Kreppa!
14.3.2008 | 09:12
Ef það er ekki komin kreppa, þá heiti ég ekki Hófý Fuss og svei! Hvar endar þessi dýrtíð? Matvælaverð er auðvitað hæst á Íslandi, nema hvað? T0llar og vörugjöld nema allt að helming á sumum vörutegundum, eins og til dæmis, kjúklingabringur, ostar, pulsur, franskar kartöflur og frosnar pítsur, ekki kanski alveg það hollasta, það er að segja pulsurnar og frönskurnar, og vel hægt að lifa góðu lífi án þess að gúffa slíku sjoppufæði í sig. En án kjúklingabringa vildi ég ekki vera, svo mikið er víst.
Einhversstaðar las ég að matvælaverð hafi hækkað um 5,7% á Íslandi frá því að virðisaukaskattur var lækkaður um 7%. Hér er eitthvað greinilega ekki að virka sem skyldi, ég efast stórlega um að þessar hækkanir eigi sér eðlilegar skýringar, og lái mér hver sem vill. Mér skilst þó að hækkuin sé aðalega rakin til hækkandi heimsmarkaðsverðs, bændur segja okkur að enn þurfi að hækka verð, vegna hækkunnar á aðföngum, heyrt hef ég að lækka þurfi tolla af fóðurblöndu til bænda, hvað ætli ég viti um það svo sem? Ekki mikið alla vega, hins vegar veit ég að lambalæri er ekki það ódýrasta í kjötborðinu og örugglega ekki á borðum hins almenna launþega í hverri viku. Eða þá ein skitin jógúrt, 75 kall takk fyrir, við erum að tala um nokkrar teskeiðar af mjólkurglundri bragðbættu með sykri og einhverju gervidóti. Já það er orðið vandlifað í veröldinni, ekki satt?
Það sem er svo fáránlegast í dæminu er allur þessi aukakostnaður sem leggst ofan á innkaupsverð á influttum matvörum. Sem er sum sé, aðflutningsgjöld, kostnaður við útboð á kvóta, magntollur, heildsölu og smásöluálagning, virðisaukaskattur, smásöluverð, flutningskostnaður, ég er ekki í neinum vafa um að það er vel grundvöllur til að minnsta kosti lækka þessi gjöld eitthvað, þó ekki væri annað. Það er ógeðslega pirrandi og niðurdrepandi að þurfa að borga alla þessa peninga til þess eins að geta etið sig saddan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.