Dagurinn í dag

Það sem við hugsum, það sem við gerum, og hvernig við hegðum okkur hefur gríðarleg áhrif á ástandið í heiminum. Þess vegna ættum við að byrja strax að horfa á björtu hliðar lífsins og leita eftir því besta í hverju tilviki sem upp kemur. Kærleikurinn á sér upptök ynnra með sérhverri manneskju og starfar þaðan. Kærleikurinn umbreytir hatri, öfund, afbrýði, og síðast en ekki síst græðgi. Mér finnst ekki ástæða til að velta mér upp úr mistökum gærdagsins, hann er liðinn og kemur ekki aftur. Í morgun þegar ég vaknaði, hugsaði ég eitthvað á þessa leið, í dag er nýr dagur fullur af nýjum verkefnum og fyrir það er ég þakklát. Það var svo alfarið undir mér sjálfri komið hvernig ég ætlaði að nýta þennan dag. Dagurinn byrjaði vel og var mjög góður, enda ekki annað hægt þar sem ég var að passa litla ömmukútinn minn, hann gæti svo auðveldlega lýst upp allan heiminn með sínu fallega brosi. Undir kvöld fékk ég símtal frá góðri vinkonu, hún færði mér sorgarfréttir, sameiginleg vinkona okkar var að deyja allt of ung, á föstudaginn fékk ég líka hringingu þá frá annari vinkonu, hún færði mér sorgarfréttir líka, af konu sem ég þekkti hún var einnig að kveðja þennan heim allt of ung. Ég hef verið að hugsa og hugsa eins og maður gerir oft þegar eitthvað vont gerist, aldrey skyldi maður fresta til morguns því sem betra væri að gera í dag. Ég ætla að reyna að hafa ekki áhyggjur af morgundeginum, það sem skiptir máli er núið, dagurinn í dag, eingin veit hvað verður á morgun. Þetta er örugglega soldið ruglingslegt allt saman hjá mér, en það gerir ekkert til, þetta eru mínar hugsanir akkúrat núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband