Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Það er ekki einu sinni ókeypis að geyspa
30.3.2007 | 11:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Raðforeldrar!
29.3.2007 | 00:36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Syndavaskar símans.
24.3.2007 | 00:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvöföldun Suðurlandsvegar
22.3.2007 | 22:21
Enn eitt dauðaslysið á Suðurlandsvegi! Fimmtíu og fimm manns hafa týnt lífinu í slysum á þessum hættulega vegi síðan 1972. Hvað þarf eiginlega að gerast til að þeir sem þessu ráða geri eitthvað í málinu? Maður er gjörsamlega agndofa yfir þessu aðgerðarleysi. Það er stjórnvöldum til háborinnar skammar að vera ekki löngu búin að aðskilja akstursstefnur milli Selfoss og Reykjavíkur. Manni er gjörsamlega ofviða að skilja þennan endalausa roluskap. Það er eins og ráðamönnum og konum sé um megn að forgangsraða rétt. Ekki vantar nú fögru loforðin eins og ævinlega fyrir kosningar, vá hvað ég er orðin leið á þessum innantómu og ósvífnu lygum sem rennur upp úr stjórnmálahyskinu eins og ræpa. Þeir hnjóta ótrúlega oft um sannleikann, en eru fljótir á fætur og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ekki orð að marka þetta lið sem sprangar nú um í athvæðasmölun smjaðrandi og hræsnandi hver í kapp við annan.
Hvernig væri nú kæru ráðamenn að taka hausinn út úr rassgatinu og láta verkin tala.
Tvöföldun Suðurlandsvegar Strax, annað er óásættanlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúarofstæki.
22.3.2007 | 01:50
Ég er hálf andlaus og þreytt eitthvað, ætla samt að tjá mig smávegis. Ég hef verið að velta stríðinu í Írak fyrir mér. 19. Mars voru liðin fjögur ár frá innrás bandamanna, undir forystu Bandaríkjamanna í Írak. Tölur sýna að tvö þúsund manns hafi látist í hverjum mánuði síðan mannfallið náði hámarki í júlí í fyrra þegar 2.896 féllu, Hvað hvatir ætli það séu sem ýta fólki út í stríð aftur og aftur, skyldi slík afburðaheimska vera manninum meðfædd. Kanski það sé sambland af framtaksemi fláræði og heilabilun, Mér finnst dapurlegt hvað mannfall almennra borgara í Írak er hátt, það er líka sorgleg staðreynd að átök milli trúarhópa og árásir á herafla bandamanna, íranska hermanna og lögreglu leiða oft til mikills mannfalls meðal borgara. Trúarofstækisfólk eru útþvældur hópur treggáfaðra manna og kvenna, tákn og ýmind andlegrar og siðferðislegrar óreiðu, ég persónulega tel að þetta ofsatrúarlið sé gersneytt mannlegu eðli og sé álíka ósveijanlegt og ánamaðkar, ég er þá að tala um ofsatrúarfólk sem rangtúlkar og afbakar þá trú sem það telur sig aðhyllast, æðandi um eins og það sé með þeytara í afturendanum og eru á móti öllu öðru en sjálfu sér. Held ég fari að sofa núna hef fullnægt tjáningarþörfinni í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breiðavíkurdrengir í mál.
20.3.2007 | 23:25
Fimmtán menn sem vistaðir voru á Breiðuvík sem drengir hafa ákveðið að stefna íslenska ríkinu, ekki er ég hissa. Enda óraunhæft að ríkið sem er sökudólgur í málinu ákveði hvað gera skuli í framhaldinu. Á þessum annars hrikalega fallega stað var líf margra einstaklinga lagt í rúst. Sá sem þarna drottnaði virðist hafa líkst rottu, fullur grimmdar, andstyggðar og sviksemi. Það er alveg með ólíkindum að ekki skuli vera lengra síðan þessir sorglegu atburðir áttu sér stað. Mér finnst líka mjög óraunhæft að fólk sem starfaði á þessu andstyggylega upptökuheimili á meðan að þessi samviskulausu hjón réðu þarna ríkjum hafi ekki vitað af hrottaskapnum. Reyndar trúi ég því ekki... nema þá að þeir hafi allir verið svona illa siðaðir drullusokkar. Það eru alveg örugglega einhverjir á lífi sem þarna störfuðu, til dæmis við eldamensku þrif og fleira sem einhverra hluta vegna vilja ekki koma fram í dagsljósið og segja frá. Það krefst ekki flókinna heilastarfsemi að sjá hvað þessir menn sem voru sendir í sveit á stað sem er á mörkum hins byggilega... þurftu að láta yfir sig ganga aðeins börn að aldri. Ráðamenn þessar þjóðar ættu að sjá sóma sinn í því að hreinsa upp sorann eftir forvera sína, og hafa manndóm í sér til að reyna að bæta fyrir þau mannréttindabrot sem framin voru á litlum og saklausum börnum. Þó að það sé löngu orðið of seint og aldrey hægt græða sárin sem mennirnir bera á sálinni, þá er ég viss um að það er hægt að létta þeim lífið á einhvern hátt, lífið gæti orðið þeim ögn léttbærara ef ríkið myndi nú tíma að sjá af einhverjum peningum þeim til handa. Bara að þessi guðsvolaða ríkisstjórn hefði haft manndóm í sér að taka strax á málinu og hefði látið verkin tala í stað þess að mala þindarlaust og þvæla málum í ótal nefndir fram og til baka. En það er svo sem ekki von á miklum afrekum hjá mönnum sem ekki geta fretað óundirbúið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn í dag
19.3.2007 | 23:18
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta bloggfærsla
13.3.2007 | 09:15
Ég veit fátt hallærislegra en forpokaðar vaðmálskerlingar sem tröllriðu öllu á áttunda áratug síðustu aldar. Oftar en ekki voru þetta fremur ófríðar og jafnvel karlalegar breddur Þeirra aðalmarkmið virtist vera að útrýma karlþjóðinni eins og hún lagði sig "háleit markmið það" Þessar herfur voru svo átakanlega bitrar! Trúlega höfðu einhverjar verið særðar og þá af karlmanni "hvað annað" Aðrar voru einfaldlega svo andstyggilega lúðalegar og hundleiðinlegar að engum karlmanni datt svo mikið sem í hug að líta í áttina til þeirra "og lái þeim hver sem vill" Þessar fraukur kölluðu sig Rauðsokkur, þær höfðu allt á hornum sér, voru sér í lagi geðillar, uppstökkar og fúlar. Æddu áfram æpandi og skrækjandi í móðursíkisofforsi og mótmæltu öllu sem fallegt var. Já! þessar mussukerlingar eða lopapeysujússur "með fullri virðingu fyrir lopapeysunni" settu ljótan blett á samfélagið á síðustu öld, þeirra verður tæplega minnst fyrir jafnrétti og bræðralag. Í mínum huga voru þær ekkert annað en snaróðar fasistafrekjur. Árið 1982 sama ár og ég fæddi frumburðinn minn sem er karlmaður var Rauðsokkuhreyfingin lögð niður á Íslandi mér og fleirum til mikilliar gleði. En það er nú einu sinni svo að þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. Samtök um kvennalista kom fram í dagsljósið skömmu síðar en einkverra hluta vegna kusu konur ekki þessar kynsystur sínar svo þær lognuðust bara út af í einhverju meðvitundarleysi. Nú kalla þær sig femínista, já einmitt þessar sem stökkva upp til handa og fóta ef einhversstaðar birtist mynd af meyjarbrjósti, þær virðast sjá eitthvað skítugt og ljótt við kvennlíkamann öfugt við mig "hef reyndar ekki séð þær berar og langar ekkert til þess" Einnig sjá sumar þeirra eitthvað klámfengið við saklausar fermingarstúlkur, hvurslags hugsunarháttur er eiginlega í gangi, og hvurslags perrur eru þessar femínistakerlingar, svo telja þær sig standa fyrir jafnrétti! Fuss og svei, þær hafa sko ekki nokkurn minnsta áhuga á jafnrétti kynjana, þær vilja hins vegar öllu ráða og ættu heldur að kalla sig Kvenrembur eða Kvenvargar. Guð hjálpi okkur ef svo ólíklega vildi til að þær kæmust einhventíma til valda á hinu há Alþingi. Það er kanski ekki alveg sangjarnt að tala eingöngu um ÞÆR, þar sem ein og ein karlrola kenna sig við femínista "skiptir þó engu þar sem þeir ráða kvort sem er engu" Enda laglega búið að kúga þá vesalinga til hlýðni og undirgefni, að minnsta kosti geng ég út frá því sem vísu að enginn karlmaður kenni sig ótilneyddur til Femínistafasistanna. Annars ætla ég ekki að eyða meiri tíma í bili að velta mér upp úr þessum málum, það er líka svo ótrúlega auðvelt að skammast út í allt og alla en sjá ekki sjálfan sig
Bloggar | Breytt 18.3.2007 kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)