Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Barnfjandsemlegt

Pirr pirr! Angry Ég er búin að fá svo mikið nóg af þessu barnfjandsamlega samfélagi sem að ég bý í. Allt sem snýr að börnum er verðlagt skýjum ofar, dæmi um það eru t.d. tannlækningar, tannréttingar, sálfræðiþjónusta, íþróttir, tómstundir og dagvistargjöld, ég gæti örugglega haldið endalaust áfram upptalningunni. Ég´tel mig nú samt heppna að fá að takast á við það göfuga hlutverk að vera foreldri. Ég get bara með engu móti skilið hvernig búið er að barnafjölskyldum, öryrkjum og öldruðum í þessu velferðarþjóðfélagi okkar.

Það vill svo til að ég er með tvö stikki af unglingum í tannréttingum, og ég get svo svarið fyrir það að það er ekki einleikið hvað prísinn er klikkaðislega hár þar á bæ. Síðan er það tannlæknirinn sem þreytist ekki á að arðræna mig, og vita nú flestir að tennurnar skemmast meira þegar  búið er að víra þær saman. Svo er það sálfræðingurinn, sjö þúsund og fimm hundruð kall tíminn hjá honum og ekkert niðurgreitt í þeim geira. Borga milli 40 og fimmtíu þúsund fyrir greininguna hjá sála. Sálarlega hefur drengurinn minn ekki efni á að bíða eftir greiningu hjá greiningarstöðinni, enda verður hann löngu orðin fullorðin maður þegar kemur að honum í röðinni.

Ég er svona að velta fyrir mér hvort atkvæðasmalarnir sem komust áfram í síðustu kosningum ætli að standa við stóru orðin eða verður maður bara að kyngja því að það sé komin hefð á þau. 'Eg var svo innilega að vona að í þetta skiptið yrðu verkin látin tala. Trúlega fullmikil bjartsýni hjá minns. Vona ég samt sem áður að rödd samvisku þeirra sé nógu sterk til að þau standi sig, ég held alla vega í vonina þar til annað kemur í ljós.


Rússnesk rúlletta

Hvað er eiginlega í gangi! Svona svakalegt kæru og hugsunarleysi er bara einum of mikið, ætli hugsunin sé ekki, æi þetta er svo stutt, það kemur ekkert fyrir mig, vonandi að maðurinn hafi vaknað og útvegað sér öryggisbúnað sem henta fyrir 2 ára börn. Persónulega finnst mér að sektin fyrir svona geggjun ætti að vera himinhá.

Svo er það ölvunaraksturinn sem er orðinn skelfilega algengur, eða eftirlitið hertara, sem er auðvitað bara gott mál. Þetta er farið að minna á mig ýskiggilega á rússneska rúllettu, hvað skyldu margir sleppa og keyra um göturnar í annarlegu ástandi? Mig hryllir orðið við öllum þeim ökuföntum sem örugglega sleppa oftar en ekki.

 


mbl.is Með tveggja ára barn í framsætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritræpa

Mikið rosalega er veðrið hundleiðinlegt, rigning og endalaust rok, ég sem þarf að skrönglast í fæðingarbæinn minn, sum sé Reykjavíkina. Nú verð ég sko að mæta í skólann, ég hef ekki komist tvö síðustu skipti, en æft mig þess meira heima. En fyrst þarf ég að útrétta eitt og annað sem mér finnst ekki skemmtilegt og allra síst í svona fúlu veðri. Angry Vá! hvað er ég eiginlega að velta mér upp úr veðrinu, þvílík sjálfsvorkunn í gangi hjá minni.

Annars ætla ég að eiga góðan dag og líka gott kvöld, ég ætla líka að muna að vera þakklát fyrir það sem ég hef, sem er ekki lítið Smile

Lífið er einfalt, hvers vegna að flækja það, hvers vegna ætti ég að velja hlykkjóttu leiðina þegar beina brautin liggur fyrir framan mig? Þegar ég býst við því besta í lífinu dreg ég það að mér, þess vegna ætla ég að byrja á að vænta þess besta í öllu og öllum og sjá það verða að veruleika.Heart

Kæru vinir. megið þið eiga góðan dag InLove


Afmæli

Til hamingju með daginn elsku pabbi.InLoveWizard

Já hann pápi minn á afmæli í dag. Og ég er svo heppin að eiga besta og flottasta pabbann í heimi.Heart

Ég kíki í heimsókn áInLove eftir


Framfarir.

Góður dagur í dag Smile Það eru svo miklar framfarir hjá syni mínum að það er bara ótrúlegt. Rétt um einn mánuður síðan hann byrjaði á þessum lyfjum sem hann er á núna og hann er sko allur annar. Greiningin hans er samt ekki búin við förum aftur eða öllu heldur hann í áframhaldandi viðtöl og próf. Honum er strax farið að fara fram í skólanum, svo er hann orðinn svo virkur þessi elska og duglegur. Hann kemur okkur sífellt á óvart, síðast í dag þegar hann tók herbergið sitt í allsherjartiltekt og hreingerningu, skokkaði óumbeðinn niður í þvottó að sækja ryksuguna og ryksugaði svo barasta á fullu með þungarokkið í botni. Við erum sko að tala um strák sem fyrir einum mánuði hefði ekki dottið í hug að taka til hjá sér hvað þá framkvæma það. Svo er hann komin með liftingalóð og liftir alveg á fullu, borðar eins herforingi og er alltaf brosandi Grin Bara yndislegt líf.

Kærleikurinn er tungumál þagnarinnar, hann þarf ekki að tjá með orðum, við getum gefið hann og tekið á móti honum án orða.

Kærleikurinn er alþjóðlegt tungumál sem við skiljum með hjartanu en ekki með huganum.InLove

Svo býð ég góða nótt kæru vinir. Heart


Við erum ekki holdsveik.

Frábært framtak. Ég eiginlega skammast mín bara fyrir að verða ekki í þessari göngu í dag. Ég hef barist við þennan andstyggilega húðsjúkdóm í 30 ár og nú í sumar fékk ég annað exem á mína aumu handleggi sem engin lækning dugar á nema sterasprautur beint í sárin, sem er svo sem í góðu lagi, því í sannleika sagt var ég orðin svo illa haldin eftir alls kyns tilraunir lækna, einn taldi að ég væri með kláðamaur, annar ofnæmi og svo fram vegis, ég búin að fá hin ýmsustu krem og töflur sem gerðu ekki annað en að láta mér versna. Þannig var komið fyrir mér þegar ég loksins hitti rétta lækninn að hann hefði mín vegna sneiða af mér báða handleggina, það eina sem ég hugsaði þá var að losna við kláðann og sviðann sem voru í bókstaflegri merkingu að gera mig geggjaða.

Ég reikna ekki með að geta skartað ermalausum flíkum í náinni framtíð, handleggirnir mínir eru svo öróttir eftir eftir langvarandi exem, exemið er svo fljótt að breytast í svöðusár og skilur eftir sig ljót ör. Svo er húðin líka orðin svo þunn og viðkvæm eftir sterana og stanslaust áreiti.

Ég hef hins vegar aldrey skammast mín fyrir þennan sjúkdóm minn en oft orðið fyrir fordómum fávíss fólks, sumir eru svo ótrúlega vitlausir að þeir halda jafnvel að þetta sé bráðsmitandi, ég var eitt sinn klöguð í Heilbrigðiseftirlitið, þá var ég að vinna í verslun og maður frá eftirlitinu mætti á staðinn og fór fram á að ég yrði færð til, ynni sem sé ekki í afgreiðslunninni, ætli hann hafi ruglað sporiasis saman við holdsveiki? Já þær voru margar athugasemdirnar sem ég fékk frá bláókunnugu fólki og fæ enn, er samt svo heppin að handarbökin mín hafa verið nokkuð góð síðustu ár.

Ég vona svo sannarlega að þessi ganga opni augu almennings og útrými fordómum í garð exemssjúklinga, það er alveg með ólíkindum hvað fólk lætur út úr sér og er fáfrótt um svona algengan sjúkdóm, mörgum hreinlega býður við að sjá sárin mín þar sem þau eru verst, samt hefur það skánað, þegar ég var á Spáni fyrir 25 árum þá hópaðist að mér múgur og margmenni,"var reyndar sérstaklega slæm þá" minna var glápt í sumar og ég gerði enga tilraun til að hífa fólki við að sjá sárin mín, ef það hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum þa´er það bara allt í kei, enda ill geranlegt að vera kappklæddur í 40 stiga hita.

Áfram félagar í samtökum psoriasis og exemssjúklinga, spoex.

Ég tek ofan fyrir ykkur öllum og harma að geta ekki verið með ykkur, ég verð með ykkur í huganum og sendi baráttukveðjur.


mbl.is Psoriasissjúklingar sýna útbrot sín í göngu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómt vesen

Smá prufa, ég er búin að skrifa þrjár langar færslur og þær hafa allar horfið W00t Ég er búin að fikta og vesenast og er orðin pínu pirruð Undecided Gaman að sjá hvað verður nú. Ég nenni ekki að skrifa aðra, verð að reyna að sofna í hausinn á mér.Frown

Góða nótt kæru vinir Heart

Ég reyni bara aftur á morgun, eitthvað lítið eftir af þolinmæðinni sem ég á nú oftast nóg af, en öllu má nú ofgera.Whistling

 


Hjúkett

HJÚKETT! Áhyggjurnar voru hreinlega að ganga frá mér, en gott að vera loksins búin að fá þessi mál á hreint, nú ætti ég að geta lagst áhyggjulaus á koddan minn í kvöld.Wink


mbl.is Var hreinn sveinn 17 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera öryrkji.

Jæja þá er ég mætt í bloggheima, meira hvað ég á eitthvað erfitt með að sofa á næturna, síðustu nótt var ég meira og minna andvaka og las blogg og dinglaði mér stóran hluta nætur. Nú er litli ömmusnúllinn minn í næturpössun ný dottin út af alveg útkeyrður þessi elska. Ég hef svona verið að hugsa um hvað lífið er yndislegt, samt vill það nú stundum gleymast í öllu brjálæðinu. Ég held að það sé afskaplega erfitt að vera barn eða unglingur í dag, áreitið er svo yfirgengilegt og kröfurnar svo miklar. Ég veit hreint ekki hvert þessi brjálæðislega útlitsdýrkun kemur til með að leiða unga fólkið okkar. Hér áður og fyrr var allt svo miklu einfaldara, svo ótalmargir hlutir sem við teljum bráðnauðsinlega í dag voru ekki einu sinni til í ýmindunnarhuganum hvað þá í alvöru. En svona er þetta bara tímarnir breytast og mennirnir með Wink

Sóragigtin er alveg að drepa mig þessa dagana, gigtarlyfin hjálpa þó ótrúlega mikið " hljóma eins og ég sé hundrað ára "´ég held svei mér þá að ég sé búin að vera í afneitun á þennan sjúkdóm sem hefur hrjáð mig undanfarin ár, gigt var alltaf eitthvað sem gamalt fólk fékk af mikilli og erfiðri vinnu, eða það var einhvernvegin þannig í mínum huga. Ef ég er spurð, við hvað vinnur þú segji ég alltaf ég er heimavinnandi en ekki ég er öryrkji. Mér finnst ég einfaldlega vera allt of ung til að vera öryrkji, en staðreyndin er nú sú að sjúkdómar spyrja hreint ekki um aldur. Einnig sagði ég lengi ef ég talaði eitthvað um mín líkamlegu veikindi einungis frá að ég hefði verið skorin upp við brjósklosi og að það virtist bara ekki getað verið til friðs " sko bakið " sem er reyndar alveg satt, hins vegar var ég dæmd 75% öryrkji árið 2004 vegna sóragitar.

Mér leiðist ákaflega að tala mikið um mín veikindi, ég lít líka þannig á að ef að maður er sí og æ að velta sér upp úr eigin sjúkdómum þá festist maður þar og verður svo miklu lasnari fyrir vikið. Mér hefur reynst betur að vera bjartsýn og glöð og tala um eitthvað sem er skemmtilegt og jákvætt. Svo veit ég líka svo ósköp vel að mér er engin vorkunn, það eru allt of margir sem eru mikið veikir og eiga virkilega um sárt að binda eins og langveik börn sem mörg hver eiga litla eða jafnvel enga framtíð, það finnst mér svo óendanlega ósanngjarnt og sorglegt. Þær eru margar hetjurnar sem há harða baráttu alla daga við illvíga sjúkdóma eins og t.d. Þórís Tinna, ég dáist endalaust af hennar dugnaði og æðruleysi, Ásta Lovísa var líka svo dugleg og yndisleg manneskja og það hreyfði rækilega við mér þegar að hún féll frá, frá þremur ungum börnum og öllum sýnum ástvinum, þó þekkti ég hana ekki persónulega, einungis úr bloggheimum. Sjálf missti ég mína kærustu vinkonu úr krabbameini 1999, við vorum æskuvinkonur og alla tíð mjög nánar, hún kemur oft til mín í draumi og hefur gert reglulega þessi átta ár sem liðin eru frá því að hún dó, ég held að það líði aldrey sá dagur að hún sé ekki í huga mér, það tók mig mörg ár að sættast við sorgina, yngsta barnið hennar var 3 ára þegar hún fór, hún var fallegasta manneskja sem ég hef séð bæði að innan og utan, hún vakti alls staðar athygli þar sem hún kom en var svo lítillát og jarðbundin, svo heil í gegn einhvernvegin, maður eignast bara eina svona vinkonu um ævina, hún er og verður alltaf í huga mér og hjarta og alltaf númer 1.

É er samt svo heppin að eiga yndislegar vinkonur í dag sem mér þykir mjög vænt um. Það er eitthvað svo auðvelt að skammast út af öllu sem miður fer og vera upptekin af sjálfum sér, bundin við sína eigin hagsmuni, það gleymist svo oft allt þetta góða, við gleymum líka svo oft að vera þakklát fyrir það sem við höfum, friðurinn kemur að innan en er ekki fólgin í nýju sófasetti eða nýjum bíl.Ef að við ætlum að fá út úr lífinu eins mikið og mögulegt er án þess að gefa getum við ekki fundið raunverulega, varanlega hamingju og gleði. Við getum ekki vonast eftir að skapa frið og jafnvægi í heiminum fyrr en við höfum fundið frið og jafnvægi innra með okkur, við verðum alltaf að byrja á okkur sjálfum. Það er allt of mikil neikvæðni í gangi á flestum stöðum að mínu mati, og allt of margir sem sjá allt tvöfalt verra hjá öðrum en sér sjálfum. Jæja þá er ég búin að koma mínum hugsunum á prent, það er ávalt einhver aðdragandi af mínum skrifum og þá er svo gott að koma þeim frá sér, mér líður alla vega betur á eftir.

Góða nót og gangið hægt inn um gleðinnar dyr.

Best að fleyja sér í bólið hjá litlu ömmumúslunni minni og reyna að sofna.Heart


Ofsóknaróðir Hottintottar

Hvað er eiginlega uppi í hausnum á þessum ofsóknabrjáluðu hottintottum sem ofan á allt kalla sig dýraverndunarsinna? Ekki mikið gæti ég trúað. Ætli minkurinn sé ekki með grimmari dýrum, hann drepur þau dýr sem hann ræður við, hann drepur af mikilli grimmd og oftast miklu fleiri dýr en hann getur torgað. Ja þvílíkar mannvitsbrekkur þetta gufuruglaða lið sem ruglar sér saman við dýravini.

Ég læt eina litla sögu af minnkafjölskyldu fylgja hér með.

Fyrir nokkrum árum bjuggu tengdapabbi minn og hans kona á Hvallátrum, vestasta odda landsins, eða í Látravíkinni rétt við Látrabjarg. Við fjölskyldan skutumst vestur þegar við gátum, enda hvergi fallegra og friðsælla en einmitt þar. Eitt sumarið hafði tengdó vanið irðlinga á að koma á tröppurnar með því að kalla á þá, grenið var skammt frá húsinu og gömlu hjónin voru eina fólkið sem bjó í Látravík allt árið þannig að minkurinn var nokkuð spakur " það er að segja yrðlingarnir " þeir komu trítlandi upp á tröppur og átu kjöt, brauð eða bara það sem tengdó bauð þeim upp á, við stóðum í glugganum og horfðum á, ef þeir urðu varir við einhvern annan en tengdó voru þeir fljótir að láta sig hverfa, ég held svei mér þá að kallinum hafi bara þótt vænt um þá enda voða litlir og sætir. En þeir uxu úr grasi og urðu stórir.

Konan hans tengdapabba er sannasti dýravinur sem ég hef á ævi minni kynnst, á þessum tíma átti hún í kringum tuttugu ketti, elsti kötturinn á bænum var 18 ára, hann átti tengdapabbi reyndar og sá köttur hafði sko marga fjöruna sopið á sinni löngu ævi, þessi köttur hét Felix og var undan læðu sem engin önnur en ég sjálf átti fyrir margt löngu. Felix hafði oft flutt með kallinum milli byggðalaga og hann var líka sjóköttur, fór alltaf á sjóinn með sínum húsbónda enda mjög hændur að honum. En áfram með söguna!

Yrðlyngarnir urðu sem sé bæði stórir og grimmir, þeir launuðu svo gömlu hjónunum matargjöfina með því að strádrepa alla kettina nema einn sem á einhvern óútskýranlegan hátt slapp frá óargardýrunum og heitir sá kisi Gísli og er mikill höfðingi, tengdafaðir minn dó fyrir tveimur árum en Gísli kallinn sefur enn í rúminu hans og bíður eftir honum. Þau áttu líka stóra labradortík sem lifði í sátt og samlindi við allan kattarskaran, eitt sinn var þar einnig heimalingur sem hélt að hann væri hundur, hann kom alltaf með okkur í göngutúra og reyndi hvað hann gat að éta kjötið af grillinu hjá okkur. Sá öðlingur hét Gromsi, krúttlegt nafn InLove Og þá er þessi saga búin.

Ég get ekki séð neitt sem þessir fáfróðu plebbar sem halda að þeir séu að vernda dýr eiga smeiginlegt með sönnum dýraverndunarsinnum, þetta eru auðnuleysingjar upp til hópa sem vita ekkert hvað þeir eiga við sinn tíma að gera, fuss og svei þeim öllum.

Góða nótt og sofið rótt.Sleeping


mbl.is 15.000 minkum hleypt úr búrum í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband