Trúarofstæki.

Ég er hálf andlaus og þreytt eitthvað, ætla samt að tjá mig smávegis. Ég hef verið að velta stríðinu í Írak fyrir mér. 19. Mars voru liðin fjögur ár frá innrás bandamanna, undir forystu Bandaríkjamanna í Írak. Tölur sýna að tvö þúsund manns hafi látist í hverjum mánuði síðan mannfallið náði hámarki í júlí í fyrra þegar 2.896 féllu, Hvað hvatir ætli það séu sem ýta fólki út í stríð aftur og aftur, skyldi slík afburðaheimska vera manninum meðfædd. Kanski það sé sambland af framtaksemi fláræði og heilabilun, Mér finnst dapurlegt hvað mannfall almennra borgara í Írak er hátt, það er líka sorgleg staðreynd að átök milli trúarhópa og árásir á herafla bandamanna, íranska hermanna og lögreglu leiða oft til mikills mannfalls meðal borgara. Trúarofstækisfólk eru útþvældur hópur treggáfaðra manna og kvenna, tákn og ýmind andlegrar og siðferðislegrar óreiðu, ég persónulega tel að þetta ofsatrúarlið sé gersneytt mannlegu eðli og sé álíka ósveijanlegt og ánamaðkar, ég er þá að tala um ofsatrúarfólk sem rangtúlkar og afbakar þá trú sem það telur sig aðhyllast, æðandi um eins og það sé með þeytara í afturendanum og eru á móti öllu öðru en sjálfu sér. Held ég fari að sofa núna hef fullnægt tjáningarþörfinni í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband