Bráðdrepandi
6.4.2008 | 12:04
Fuss og svei! Skyndibitar eru örugglega bráðtrepandi, svo eru þeir ekki einu sinni góðir, það eru líka ekki þeir sem fita mig. Það sem mér finnst verst að vara án er súkkulaði, og það er það sem sest utan á minn fagra kropp
Ég er heldur ekki að tala um eitthvað smotterí, ég gæti vel hugsað mér súkkulaði í hvert mál, ég er svo í stanslausu "súkkulaði fráhaldi" sem að virkar þannig að ég má bara borða ÖRFÁ súkklaði á dag.
Til að friða samviskuna er ég mjög mikið í heilsusúkkulaði þessa dagana, ég nenni ekki að fara neitt nánar út í það, heilsusúkkulaði virkar svipað og venjulegt súkklaði, maður fitnar sem sé alveg fullt af því, en það sem skeður og er svo brilljant er að heilinn minn segir mér að þetta sé alveg bráðhollt og losar mig við óþægilegar hugsanir um aðhald... aðhald.....fúla aðhald..
Offitufaraldur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.