Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Barnamorðingjar
26.11.2007 | 17:03
Af hverju skyldu konur láta eyða barninu svona seint? Því og í ósköpunum geta þær ekki bara fætt börnin og gefið þau til ættleiðinga? Mér finnst þetta svo viðbjóðslegt að ég á ekki nógu sterk orð yfir það. Persónulega finnst mér að kona sem fremur svona glæp eigi að vera dæmd rétt eins og ótýndur morðingi, enda er hún ekkert annað. Annars er alveg spurning hvort þessar manneskjur eru heilar á geði, ég myndi halda að svo væri ekki og ætti að byrja að ganga úr skugga um það, þannig að þær fengju þá viðeigandi meðferð. Einnig finnst mér að það ætti hiklaust að taka þær úr sambandi, hvort sem þær eru heilar eður ey til að fyrirbyggja að þær drepi fleiri ófædd börn. Að sjálfsögðu ætti að dæma læknana fyrir morð að yfirlögðu ráði, það þarf ekkert að ræða það frekar.
Spænskir læknar handteknir vegna ólöglegra fóstureyðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ískaldi Kópavogur
24.11.2007 | 19:52
Mikið rosalega er búið að vera kalt í dag, ég fór með Polla minn í systkynahittinginn í Guðmundarlund í dag og þvílíkur andstigðarkuldi, Svandísin mín kom með mér, hún hafði vit á að halda sig bara inn í heitum bílnum enda klæðir mar sig ekki eftir veðri á þessum aldrinum, ekkert hlustað á mömmu sína sei sei nei! mín bara teður sér í hverja sylkihúfuna utan yfir aðra og skilur svo ekkert í hvað henni sé kalt. Aftur á móti kona eins og ég, það er að segja kona með reynslu hefur sko vit á að klæða sig eftir veðri, ´samt sem áður dugði það ekki til, það var eins og mar væri staddur í Helvíti en ekki í Kópavogi. Það er bara mun hlýrra hérna á Skaganum en höfuðborgarsvæðinu, ég fer ekki ofan af því, held að það hafi eitthvað með sjávarmál að gera. Svo er nú blessaða Skagalognið alltaf jafn ljúft, við Polli pökkuðum okkur undir teppi til að ná sunnankuldanum úr okkur og steinsofnuðum bæði, við vöknuðum ekki fyrr en húsbóndinn kom heim úr vinnunni, svæfum sjálfsagt enn ef hann hefði ekki vakið okkur.
Jæja best að halda áfram með eldamenskuna svo liðið fái nú að borða fyrir miðnætti.
Bæjó spæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lati strákurinn
24.11.2007 | 01:41
Ég er stundum svo gasalega busy að svei mér ef ég er ekki bara busy af því að vera busy Já flókin persóna ég, annars held ég að málið sé að ég er svo yfirgengilega óskipulöð á öllum sviðum. Það kom til mín kona í neglur í dag, sem er svo sem ekki í frásögur færandi útaf fyrir sig, en aftur á móti nefndi hún við mig í gríni að gott væri nú að slaka á í lasy boy á meðan á naglaásetningunni stæði, svo ég náttla hóaði bara í mína menn og bað þá í guðanna bænum að bera " lata strákinn " minn upp á efri hæðina beina leið inn í mína kósý naglastofu sem þeir og gerðu í einum grænum, enda engin ástæða að hafa hann niðri í stofu fyrir framan tívíið sem ég horfi hvort sem er næstum aldrei á. Þannig að næsti kúnni hjá mér fær að dorma í lasy boyinum mínum á meðan ég dudda mér við neglurnar
Smá speki sem veganesti út í nóttina............... Þegar vínvíman rennur af manni, þá rennur á hann óráð veruleikans.....Betri er sannleikur, byrstur og grár en bláeyg lygi með glóbjart hár.......Þetta mannlíf er undarlegt fyllerí........Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer það einhvernvegin, þótt margir efist um það á tímabili......Eg man þá segja: ,, Hart á móti hörðu". En heldur vil ég finna til og lifa.......Þeir segja atómstríð í vændum. Væri ekki ráð að byrja að lifa, svo að þeir hafi eitthvað að drepa?
Tók spekina upp úr minni uppáhalsbók sem heitir íslensk orðsnild sem er bara tær snilllld.
Kæru vinir, góða nótt og knús á ykkas.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
girðinganauðgari
23.11.2007 | 10:07
Það er aldeilis ekki dónalegt að vakna við þær trakteringar sem ég upplifði í gærmorgun, morgunverður í rúmið og ekkert minna takk fyrir takk. Rjúkandi kaffi, ristað brauð, þrumari og barasta nýbakaðar skonsur, við erum hér að tala um glóðvolgar skonsur " a la mamma, mín sko " klukkan 6.30, sú sem átti heiðurinn af herlegheitunum var engin önnur en mín dásamlega dóttir, svo var bakkinn svo fallega skreittur með servíettum og kerti og allt sko!Elsku Svansan mín er miklu áhugasamari um bakstur heldur en móðirin og skonsu og klatta deildin er alfarið á ábyrgð minnar elskulegu móður og náttla pönsu, vöflu og ótalmargt fleira sem títlan mín hefur lært af ömmunni sinni og nöfnu. Já svei mér ef ég er ekki bara heppnust af öllum, kellingum og köllum.
En að allt öðru! Mikið svakalega er ég orðin pirruð á þessari siðferðislegu óreiðu sem virðist há dómurum þessa lands. Er það ekki löngu orðið tímabært að skipta um alla kallana og kerlingarnar í brúnni, einhvernvegin virðist þetta geggjaða lið vera svo gjörsamlega laust við allt sem heitir réttlætiskend þegar kynferðisglæpir eru annars vegar.
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær mann í 15 mánaða fangelsi fyrir að nauðga konu.
Skoskur dómstóll dæmdi á dögunum mann í 3 ára fangelsi fyrir að hafa kynmök við reiðhjól.
Síðan er mál manns fyrir dómi í London sem var gómaður við að reyna að hafa kynmök við girðingu. Ætli sá fái ekki 3 ára dóm líka?
Skotar bera sem sé mun meiri virðingu fyrir reiðhjólum en Íslenskir dómarar fyrir konum.
Mikið vildi ég að kynferðisafbrotamenn upp til hópa gætu fengið útrás fyrir óeðlið með því að riðlast á reiðhjólum ellegar girðingum, þá væri heimurinn betri en hann er í dag, ekki satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lækning við drykkjusýki
23.11.2007 | 02:08
Hó hó hó! Gleðifréttir fyrir drykkjusjúka það er að segja fyrir fyllibyttur sem þykja lungu bragðgóð Einhvertíma í fyrnindi laug hraðlyginn kjaftaskúmur því að trúgjörnum ölelskendum að lækna mætti drykkjusíki með tiltölulega einfadri uppskrift, sem sé steiktum lungum, það virkaði reyndar bara ef bytturnar gúffuðu steikinni í sig á fastandi maga Því miður fylgdi ekki sögunni hvort margir hafi læknast enda svo sem algjört aukaatriði þannig séð. Einnig hámuðu veðurglöggir menn í sig garnir og milta í massavís þar sem fólk trúði að ef menn borðuðu nógu mikið af slíkum kræsingum yrðu þeir sömu úrvalsveðurfræðingar, vona bara að Siggi Stormur og hans vinnufélagar lesi bloggið mitt svo þeir séu nú með það á hreinu hvað þeim er fyrir bestu
Annars hef ég ekki haft tíma í blogg þessa dagana, alltaf svo brjálað að gera, hef verið í naglaásetningum og sonna, náttla líka að passa flottasta og yndislegasta barn veraldar, ömmumúsluna mína, það segir sig sjálft, hvað annað ? Ég var að enda við að setja augnhár og neglur á mína sætu og góðu tengdadóttur, hún er nebbla að fara að útskrifast sem stútent í desember og það er dimmisjón hjá þeim á morgun. Reyndar er ég ekkert byrjuð í augnhárunum að ráði því aðstaðan er ekki tilbúin í þeim málum enn.
Ætla að fara með Polla minn í systkynahitting á laugardaginn í Guðmundarlundinn, það er alltaf heldur betur mikið fjör hjá fjórfætlingunum og mömmuni audda líka þegar þau hittast, Polli og systkyni verða 2 ára núna 3. des. Jæja held að ég ætti að pilla mig í ból, nóg að gera á morgun, neglur, augnhár og sitthvað fleira að dedúa við, svo kemur frumburðurinn og hans sonur í mat, þannig að ég verð að hafa eitthvað alminnilegt á borðum fyrir þessar elskur, engar ruður takk fyrir takk.
Jæja þá var það ekki fleira í bili.
Good night everyone Og munið að vera glöð, eymd er valkostur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hasa kroppur.
21.11.2007 | 22:36
Játs Aldurinn ekki alveg að trufla þá "gömlu" Kanski var mín bara að láta gamlan draum rætast, þolinmæði er jú dygð eins og allir vita. Svo er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í lífinu. Hver veit nema Noru bíði frægð og frami í fyrirsætuheiminum? Alla vega hefur gellan vakið athygli um heim allan, og ekki þurfti hún nú að hafa mikið fyrir því, öfugt við marga mjónuna sem þarf að þræða allar módelskrifstofur veraldar án árangurs.
Ég segi sko. Áfram Nora, haltu svo endilega áfram að fækka fötum á pöbbanum. Sú yrði nú líka flott á súlunni, eða máskefrekar á göngugrindinni.
101s árs ellilífeyrisþegi afklæddi sig í þágu í góðgerðarmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvíldardagurinn
18.11.2007 | 12:01
Góðan og blessaðan daginn kæru vinir Mín bara vöknuð fyrir 10 og það á sjálfum hvíldardeginum. Það liggur eitthvað svo ljómandi vel á mér akkúrat núna. Ég tel að lykillinn að hamingjunni liggi djúpt innra með okkur, ég held líka að það skipti miklu máli hvernig við byrjum daginn, við getum svo auðveldlega farið öfugu megin fram úr, haft allt á hornum okkar, pirrast yfir því að geta ekki sofið lengur eða yfir að hafa sofið of lengi og þar fram eftir götunum. Við getum líka svo auðveldlega vaknað með söng af gleði og þakklæti í hjarta yfir nýjum degi. Þakklæti fyrir að vera á lífi, þakklæti yfir allt það góða sem við höfum. Við getum búist við hinu besta frá komandi degi og þess vegna dregið það að okkur, við berum ábyrgð á því sem dagurinn færir okkur. Við ættum ekki að ásaka aðra um hugarástand okkar, það hvílir á okkur sjálfum.
Ég tel að við ættum að forðast neikvæð öfl, neikvætt fólk er því miður alls staðar, það er eitthvað sem við getum aldrei forðast en við getum reynt að beina því í jákvæða átt, ef það gengur ekki upp þá verður svo að vera, það er ekki okkur að kenna, við reyndum, meira getum við ekki, við berum einungis ábyrgð á okkur sjálfum, við getum ekki borið ábyrgð á annarra líðan, flestir hafa nóg með sig.
Eigið góðan dag, kæru vinir,, það ætla ég að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Útlenskir verkamenn í fjósi.
17.11.2007 | 13:31
Útlendingar eða trú! Ég hef verið að dunda mér við að lesa blogg hjá hinum og þessum, það sem ég hef verið að lesa gerir mig stundum hissa, pirraða, reiða, og fyrir kemur að ég get með engu móti afstýrt kjánahrollinum sem hríslast um mig alla. Ef einhver vogar sér að minnast á innflytjendastefnuna eða útlendinga sem dvelja hér á okkar góða landi er engu líkara en sumir geti ekki með nokkru móti tekið rökum. Það vita allir sæmilega upplýstir menn að þessi mál eru löngu komin í óefni. Við flytjum inn útlendinga í stórum stíl, þeir eru jú ódýrt vinnuafl og sætta sig við hvað sem er í húsnæðismálum, kæmi mér ekki á óvart þótt einhverjir byggju í fjósum með kúnum. Ég bara fatta ekki hvernig misheiðarlegir og peningagráðugir verktakar fá að vaða hér uppi og bjóða þessu fólki aðbúnað sem er allri þjóðinni til háborinnar skammar. Svo vinnur fólkið baki brotnu 6 daga vikunnar fyrir smánarlaun og á föstudögum fara kallangarnir í bankann og senda aurana samviskusamlega til sinna fjölskyldna, halda þó einhverju eftir til að þeir geti farið í ríkið og náð sér í áfengi á himinháu verði hella því í sig á met hraða rétt eins og sannir Íslendingar gera, þeir verða náttla skruggufullir með það sama dauðþreittir mennirnir eftir þrældóm liðinnar viku. Það ætti svo varla að koma á óvart að blessaðir mennirnir verða fljótt öðrum til leiðinda og sjálfum sér til skammar rétt ein og aðrir sem ekki kunna með áfengi að fara. Bakkus gerir engan greinamun á útlendingum og íslendingum.
Svo er sífellt hrópað! Það vantar fólk í störfin, einmitt alveg kórrétt, hinn venjulegi íslendingur hefur ekki efni á að vinna fyrir þessum smánarlaunum sem í boði eru, mér persónulega finnst að það ætti að láta vinnuveitendur sem eru að koma illa fram við útlendingana svara til saka, skikka þá til að borga mannsæmandi laun og útvega húsnæði sem er á okkar standard í þessu landi sem við búum í, ekki hvað útlendingar sætta sig við, við búum á Íslandi sættum okkur ekki við að búa í hesthúsum, af hverju skyldum við bjóða gestum okkar upp á annað en það sem við viljum okkur sjálfum til handa?
Kanski við þyrftum ekki að flytja útlendinga inn í kippum ef launin í þessu blessaða velferðaríki okkar væru mannsæmandi, eða að minsta kosti að við gætum lifað yfir hungurmörkum án þess að vinna tvö eða jafnvel þrefalda vinnu. Einhvernvegin er það svo með hinn dæmigerða íslending að hann freistast allt of oft til að taka stærri bita en hann getur tuggið. Mér finnst hræsnin og hrokinn orðin gjörsamlega öllu öðru yfirsterkari hjá þeim sem vilja ekki sjá hvað við erum að leiða yfir okkur með þessu áframhaldi, sumt fólk virðist alltaf þurfa að afbaka og hafna viðteknum staðreyndum
Ekki ætla ég að hafa þetta lengra í bili, máske ég tjái mig um trúnna seinna .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvurslags
14.11.2007 | 11:08
Giftist hundstík til að aflétta bölvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kærleikur
14.11.2007 | 02:52
Ég get ekki sofnað, ekki skrítið svo sem þar sem ég lagði mig með litla ömmusnúllanum mínum í dag. Svo var brunað í borgina í skólann og sonna. Svo nú er ég sest fyrir framan tölvuna mína og ætla að skrifa eitthvað fallegt
Ég dett svo oft í hugsanir um hvað allir gætu haft það svo miklu betra ef allir gerðu öðrum eins og þeir vilja að aðrir gjöri sér. Ef að allir gæfu sér tíma til að hugleiða það og fara eftir því. Þá myndi kanski eigingirnin og sjálfshyggjan hverfa, kærleikur og umburðarlyndi kæmu í staðin alveg áreynslulaust. Kærleikur dregur að sér kærleika. Ef að okkur langar að flytja frið og jafnvægi inn í veröldina verðum við að byrja á að finna það í okkar eigin hjarta. Við sáum eins og við uppskerum" ef að við sáum hatri og sundurlyndi uppskerum við það sama, ef að við sáum friði og kærleika verður mikil uppskera friðar og kærleika.
Jæja elskurnar.´Best að koma sér í draumalandið, nóg að gera á morgun hjá minni.
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)