Þeirra aðalmarkmið virtist vera að útrýma karlþjóðinni eins og hún lagði sig "háleit markmið það" Þessar herfur voru svo átakanlega bitrar! Trúlega höfðu einhverjar verið særðar og þá af karlmanni "hvað annað" Aðrar voru einfaldlega svo andstyggilega lúðalegar og hundleiðinlegar að engum karlmanni datt svo mikið sem í hug að líta í áttina til þeirra "og lái þeim hver sem vill" Þessar fraukur kölluðu sig Rauðsokkur, þær höfðu allt á hornum sér, voru sér í lagi geðillar, uppstökkar og fúlar. Æddu áfram æpandi og skrækjandi í móðursíkisofforsi og mótmæltu öllu sem fallegt var. Já! þessar mussukerlingar eða lopapeysujússur "með fullri virðingu fyrir lopapeysunni" settu ljótan blett á samfélagið á síðustu öld, þeirra verður tæplega minnst fyrir jafnrétti og bræðralag. Í mínum huga voru þær ekkert annað en snaróðar fasistafrekjur. Árið 1982 sama ár og ég fæddi frumburðinn minn sem er karlmaður var Rauðsokkuhreyfingin lögð niður á Íslandi mér og fleirum til mikilliar gleði. En það er nú einu sinni svo að þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. Samtök um kvennalista kom fram í dagsljósið skömmu síðar en einkverra hluta vegna kusu konur ekki þessar kynsystur sínar svo þær lognuðust bara út af í einhverju meðvitundarleysi. Nú kalla þær sig femínista, já einmitt þessar sem stökkva upp til handa og fóta ef einhversstaðar birtist mynd af meyjarbrjósti, þær virðast sjá eitthvað skítugt og ljótt við kvennlíkamann öfugt við mig "hef reyndar ekki séð þær berar og langar ekkert til þess" Einnig sjá sumar þeirra eitthvað klámfengið við saklausar fermingarstúlkur, hvurslags hugsunarháttur er eiginlega í gangi, og hvurslags perrur eru þessar femínistakerlingar, svo telja þær sig standa fyrir jafnrétti! Fuss og svei, þær hafa sko ekki nokkurn minnsta áhuga á jafnrétti kynjana, þær vilja hins vegar öllu ráða og ættu heldur að kalla sig Kvenrembur eða Kvenvargar. Guð hjálpi okkur ef svo ólíklega vildi til að þær kæmust einhventíma til valda á hinu há Alþingi. Það er kanski ekki alveg sangjarnt að tala eingöngu um ÞÆR, þar sem ein og ein karlrola kenna sig við femínista "skiptir þó engu þar sem þeir ráða kvort sem er engu" Enda laglega búið að kúga þá vesalinga til hlýðni og undirgefni, að minnsta kosti geng ég út frá því sem vísu að enginn karlmaður kenni sig ótilneyddur til Femínistafasistanna. Annars ætla ég ekki að eyða meiri tíma í bili að velta mér upp úr þessum málum, það er líka svo ótrúlega auðvelt að skammast út í allt og alla en sjá ekki sjálfan sigWhistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband