Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Hámark hugrekkisins?
30.4.2008 | 22:47
Einkennilegur draumur, já það finnst mér alla vega.
Honum var sem sé búið að dreyma um það alla sína ævi að halda niðri í sér andanum í yfir 17 mínútur.
Ég sem hélt að maður myndi bara steindrepast í sollis löguðu, alla vega að maður kæmi ekki heill út úr því.
Þessi maður virðist vera ódauðlegur, búin að norpa í ísmolum í 64 klukkustundir, líka búin að láta drekkja sér í Tamesánni í glerbúri í ekkert minna en heilan mánuð, en það sem toppar þetta allt er held ég að láta grafa sig lifandi og dúsa ofan í jörðinni í viku.
Og allt eru þetta hans eigin óskir.
Ef þetta er ekki hámark hugrekkisins þá er þetta hámark heimskunnar.
Hélt niðri í sér andanum í rúmar 17 mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öss brjálað rok á Nesinu.
30.4.2008 | 21:21
Og mér brá, ég vissi eiginlega ekki hvor okkar vara að keyra bílinn minn, sko ég eða Kári.
Það er nú meira andskotans rokið á Kjalanesinu þessa dagana,
við mæðgurnar sungum alla leiðina í Bæinn svo við urðum ekki eins mikið varar við skætinginn í veðrinu, en á heimleiðinni vorum við of þreyttar til að nenna að syngja, enda fóru fölsku tónarnir hans Kára ekki fram hjá okkur þá.
Ég mátti þakka fyrir að þurfa ekki að klippa þvottinn niður af snúrunum hjá mér áðan, hann var nebbla svo margvafin utan um þær,
ég trúi að þetta rok sé búið í bili.
Fauk út í skurð á ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gary krútt
30.4.2008 | 21:10
hann er frábær leikari þessi gaur, og ekki spillir útlitið fyrir,
mér hefur alltaf þótt hann eitthvað svo sjarmerandi,
eiginlega alveg hrikalega krúttlegur bara
CSI leikari handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki gaman á fjöllum
30.4.2008 | 21:02
Fyrir mörgum árum fór ég í jeppaferð um áramót, ferðinni var heitið yfir Langjökul, og ó my god! Þvílík svaðilför brrr mér verður bara kalt við tilhugsunina eina saman, en til að gera langa sögu stutta þá vorum við nokkuð mörg saman í þessari ferð, svona 10 jeppar í halarófu, allir voða glaðir og sonna, nema ég mér fannst þetta nebbla alls ekki gaman þegar á hólminn var komið.
Ferðin gekk stórslysalaust til að byrja með, en ekki leist mér nú á blikuna þegar ég sá vistarveruna sem mér stóð til boða að eyða síðasta degi ársins í. Skúr með fullt af rúmum, tréborðum, stólum og hrikalegum kulda blasti við í allri sinni dýrð, kannski ekki alveg það sem ég átti von á "veit ekki við hverju ég bjóst, kannski hótelsvítu " En áramótin komu á Hveravöllum eins og annars staðar og ég reyndi að hafa gaman af, það var samt mjög erfitt. Svo þegar haldið var heim á leið þá byrjuðu vandræðin fyrir alvöru, bílar festust og festust og festust, svei mér ef það var ekki aðalkikkið hjá sumum, þangað til að einn jeppinn pikkfestist og sat sem fastast sama hvað var ýtt, mokað, hleypt úr dekkjum og ég veit ekki hvað, auðvitað þurfti ég að vera farþegi akkúrat í þessu pikkfasta farartæki.
Nú nú, jeppinn fór ekki hænufeti lengra í þetta sinn og ekki annað ráð en að troða sér inn í annað tryllitæki. Fasti jeppinn varð náttla skilin eftir og allt, þetta var svo mikil svaðilför að fréttir af henni voru komnar í blað allra landsmanna áður en hópurinn náði að brjóta sér leið til byggða.
Ég sór þess dýran eyð að aldrei skyldi ég láta plata mig aftur í svona "skemmtiferð" og við það hef ég staðið.
Snjór, kuldi og vosbúð eru sem sé ekki það sem ég leita eftir þegar ég er að ferðast, sól, hiti og grænt gras eiga miklu meira upp á pallborðið hjá mér. Og svo nottla sól og sandur líka.
Leiðsögumaðurinn hvarf ofan í jökulsprungu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engin snjór hér.
29.4.2008 | 21:32
Annars er systan mín stödd á Möltu og þar er svo ískalt á nóttunni, engar sængur í boði þar heldur bara lakdruslur eins og á Spáni.
Það á ekki alveg upp á pallborðið hjá henni þar sem hún er óforbetranleg kuldaskræfa, vona að hún hafi fundið hlý náttföt í kuffélaginu á Möltu.
Vetur á þjóðvegunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins gott að vera bara frískur.
29.4.2008 | 21:21
Annað hvort að drífa í því strax, eða fyrir 1. maí.
Annars verður það bara að bíða þar til betur stendur á.
Uppsagnirnar standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrikalegt.
29.4.2008 | 20:26
Ef hún er í lagi (móðirin) þá tel ég nokkuð víst að hún hefði ekki kyngt því bara sí sona þegar eiginmaður hennar kom og tilkynnti að dóttirin væri horfin án þess að eitthvað hefði bent sérstaklega til að hún væri í einhverjum vandræðum.
Einnig trúi ég ekki að henni hefði þótt ofureðlilegt að maður hennar kæmi með barnabörnin eitt af öðru og segðist hafa fundið þau út á tröppum.
Ég er ansi hrædd um að ekki séu öll kurl komin til grafar í þessu máli,
annað hvort er móðirin ekki heil á geði, þó nágrannar hafi talið hana eðlilega eins og alla fjölskylduna reyndar, eða þá að hún er svona hryllilega kúguð og illa farin eftir sambúðina við skrímslið að hún er alls ófær um að gera mun á góðu og illu.
Mér finnst líka stórfurðulegt að eymingja konan (dóttirin) skuli yfir höfuð vera á lífi.
Auðvitað nær hún sér aldrei og ekki heldur börnin sem voru lokuð inni með henni.
Þetta er skelfilegra en allt skelfilegt.
Svo iðrast gerpið ekki einu sinni gerða sinna, sjálfsagt er hann ekki fær um það, enda mjög svo sjúkur einstaklingur.
Sýnir enga iðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úpps!
29.4.2008 | 16:51
Úpps! Ég er að fara í skólann á eftir og neyðist því að keyra þessa leið, það er orðið nokkuð langt síðan hefur komið svona mikið rok, eða það finnst mér. En alltaf finnst mér jafn hundleiðinlegt þegar vindurinn verður svona mikill. Sviptivindarnir eru náttla verstir, oft hefur nú farið hressilega um mig í verstu kviðunum.
En oft sleppur maður líka við mestu kviðurnar, þá finnst manni bara vera hið besta veður, jafnvel í 25 metrum, það er ótrúlegt hvað þetta venst vel.
Hjólhýsi splundraðist á ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Komin tími til.
29.4.2008 | 16:41
vonandi opna þeir augun varðandi smánarlega upphæð meðlags eins og það er í dag.
15000 kallinn hrekkur skammt, það þarf nú ekki mikið út af að bera til að útgjöld hækki óvænt eins og allir vita.
Dæmi: Einn tími hjá sálfræðing 7500
eitt stk. buxur: 10.000
eitt stk. peysa: 8000
eitt stk. skór: 12000
nesti í skóla: 4000 mán.
Ein heimsókn hjá sérfræðing: 2000
ein bíóferð: 1500
eitt ball: 2000
Þetta er bara eitthvað sem mér datt í hug í fljótu bragði, auðvitað er margt fleira eins og skóladót, vasapeningar, tómstundir og íþróttir of svo framvegis og framvegis.
Svo er annað sem ég hef aldrei skilið, barnabætur lækka verulega við 7 ára aldur, þegar börnin komast á unglingsaldur hækka útgjöldin allverulega, þannig að þetta er ótrúlega öfugsnúið.
Svo eru það tannlækningarnar sem TR borgar fáránlega lítið í, hvað þá tannréttingar, það er ekki alveg ókeypis, ég er með tvo unglinga í tannréttingum og það er ekkert auðvelt að fjármagna það.
En ókey nóg væl í bili.
Meðlagskerfið endurskoðað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Hann á mína samúð.
29.4.2008 | 13:44
Undarleg þráhyggja hjá sumum köllum, alltaf að reyna að vera konur.
Kannski skiljanlegt svo sem
Ronaldo í útistöðum við klæðskiptinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)