Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ekki öfundsverð

Ekki er hún öfundsverð stelpugreyið með slæðuna kyrfilega vafða um hausinn á sér, svo verður hún örugglega í síðum buxum og síðerma peysu, eins gott að ekki sjáist í beran fót eða handlegg á kvenmanni frá Afganistan, það gæti reitt allan Arabíuskagann til reiði.Bandit
mbl.is Afgönsk stúlka stefnir á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best að segja sem minnst.

Ég ætti nú að hafa vit á að þegja um mín hlaup, ég er nebbla svo fáránlega auðtrúa að það er ekki einu sinni fyndið, held líka að ég sleppi að segja frá öllum fréttunum sem ég trúði eins og nýju neti, ég átti líka svo erfitt með að muna eftir því að það væri einmitt 1. Apríl í dag. Tounge
mbl.is Varstu gabbaður í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hláturinn lengi lifi.

Jæja þá er maður bara komin í koju, búin að erinda ýmislegt í dag, þurfti að skottast til Reykjavíkur og sonna. Svo fórum við mæðgurnar upp í fjall með Pollaling, sá varð nú glaður að fá að hlaupa laus út um mela og móa Smile Svo splæsti ég í kaffikönnu, svona sem lagar einn eða tvo bolla, geðveikt gott kaffi, enda er ég búin að þamba svo mikið kaffi síðan að ég kom heim að ég er bara alveg ga ga, nei jók ég er nú bara aðeins búin að testa þetta, fékk mér náttla heilsusúkkulaði meðWink Viljiði spá, heilsusúkkulaði! hversu steiktur getur maður verið,,Whistling Það var alla vega hjá heilsuvörunum, sykurlaust og sonna. Gott að trúa stundum því sem maður vill trúa, ég er nokkuð viss um að þetta súkkulaði er alveg bráðhollt.

Annars er ég búin að vera í einhverju stríðnisskapi í dag, plataði samt engan af því að ég mundi ekkert eftir að það væri 1. Apríl nema fyrst í morgun, fékk hins vegar óstöðvandi hláturskast upp í fjalli bara svona upp úr engu, ég hló svo mikið að tárin láku niður kinnarnar í stríðum straumum og maskarinn með, ég var að reyna að tjá mig eitthvað um hvað mér fyndist svona drepfyndið, en hló svo mikið að Svandís mín skyldi ekki orð af því sem ég sagði, sem kom svo sem ekki að sök því henni hefði örugglega ekki þótt það fyndið, annað mál hefði hún systa mín verið með mér, við tvær getum nebbilega hlegið að sumu sem engum finnst fyndið nema okkur tveim, held það hafi eitthvað með það að gera að við erum næstum því tvíburar, það munar bara 11 mánuðum. En hláturinn lengir lífið, eða hláturinn lengi lifi LoLGrinLoLGrinToungeSmile

Góða nótt, sofið rótt og verið góð við hvert annað InLove 


Öllu er trúnadi.

Ég hefði alveg trúað þessu ef páfanum hefði ekki verið blandað í málið, það er bara einhvernvegin þannig að fréttir utan úr heimi eru oft á tíðum svo stórfurðulegar, þess vegna er erfitt að átta sig á kvort um Aprílgabb sé að ræða, eður ey. Heimurinn er orðinn svo skrítinn, þannig að við verðum bara að bíða og sjá svo hvað er gabb og hvað er ekki gabb.
mbl.is Í mál vegna draugagangs í glæsivillu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duga ekki fyrir einu pari.

Launin duga ekki fyrir einu Nike skópari, alveg ótrúlegt hvað þessar vörur eru hrikalega dýrar. Ekki er það launakostnaðurinn sem veldur, það er nokkuð ljóst.
mbl.is Starfsmenn Nike í Víetnam krefjast hærri launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háleit markmið

Sumir hafa háleit markmið....... Undecided En er þetta ekki full langsótt köllun eða hugsjón ? Eða hvað ætli hann fái út úr því að láta minnast sín fyrir að setja Ísland á hausinn.... Hann fékk nú svo sem heilmikla hjálp frá okkur sem hér búum og erum búin að spreða og spreða í neyslubrjálæðisvímu í áraraðir W00t

En ekki mikið lengur, nú er sko heldur betur komið að skuldadögunum Crying

Allt á niðurleið, nema náttla skuldirnar og vöruverðið Gasp 


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert rennerí á klóið hér.

Ja há! Það yrði manni dýrkeypt að fá asíska skítapest þarna upp í háloftunum Frown 

Og hvað ef maður væri nú skítblankur? Þá yrði maður sjálfsagt bara að láta allt gossaGasp

Náttla best að vera ekki á stanslausu renneríi á dolluna Errm

Kanski þetta sé svo bara Aprílgabb LoL


mbl.is Salernisgjald hjá Ryanair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband