Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Skondnar skrítlur.

Ja há! Mér hefur alltaf fundist íþróttafréttamenn skondnar skrítlur, en að þeim þyki fréttnæmt að fótboltakempa freti, já það er eiginlega bara alveg drepfyndið. Það er einhvernvegin eins og karlmenn hafi einkarétt á að freta, og þeir skemmta sér í samræmi við fýluna sem þeir senda frá sér, alla vega skammast þeir sín ekki baun þó maður þurfi að flýja hús vegna prumpufýlu, þetta á svo sem alls ekki við alla karlmenn, ég er nú bara að tala um strákana í minni fjölskyldu og hundinn minn, hann gæti sko steindrepið mann með sinni alkunnu fretfýlu og ekki skammast hann sín svo mikið er víst.
mbl.is Hollendingar að kafna í prumpfýlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oj Bara.

Hvernig á maðurinn að borga fimm miljóna rúpía? Var hann ekki dæmdur til dauða, hann fær kannski að vinna fyrir skuldinni áður en þeir drepa hann. Þessir kjánar eru svo sorglegir, að kveða upp dauðadóm yfir manninum fyrir það eitt að tala ekki vel um Múhameð spámann, mér sýnist þessir morðóðu tuddar bæði illa gefnir og illa innrættir sem fá útrás fyrir morðfýsn sína á saklausum borgurum, og allt er það gert í nafni trúarinnar. Oj bara.
mbl.is Dæmdur til dauða fyrir guðlast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakettu druslur.

Því og í ósköpunum getur fólk ekki skotið þessum rakettu druslum sínum upp á gamlárskvöld og látið þar við sitja, sumir virðast hreint ekki færir um að hugsa um neitt annað en sitt eigið rassgat, mér finnst þetta svo yfirgengilegt tillitleysi við menn og dýr að ég held að ég hafi ekki fleiri orð um athæfið, ég gæti svo hæglega misst mig út í heiftarlegar fordæmingar og látið of mörg ljót orð flakka, best að ég tjái mig ekki nánar að sinni.
mbl.is Hundarnir fundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla fréttnæmt lengur.

Já einmitt! Þetta fer nú að hætta að vera fréttnæmt, andskotinn hafi það! 173 krónur fyrir einn fjandans bensínlíter, ef ég fer ekki hreinlega að leggja bílnum mínum veit ég ekki hvað, ég hef svo sannarlega tekið eftir því hvað allt hækkar skuggalega hratt þessa dagana, alveg sama hvað það er. Óþolandi ástand á öllum sviðum, fuss og svei.
mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins of fljótur á sér.

Ekki bara á rúntinum heldur fullur líka, 14 ára titturinn,
kanski á aðeins of hraðri ferð inn í heim fullorðinna þessi litli drengur, vonandi lærir hann eitthvað af vitleysunni.

mbl.is 14 ára ökumaður velti bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík vitleysa.

Svei mér þá ef ekki er komin tími til að endurlífga bloggið mitt við, það er nóg að blogga um þessa dagana. Sjálf tel ég mig til dýravina en fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Það sem við Íslendingar látum hafa okkur út í af ótta við almenningsálitið er gjörsamlega takmarkalaust, að ætla að ná ísbirninum lifandi finnst mér kannski ekki óraunhæft en að ætla að flytja dýrið úr landi í búri, já það finnst mér ekki bara fáránlegt heldur alveg ógeðslega fáránlegt, dýrið sem er villt hefði tæplega þolað slíkar aðfarir. Ég hefði talið eina kostinn að drepa dýrið áður en það hefði drepið einhverja bóndadóttur eða veiðimann nú eða bara einhvern annan. Systursynir mínir voru að veiða á slóðum birnunnar síðastliðna helgi, ég fæ sko bara hroll svo er frumburður minn og félagar hans að fara að veiða akkúrat þarna um næstu helgi, ég ætla rétt að vona að birnirnir haldi sig fjarri okkar landi í framtíðinni, og ef ekki að þá hafi menn snör handtök og aflífi dýrið, það er komin tími til að hætta þessum skrípaleik, við erum ekkert að tala um lítið og sætt bangsakrútt heldur stórt, svangt og grimmt rándýr.
mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oj, oj Melóna.

Misjafn er smekkur okkar mannanna,
ekki myndi ég borga svo mikið sem eina
krónu fyrir melónu, hvorki þessa umræddu,
né nokkra aðra, mér finnst melóna nebbla
afspyrnu vond, og gildir þá einu hvort hún
er ræktuð í norðurhluta Japans eða annars staðar.

mbl.is Dýr melóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt verkefni

Ofboðslega held ég að þetta sé erfitt verkefni, að þurfa að velja fólk úr flóttamannabúðum þar sem allir eiga jafn hræðilega bágt, Íslenska sendinefndin er svo sannarlega ekki öfundsverð, svo mikið er víst.
mbl.is Fulltrúar flóttamannanefndar á leið til Íraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt það.

Jamm! Það er ekki öllum gefið jafnt, er þeir fæðast í þennan heim, þessi vesalings maður er óræk sönnun þess.
Ótrúlegt vald sem töfralæknar hafa yfir misvitru fólki. 

mbl.is Laskaður limur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað nota þeir eistun á sér við?

Ég vissi að Spanjólar væru skrítnir, samt ekki alveg svona hrikalega skrýtnir, við hvaa aðstæður skyldu Spænskir þjóðvarðarliðar þurfa að brúka á sér eistun? Og það bæði tvö, tja ekki er ég að fatta hvaða tilgangi þetta tiltekna líffæri þjónar, hjá hermönnunum allt svo.
Ég hefði nú líka haldið að andlitslýti væru bara til bóta í þessum aðstæðum, ef þeir myndu lenda í stríði þá gætu þeir alltént reynt að hræða líftóruna úr andstæðingum sínum, kannski með því að brosa breitt til dæmis.W00t

mbl.is Skrækróma menn mega ekki verða þjóðvarðliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband