Komin tími til.

Ég fagna því að menn ætli að endurskoða meðlagskerfið, hefði mátt vera löngu búið,
vonandi opna þeir augun varðandi smánarlega upphæð meðlags eins og það er í dag.
15000 kallinn hrekkur skammt, það þarf nú ekki mikið út af að bera til að útgjöld hækki óvænt eins og allir vita.
Dæmi: Einn tími hjá sálfræðing 7500
eitt stk. buxur: 10.000
eitt stk. peysa: 8000
eitt stk. skór: 12000
nesti í skóla: 4000 mán.
Ein heimsókn hjá sérfræðing: 2000
ein bíóferð: 1500
eitt ball: 2000
Þetta er bara eitthvað sem mér datt í hug í fljótu bragði, auðvitað er margt fleira eins og skóladót, vasapeningar, tómstundir og íþróttir of svo framvegis og framvegis.
Svo er annað sem ég hef aldrei skilið, barnabætur lækka verulega við 7 ára aldur, þegar börnin komast á unglingsaldur hækka útgjöldin allverulega, þannig að þetta er ótrúlega öfugsnúið.
Svo eru það tannlækningarnar sem TR borgar fáránlega lítið í, hvað þá tannréttingar, það er ekki alveg ókeypis, ég er með tvo unglinga í tannréttingum og það er ekkert auðvelt að fjármagna það.
En ókey nóg væl í bili.Frown

mbl.is Meðlagskerfið endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl hofy sig,ég rakst á bloggið þitt, og vil segja þér að meðlag er 19.760 kr á mánuðu og vonandi verða breytingar á meðlagskerfinu  hagstæðari fyrir bæði greiðendur meðlaga og barna þeirra.

elísabet (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 17:10

2 identicon

Annað sem má benda þér á er að meðlag kemur frá þeim aðila sem barnið á ekki lögheimili hjá, hitt foreldrið hefur líka framfærsluskyldu að gegna gagnvart barninu, samtals gera þetta 39.520 kr á mánuði í framfærslu handa barni, og það getur ekki verið að venjulegt barn þurfi t.d nýjar buxur eða skó á hverjum mánuði ?

Vonandi verða þessar breytingar verulega skoðaðar út frá öllum hliðum, en það er eitt sem mæður virðast ekki geta skilið að þær eiga að skaffa sömu upphæð og faðirinn, munið það. Það hef ég gert allan tímann fyrir mitt barn og aldrei fengið krónu auka eða hvað þá pabbahelgar svo ég gæti unnið meira til að geta gefið t.d barninu meira. Það þarf að breyta þessu meðlagskerfi þannig t.d að þeir sem greiða meðlag fái t.d auka persónuafslátt þegar þeir greiða meðlög með barni.

Þetta er ekki há upphæð að fá, en mikið að borga. En hefur alltaf dugað handa mínu barni og hef ég meira að segja getað lagt talsvert til hliðar inn á reikning handa henni fyrir framtíðina. Vera hagsýn ekki kaupa bara dýrustu buxurnar eða skóna, hver og einn verður að sníða sér stakk eftir vexti !

Takk fyrir mig.

Harpa (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 17:20

3 identicon

Er ekki allt í lagi Hófí? Eigum við að ræða þetta aðeins. ég til að mynda tek börnin mín 5 vikur á sumri og ekki fæ ég meðlagið til baka,hvaða sangirni er það? Nú 0g af þessum 475.000kr sem ég borga með mínum á ári er ég búinn að BORGA SKATT! Ekki fæ ég frádrát af skattinum er þetta sangjarnt Hófí? Jú jú við getum alveg farið í eh bull tal hérna. Stelpan vill bara ganga í Disel gallabuxum og þær kosta 20.000kr og svo er hún farin að smakka það og hún drekkur bara xo coniac sem kosta12.000kall! Ekki láta eins og kjáni vina!

óli (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 17:49

4 identicon

Svo get ég sagt þér annað. Barnsmóðir mín hefur verið vælandi og tuðandi í mér yfir hvað meðlögin eru lág. ég tek þær aðrahvora helgi frá Fimtud il Mánudags og greiði allan símakosnað hjá þeim og borga strætómiða og kaupi stundum föt og læt þær hafa peninga. Enn barnsmóðirin vælir og vælir! Ég bauð henni því þar sem að þetta dugar ekki til framfærslu barnana að hennar sögn að við skildum bara hætta með meðlögin og ég muni borga ALLAN kosnað við þær og fá helming barnabótana. Enn þá vildi hún það ekki!

óli (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:16

5 identicon

Það er bara staðreynd að þeir verða að breyta þessum meðlagslögum,,þetta eru eldgömul lög, mér finnst að meðlagsgreiðendur ættu bara ekki að þurfa að greiða meðlag þá daga sem börnin eru hjá honum/henni,,nóg er samt að greiða fyrir utan meðlagið,,,svo gleyma einstæðingarnir að þeir fá mæðralaun ofan á meðlagið og barnabætur 4 sinnum á ári sem er ekki skattskylt og hvað ætli það sé ekki ætla ég að upplýsa það en endilega skoðið það..svo er þetta fólk vælandi-skælandi-grenjandi-og veinandi um að það eigi svo erfitt fyrir að vera ein/einn með börnin og heimta alltaf meira og meira..!!! svona er þjólfélagið í dag!! svo er sagt að það sé gott að búa á Íslandi hvahva,,er það útaf gróðrinum ha eða fossunum fallegur ég bara spyr...:)

elisabet (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:29

6 identicon

Þú ert ekki einn í þessum sporum óli,,þið og allir hinir og eru þeir margir!!meir að segja fleyri heldur en vörubílstjórarnir,,ættuð að fara að fá ykkur nýja skó stíga úr sporunum og mótmæla þessum yfirgangi barnsmæðra ykkar..t.d. trufla umferð, buffa löggur o.s.fr. segið stop við þessu basli ykkar!! og ég spyr hvað er félag einstæðra feðra að gera??' bora í nefið á sér:))

elisabet (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:43

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eg veit um dæmi þar sem að börn fluttu til föðurs en ekki var hægt að fá meðlag fellt niður

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.4.2008 kl. 18:54

8 identicon

Sælinú

Vil bara benda á að þó dæmin séu færri, þá eru til konur í þessari stöðu líka að hafa ekki börnin hjá sér, borga meðlag, fá þau til sín stundum eftir geðþótta fyrrverandi,og fá svo í hausinn hina og þessa reikninga frá honum sem fær þó líka barnabætur fyrir utan meðlagið. Kallarnir eru sko ekkert betri, hef því miður dæmi um það ekki mjög langt frá mér. Er ekki að mæla bót þeim konum sem láta eins og fífl, en það eru sko til karlmenn sem láta svona líka! Ekki gleyma því!

Sigga (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:26

9 identicon

auðvitað Sigga. það er til fult af kk drullusokkum og ég þekki marga þannig,taka börin aldrei og eru bara aumingjar frá a til ö

óli (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:47

10 Smámynd: hofy sig

Váá! Það er aldeilis að fólki hitnar í hamsi!
Ég ruglaðist á upphæðinni, var með rétta tölu í huga en skrifaði óvart annað, sorry. Mér er fullkunnugt um að ég hef framfærsluskyldu líka, skárra væri það nú. Ég er alls ekki að segja að það þurfi að kaupa föt í hverjum mánuði. Ég er heldur ekki vælandi, skælandi, grenjandi og veinandi yfir mínu hlutskipti. Heldur er ég ekki að segja að krakkar verði að ganga í disel buxum og mér finnst það ætti að vera óþarfi að taka það fram að ég er ekki hlynnt áfengiskaupum fyrir ólögráða unglinga. Mér finnst ekkert of mikið að pabbar borgi 20.000 krónur á mánuði og taki þátt í öðrum kostnaði, eins og lækniskostnaði, tannlækna og tannréttingakostnaði.
Ég reyni nú að stilla fatakaupum í hóf en eltist samt ekki við flóamarkaði eða útsölur, einfaldlega vegna þess að krakkarnir mínir myndu ekki nota föt sem þeim finnst ekki flott, þannig er bara að vera unglingur í dag og var reyndar líka þegar ég var unglingur.
Ég nenni nú eiginlega ekki að þrasa við bitra pabba, börnin okkar ættu ekki að vera baggi á á okkar herðum, heldur miklu frekar gleðigjafar, það eru mín að minnsta kosti jafnvel þó ég sé stundum blönk þegar þau eru búin að rýja mig inn að skyrtunni.

hofy sig, 29.4.2008 kl. 21:06

11 identicon

Ein vinkona mín var í sambúð með sínum manni í nokkur ár og eignuðust þau 2 syni. Þegar þau skildu voru þeir báðir undir 7 ára aldri. Þann tíma sem hún var ein fékk hún greitt meðlag og barnabætur sem einstæð móðir og hún sagði mér að hún hefði aldrei haft það jafn gott. En ég er sammála því að útgjöldin hækka eftir því sem börnin verða eldri og kannski ætti að athuga hvort að meðlagið ætti að vera minna í fyrstu og svo aukast þegar barnið eldist. Er alveg sammála að kerfið mætti alveg endurskoða.

Sigga (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:49

12 identicon

Þetta með koníakið var nú bara dæmi til að sýna þér frammá ruglið sem þú ert að fara með. Sú eldri er 15 og drekkur ekki. Enn lestu nú færslu Elísabetar það eru ekki bara "bitrir" pabbar hérna vina! og ég er ekki bitur pabbi enn það held ég að þú sért það er bitur móðir. Þetta kerfi er asnanlegt. Barnsfaðir sambýliskonu minnar tekur barnið aðldrei og hefur ekki séð það í mörg ár á ekki að taka tilit til þeirra sem eru að standa sig með börnin? Ég er með mínar 6 daga í mánuði og 5 vikur á sumrin og borga þar að auki hitt og þetta fyrir börnin eins og áður hefur komið framm hérna. Hann borgar það sama og ég, er það sangjarnt? Og hversvegna fæ ég ekkert af barnabótunum? Enn ég er ekki að gráta það að taka þátt í kosnaðinum við börinin mín það er af og frá

óli (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:54

13 Smámynd: hofy sig

Það er ekki nema sanngjarnt og eðlilegt að pabbar séu með börnum sínum að minnsta kosti aðra hverja helgi og hluta úr sumri.
"ATH" Ég segi með börnunum en ekki með þau, barnsfaðir sambýliskonu þinnar er greinilega ekki hæfur sem foreldri, miðað við það sem þú segir, það ber hins vegar ekkert að veðlauna þig sérstaklega þó að þú standir þig betur í foreldrahlutverkinu. Það að vera foreldri er mikið ábyrgðarstarf, það er líka eitthvað sem við höfum upphaflega valið okkur sjálf, það þarf tvo til að búa til barn, barnið þarf á móður og föður að halda hvað sem tautar og raular. Það er réttur barnsins að að fá að vera hjá bæði mömmu sinni og pabba, og það er réttur barnsins sem við þurfum að hafa í huga númer 1 2 og 3.
Bitur ég?  Nei nei, langt því frá, bara raunsæ.

hofy sig, 29.4.2008 kl. 22:23

14 identicon

Ég er ekki að biðja um hrós eða verðlaun, heldur er ég að benda á að sami réttur eigi að vera á milli foreldra. Eins og barnabætur af hverju er þeim ekki skipt á milli FORELDRA ? Annað af hverju er ekki gefin hærri persónuafsláttur til meðlagsgreiðanda ?

Hvert er þitt álit Hófý á þessu ?

Óli (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:13

15 identicon

Þetta er það sem ábyrgir feður og mæður sem borga meðlag þurfa að berjast fyrir, það er að fá persónuafslátt og barnabætur, það er ekki sanngjarnt að þurfa endalaust að blæða,,því að það erum við samviskusömu sem viljum ekki að börnin okkar líði skort ,,en því miður þá er ég hrædd um að mikið af þessum greiðslum til lögheimila marga barna okkar fari í eitthvað annað en þau, og það er slæmt að horfa upp á og sjá það, en þegar þau verða 18 ára þá líður manni betur að borga menntunarframlag sem er sama upphæð og meðlag en það fer líka beint inn á reikning þeirra og er ekki tekið af þeim, vonandi..annars góða nótt og fallega drauma kæra fólk.

elisabet (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:43

16 Smámynd: Usj

HMMM já 6 daga í mánuði og 5 vikur á sumri,betur gert en flestir aðrir pabbar,afhverju ættir þú Óli að fá helming af barnabótum?þar sem móðirin er með börnin alla aðra daga árið um kring.Það fynnst mér ekki sanngjarnt.En auðvitað ætti að taka tillit til þeirra sem hugsa um börnin sín og svo þeirra sem gera það ekki.Minn barnsfaðir tekur börnin aðra hverja helgi og 2 vikur á sumri,ekkert fyrir utan það hefur ekki samband við börnin þess á milli og honum fynnst hann gera alveg nóg.Tekur ekki ´þátt í neinum aukakostnaði og þá á ég við tannlækna  og þessháttar.

Usj, 30.4.2008 kl. 02:13

17 identicon

Hvernig verður það þegar börn verða komin með tvö lögheimili og eru jafn langan tíma hjá hvoru foreldri ?

Deilast barnabæturnar þá jafnt niður á báða foreldra?

Jóhann (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 05:35

18 identicon

Þegar ég talaði um að skipta barnabótunum þá var ég ekki að tala um 50/50 í mínu tilviki þar sem ég er jú minna með þau. Enn eitthver skipting væri sangjörn eins og td 80/20 eða 90/10 eða 70/30 þetta mætti svo fara eftir því hvað mikið maður er með börnin. Enn 50/50 er ekki sangjarnt nema maður sé með viku og viku kerfi það segir sig nú bara sjálft. Enn ég persónulega er ekki hrifin af viku og viku ég held bara að það sé of mikið rót fyrir þau.

óli (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:37

19 Smámynd: hofy sig

Ef að barn er hjá móður sinni í kringum 300 daga á ári en föður milli 65-70 daga finnst mér ekki sanngjarnt að faðirinn fá hluta barnabóta. Það er margt sem spilar þar inn í, það þarf eins og ég var búin að benda á að kaupa föt á börnin, engin sleppur við það þó fólk kaupi misdýr föt eins og gengur, svo er margt í gangi, ég er með unglinga svo ég miða við það, þau þurfa ýmislegt eins og ball peninga bíó ferðir, tómstundir, íþróttir, ég hef verið að greiða píanónám sem er ekki ódýrt, einnig sálfræðitíma 7500 kall einn tími, það er svo geðþóttaákvörðun föðursins hvort hann tekur þátt í svona kostnaði, þannig að það er gott að geta nýtt barnabæturnar í þetta og fleira náttla án þess að þurfa að vera upp á náð föðurins komin.

hofy sig, 30.4.2008 kl. 13:45

20 identicon

Ég ef stundum tekið þátt þegar hún hefur beðið mig enn ekki altaf enda er það ekki móðurinar að leggja mér eh línur í því sambandi. Enn það er endalaust hægt að koma með dæmi um kosnað og hvar á að draga mörkin? Hvað ef mamman segir að HÚN vilji hafa hafa börnin í dansi,júdó,frjálsum og að þau hafi aðgang að Shook salnum í Laugum? á ég þá bara að segja já já ekkert mál ég skal taka 50% þátt!! Meðlög eru reiknuð vel og nákvæmlega út og kosnaður barnsmóöur minnar á ekki að þurfa að fara yfir 40.000kr á mánuði með barn og gleymdu því ekki að hún fær barnabæturnar einsömul þó að þær séu líka hjá mér. Þetta kerfi er ósangjarnt gagnvart okkur sem borgum meðlög.

óli (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 14:16

21 identicon

Spáðu í hvað þú ert bitur og rugluð með þetta. Ef pabbin er eins og ég með þær 6 daga í mánuði og 5 vikur í sumarfríi þá á hann ekki að fá krónu af bótunum! og svo borga ég meðlög þegar þær eru hjá mér í sumarfríi og þetta finst þér bara eðlilegt. Ef þú væririr mitt ex þá mundi ég ekki borga eina KRÓNU í einu eða neinu til þín. Þú skalt bara nota þín meðlög og barna bætur sem þú jú færð EIN og skamast þín svo fyrir þessar fassista skoðanir þínar. Það er elveg með ólíkindunum að svona kerlinga hænur eins og þú séu til á þessari öld!

óli (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 14:25

22 Smámynd: hofy sig

Kæri Óli, hefur þú ekki heyrt talað um eitthvað sem heitir skoðunarfrelsi? Þú mátt hafa þínar skoðanir og ég má hafa mínar, ég nenni ekki að þrasa við þig lengur, enda alveg vita tilgangslaust. Ég ætla samt að benda þér á að kurteisi kostar ekkert og alveg óþarfi að missa sig í einhver læti, þú mátt mín vegna kalla mig fasista, kerlingarhænu eða bara hvað sem þér dettur í hug, en ég skammast mín ekkert fyrir mínar skoðanir.
Vonandi nærðu þér niður vinur, það er svo vont að vera uppfullur af reiði, reiðin kemur líka verst niður á manni sjálfum, eigðu gott kvöld.

hofy sig, 30.4.2008 kl. 20:31

23 Smámynd: Andrés.si

Hofy. En sérðu ekki þess að það er rétt hjá Óla að benda að kerlingum?

Þú ert ekkert nema sár að því hér í framtiði verður spórað í "fjár dælu" sem ætlað er aðalega kvenmönnum.

Andrés.si, 1.5.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband