Að vera öryrkji.

Jæja þá er ég mætt í bloggheima, meira hvað ég á eitthvað erfitt með að sofa á næturna, síðustu nótt var ég meira og minna andvaka og las blogg og dinglaði mér stóran hluta nætur. Nú er litli ömmusnúllinn minn í næturpössun ný dottin út af alveg útkeyrður þessi elska. Ég hef svona verið að hugsa um hvað lífið er yndislegt, samt vill það nú stundum gleymast í öllu brjálæðinu. Ég held að það sé afskaplega erfitt að vera barn eða unglingur í dag, áreitið er svo yfirgengilegt og kröfurnar svo miklar. Ég veit hreint ekki hvert þessi brjálæðislega útlitsdýrkun kemur til með að leiða unga fólkið okkar. Hér áður og fyrr var allt svo miklu einfaldara, svo ótalmargir hlutir sem við teljum bráðnauðsinlega í dag voru ekki einu sinni til í ýmindunnarhuganum hvað þá í alvöru. En svona er þetta bara tímarnir breytast og mennirnir með Wink

Sóragigtin er alveg að drepa mig þessa dagana, gigtarlyfin hjálpa þó ótrúlega mikið " hljóma eins og ég sé hundrað ára "´ég held svei mér þá að ég sé búin að vera í afneitun á þennan sjúkdóm sem hefur hrjáð mig undanfarin ár, gigt var alltaf eitthvað sem gamalt fólk fékk af mikilli og erfiðri vinnu, eða það var einhvernvegin þannig í mínum huga. Ef ég er spurð, við hvað vinnur þú segji ég alltaf ég er heimavinnandi en ekki ég er öryrkji. Mér finnst ég einfaldlega vera allt of ung til að vera öryrkji, en staðreyndin er nú sú að sjúkdómar spyrja hreint ekki um aldur. Einnig sagði ég lengi ef ég talaði eitthvað um mín líkamlegu veikindi einungis frá að ég hefði verið skorin upp við brjósklosi og að það virtist bara ekki getað verið til friðs " sko bakið " sem er reyndar alveg satt, hins vegar var ég dæmd 75% öryrkji árið 2004 vegna sóragitar.

Mér leiðist ákaflega að tala mikið um mín veikindi, ég lít líka þannig á að ef að maður er sí og æ að velta sér upp úr eigin sjúkdómum þá festist maður þar og verður svo miklu lasnari fyrir vikið. Mér hefur reynst betur að vera bjartsýn og glöð og tala um eitthvað sem er skemmtilegt og jákvætt. Svo veit ég líka svo ósköp vel að mér er engin vorkunn, það eru allt of margir sem eru mikið veikir og eiga virkilega um sárt að binda eins og langveik börn sem mörg hver eiga litla eða jafnvel enga framtíð, það finnst mér svo óendanlega ósanngjarnt og sorglegt. Þær eru margar hetjurnar sem há harða baráttu alla daga við illvíga sjúkdóma eins og t.d. Þórís Tinna, ég dáist endalaust af hennar dugnaði og æðruleysi, Ásta Lovísa var líka svo dugleg og yndisleg manneskja og það hreyfði rækilega við mér þegar að hún féll frá, frá þremur ungum börnum og öllum sýnum ástvinum, þó þekkti ég hana ekki persónulega, einungis úr bloggheimum. Sjálf missti ég mína kærustu vinkonu úr krabbameini 1999, við vorum æskuvinkonur og alla tíð mjög nánar, hún kemur oft til mín í draumi og hefur gert reglulega þessi átta ár sem liðin eru frá því að hún dó, ég held að það líði aldrey sá dagur að hún sé ekki í huga mér, það tók mig mörg ár að sættast við sorgina, yngsta barnið hennar var 3 ára þegar hún fór, hún var fallegasta manneskja sem ég hef séð bæði að innan og utan, hún vakti alls staðar athygli þar sem hún kom en var svo lítillát og jarðbundin, svo heil í gegn einhvernvegin, maður eignast bara eina svona vinkonu um ævina, hún er og verður alltaf í huga mér og hjarta og alltaf númer 1.

É er samt svo heppin að eiga yndislegar vinkonur í dag sem mér þykir mjög vænt um. Það er eitthvað svo auðvelt að skammast út af öllu sem miður fer og vera upptekin af sjálfum sér, bundin við sína eigin hagsmuni, það gleymist svo oft allt þetta góða, við gleymum líka svo oft að vera þakklát fyrir það sem við höfum, friðurinn kemur að innan en er ekki fólgin í nýju sófasetti eða nýjum bíl.Ef að við ætlum að fá út úr lífinu eins mikið og mögulegt er án þess að gefa getum við ekki fundið raunverulega, varanlega hamingju og gleði. Við getum ekki vonast eftir að skapa frið og jafnvægi í heiminum fyrr en við höfum fundið frið og jafnvægi innra með okkur, við verðum alltaf að byrja á okkur sjálfum. Það er allt of mikil neikvæðni í gangi á flestum stöðum að mínu mati, og allt of margir sem sjá allt tvöfalt verra hjá öðrum en sér sjálfum. Jæja þá er ég búin að koma mínum hugsunum á prent, það er ávalt einhver aðdragandi af mínum skrifum og þá er svo gott að koma þeim frá sér, mér líður alla vega betur á eftir.

Góða nót og gangið hægt inn um gleðinnar dyr.

Best að fleyja sér í bólið hjá litlu ömmumúslunni minni og reyna að sofna.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð grein hjá þér og veistu ég skil þig svo vel. Ég er ein af þeim sem erum að safna undirskriftum um bætur öryrkja, vona að þú hafir skirfað undir, við ætlum með málið alla leið og það er ýmislegt í gangi, kemur betur í ljós í næstu viku. Við vinnum að jafnræði okkar sem þurfum að lifa lífi okkar veik og upp á aðra komin, því þannig lítur þjóðfélagið á okkur og gleymir því að mörg okkar unnum í 20 -30 ár fyrir okkur og okkar afkomendum og eigum fullan rétt á aðstoð frá samfélaginu. Gangi þér vel kæra vina og verðum vonandi í sambandi.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 01:39

2 Smámynd: hofy sig

Sæl 'Asdís! Já ég er svo sannarlega búin að skrifa undir, mér finnst svo átakanlega sárt að vera ekki metin til jafns við aðra, að klípa af þessu smotteríi sem við höfum ef við erum gift eða í sambúð finnst mér ekkert annað en mannréttindabrot, ætli ráðherrafrúrnar væru sáttar ef laun þeirra yrðu skert af því að kallarnir þeirra eru með svo há laun eða bara hver sem er. Kær kveðja til þín, ég held að ég hafi einmitt fyrst séð þennan lista hjá þér. Ég hef lesið bloggið þitt reglulega og líst vel á það sem þú skrifar.

hofy sig, 28.10.2007 kl. 01:55

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl og blessuð Hófý. Fín grein hjá þér. Það er einmitt þetta sem svo margir ef ekki flestir öryrkjar upplifa sig, ekkert einfalt mál og margar pælingar þar á bakvið. 

En eins og Ásdís segir hér fyrir ofan, þá er hópur, með Ásdísi og Heiðu Björk í farabroddi að skrifa og "gera eitthvað" í réttindamálum okkar. Við ætlum að halda áfram að láta heyra í okkur og ekki hætta fyrr en við fáum leiðréttingu.

Greinin þín er frábært innlegg!

bestu kveðjur

Ragga fjöryrki 

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.10.2007 kl. 02:13

4 identicon

Sæl Ragga. Já nú er um að gera að standa þétt saman um okkar réttindamál, og hvika ekki frá þeirri sjálfsögðu kröfu um að vera metin sem sjálfstæðir einstaklingar eins og annað fólk en ekki einhver afgangshópur í okkar velferðaríki.

Hófý (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 16:46

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl aftur Hófý, takk fyrir að gerast bloggvinur minn. Við sjáumst í baráttunni

bestu kveðjur

Ragga fjöryrki 

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.10.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband