Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Bratz er með anorexíu.

Stelpan mín lék sér með Barbie fyrstu árin sín en svo hóf Bratz innreið sína og Barbie druslurnar fengu að fjúka.
Hvorug þeirra getur talist eðlilega vaxin, þó hefur gamla Barbie vinninginn í þeim málum. Bratz er mjög lík langt gengnum anorexíusjúklingi, ég spáði oft í hver fyrirmynd hennar hafi verið, og mér datt einna helst í hug að það hafi verið horaður unglingsstrákur með extra stórt höfuð og hlutföllin í dáldið miklu ósamræmi eins og títt er með krakka á unglingsaldri. Ég man líka eftir að fæturnir á þeim voru næstum jafn stórir og hausinn. Ég gat náttla ekki setið á mér og kom oft með nastý athugasemdir við lítinn fögnuð dótturinnar og vinkvenna hennar...En svona er nú lífið, alltaf hægt að finna upp á einhverjum ósóma til að pranga inn á okkur, varnalausa foreldrana.Whistling

mbl.is Barbie gegn Bratz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott á gaurinn.

Asskoti var það nú gott á gaurinn Tounge
Ég hef alltaf átt bágt með að skilja svona
strípisýningarþörf, svakalega held ég að mann
hefði hlegið dátt ef mann hefði séð aðfarirnar ha,ha,haLoL

mbl.is Slasaðist er hann beraði rassinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fugladráp af gáleysi

Þessi frétt minnti mig á sorglegan atburð í lífi mínu og barnanna minna. Fyrir einhverjum árum keypti ég Finkur fyrir börnin mín, þær voru voða sætar og góðar, ekkert svo sem öðruvísi en páfagaukar í mínum augum nema náttla bara minni. Allt gekk sinn vanagang, þær görguðu, borðuðu og losuðu sig við fóðrið í búrið sem ég hreinsaði annað slagið, sem sagt ósköp venjulegir fuglar í búri. En einn morguninn lágu þær barasta steindauðar á búrgólfinu, ég hafði gefið þeim að borða daginn áður eins og alla aðra daga, en ég hafði keypt mat sem var ætlaður stórum páfagaukum, ég hélt að skipti ekki nokkru máli hvað þær fengju svo framalega það væri fuglamatur, það varð náttla mikil sorg á heimilinu og ég hafði það bara ekki í mér að segja krökkunum að ég hefði óvart drepið þær, það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég játaði á mig fugladráp af gáleysi.
mbl.is Barrfinkur gleðja fuglaáhugamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æði!

Það er margt sem fólk lætur hafa sig út í í þeirri trú að það sé að fara að skemmta sér, rosa gaman að dandalast í lest nú eða þá strætó, blindfullur og útúrruglaður......Váááá! Einmitt eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um...Not! Síðasti dagurinn sem liðið mátti drekka sig rænulaust í neðanjarðalest, jibbý ógó gaman allir í lestina, je!
Við manneskjurnar erum svo klikkaðar að það er ótrúlegt, svo halda sumir því fram að sauðkindin sé vitlaus, það jafnast þó engan vegin á við hvað mannskepnan er vitlaus.

mbl.is Lestarteiti fór úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sú kann að bjarga sér

Þetta kalla ég að kunna að bjarga sér,
en mikið svakalega hefur hún verið
hljóðlát blessuð konan, svo ekki sé
nú minnst á nægjusemina.

mbl.is Fann konu í skápnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband