Þvílík vitleysa.

Svei mér þá ef ekki er komin tími til að endurlífga bloggið mitt við, það er nóg að blogga um þessa dagana. Sjálf tel ég mig til dýravina en fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Það sem við Íslendingar látum hafa okkur út í af ótta við almenningsálitið er gjörsamlega takmarkalaust, að ætla að ná ísbirninum lifandi finnst mér kannski ekki óraunhæft en að ætla að flytja dýrið úr landi í búri, já það finnst mér ekki bara fáránlegt heldur alveg ógeðslega fáránlegt, dýrið sem er villt hefði tæplega þolað slíkar aðfarir. Ég hefði talið eina kostinn að drepa dýrið áður en það hefði drepið einhverja bóndadóttur eða veiðimann nú eða bara einhvern annan. Systursynir mínir voru að veiða á slóðum birnunnar síðastliðna helgi, ég fæ sko bara hroll svo er frumburður minn og félagar hans að fara að veiða akkúrat þarna um næstu helgi, ég ætla rétt að vona að birnirnir haldi sig fjarri okkar landi í framtíðinni, og ef ekki að þá hafi menn snör handtök og aflífi dýrið, það er komin tími til að hætta þessum skrípaleik, við erum ekkert að tala um lítið og sætt bangsakrútt heldur stórt, svangt og grimmt rándýr.
mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....í bráðri útrýmingarhættu

Óli (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband