Tvöföldun Suðurlandsvegar

Enn eitt dauðaslysið á Suðurlandsvegi! Fimmtíu og fimm manns hafa týnt lífinu í slysum á þessum hættulega vegi síðan 1972. Hvað þarf eiginlega að gerast til að þeir sem þessu ráða geri eitthvað í málinu? Maður er gjörsamlega agndofa yfir þessu aðgerðarleysi. Það er stjórnvöldum til háborinnar skammar að vera ekki löngu búin að aðskilja akstursstefnur milli Selfoss og Reykjavíkur. Manni er gjörsamlega ofviða að skilja þennan endalausa roluskap. Það er eins og ráðamönnum og konum sé um megn að forgangsraða rétt. Ekki vantar nú fögru loforðin eins og ævinlega fyrir kosningar, vá hvað ég er orðin leið á þessum innantómu og ósvífnu lygum sem rennur upp úr stjórnmálahyskinu eins og ræpa. Þeir hnjóta ótrúlega oft um sannleikann, en eru fljótir á fætur og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ekki orð að marka þetta lið sem sprangar nú um í athvæðasmölun smjaðrandi og hræsnandi hver í kapp við annan.

Hvernig væri nú kæru ráðamenn að taka hausinn út úr rassgatinu og láta verkin tala.

Tvöföldun Suðurlandsvegar Strax, annað er óásættanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband